Heimilisritið - 01.11.1948, Qupperneq 17
BRUIN
Smásaga
eftir
Grétu Sigfúsdóttur
Ég dska mannkynið vegna þess,
að l>að cr brú, — endirinn og upp-
liajið 'og örvaflug draumanna yfir
fljótið, (Nietzsche).
HANN VAR garðyrkjumað-
ur. Hann vann í garðinum fram-
an við skrauthýsi Löviks for-
stjóra við' Maldeveien frá klukk-
an sjö á morgnana til klukkan
fimm síðdegis. Það liafði vorað
snemma, og sólin var þegar far-
in að láta til sín taka. Nú pældi
hann í stóra rósabeðinu undir
franska glugganum.
Frú Lövik stóð bak við
skrautleg silkitjöldin og gægðist
varlega út um gluggann. Hún
fvlgdi með athygli hverri hreýf-
ingu garðyrkjumannsius. Hann
var nakinn að beltisstað, nema
klæddur flegnum nærbol, sem
bar skinandi hvítan við dökka
liúð'ina. Hann var hár og grann-
vaxinn, en sterklega byggður.
Sítt, ljóst hárið féll oft niður i
augu hans. Þá rétti hann úr sér
og strauk það aftur með snöggri
hreyfingu.
Nú kastaði hann mæðinni.
Hendurnar. sem hvíldu á rek-
unni, voru hrjúfar og- grómtekn-
ar, framhandleggurinn sinaber
og grannur, en upphandleggur-
inn einn vöðvahnykill, sem bylt-
ist undir skinninu við hverja
hreyfingu.
Hann strauk hárið enn einu
sinni frá augunum með moldug-
um höndunum og gjóaði augun-
um flóttalega til gluggans. And-
litið var formfast, með grunnum,
mjúkum dráttum.
Allt í einu roð'naði hann og
beygði sig aftur snöggt yfir rek-
una. Hann vann hratt, en dá-
litið skrykkjótt. Augu hans leit-
uðu gluggans án afláts.
— Svei mér ef hún var ekki
þarna í dag líka. Það var ekki
um að villast. Hún gaf honum
hýrt auga, forstjórafrúin. Hann
var svo sem ekki neitt augna-
ljós, forstjórinn, jafn feitur og
hann var, og sköllóttur í tilbót.
Garðyrkjumanninum hitnaði i
hamsi. Frúin var svo ung og fal-
leg og fínt klædd, — og forstjór-
inn var á verzlunarrei.su.
Garðyrkjumaðurinn kepptist
við, svo að svitinn streymdi nið'-
ur andlit hans. Hann herti enn
á sér, þegar hann heyrð'i létt.
HEIMILISRITIÐ
15