Heimilisritið - 01.11.1948, Side 33

Heimilisritið - 01.11.1948, Side 33
JÓNATAN JÓNSSON: Draumur jarðyrkjumannsins Er forsælan lagðist í lautir og hlíð og lióðaði söngfugl í mó, en hafrænan andaði haustsvöl og björt um hamra og blómgaðan skóg, lá sofandi maður og höndunum hélt um herfi og nýfenginn plóg. — En dulúðugt seiðmagn í loftinu lá. Með löngun til fagnaðarhags — þá andi hans sveif inn í óunnin lönd á örmum hins komandi dags, er varfærin, sveimhuga vorgyðja sló og vígði til riddarabrags. Er vorsólin mynntist við módökka jörð, sem móðir við kornungan svein. Hann ferðaðist hljóður um framandi strönd og fann hvergi laufskrýdda grein, því landið var kargþýft með holtagrjót hart og helmerkt hver einasta rein. Hann blíndi í leiðslu á bjargfastan svörð og berfættur auðnina tróð. Hann' angraður leitaði um ógróna jörð að einhverri lífrænni slóð, en ströndin var fjörvön og dauðanum dæmd og daggirnar rauðar sem blóð. Hann fleiðruðum iljum að endingu sté í óvæntan blómstrandi lund, sem greypti í auðnina mannshjartamót, svo máttugt við augnanna frmd. Þar náfölur maður í laufinu lá og lúrði hinn síðasta blund. HEIMILISRITIÐ 31

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.