Heimilisritið - 01.11.1948, Page 43

Heimilisritið - 01.11.1948, Page 43
stórum viðfelldnara, þegar hún horfði á þessa fáu muni frá ætt- jörð' sinni. Hún hrökk upp við hvella símahringingu. Það hringdi þrisvar, áður en hún komst til að svara. „íbúð ungfrú Blait,he“. „Priseilla heima?“ „Hver talar, með leyfi að spyrja?“ „John, bróðir hennar“. Nú varð hún að' vera fullkom- in — eins og Enderberry hafði komizt að orði. „Gott kvöld, herra“. „Er Priscilla heima eða ekki?“ „Því miður, herra. Ungfrú Blaithe er ekki heima“. „Hvert fór hún?“ „Því miður, herra. Eg veit það ekki. Hún sagði mér aðeins að búast ekki við sér fyrir mið- nætti“. „Hún sagði það, ha? Hver er svo þetta?“ „Þerna ungfrú Blaithe, herra“. „O, ein ný! . .. Jæja, segið henni, að ég sé í borginni og hún eigi að hringja til mín í klúbb- * ínn . „Hvaða klúbb, herra, ef ég mætti spyrja?“ „Hún veit það“. „Þakka yður fyrir, herra. Nokkuð fleira, herra?“ „Já, hafið mín ráð, og leggið niður þetta tilgerðarmál, annars kyrkir systir mín yður. ,Ef ég mœtti spyrja!‘ Góða nótt“. Jana lagði frá sér símann, skömmustuleg og reið. Hún hafði gert sér svo mikið far um að tileinka sér talsmáta þjón- anna í kvikmyndunum. ... Þrír aðrir menn hringdu. Henry Kayde, Hesse og Mor- ganti greifi. Þeir sögðust allir ætla að hringja aftur og báðu Jönu að skila beztu, virðingar- fyllstu, innilegustu kveðjum; „innilegustu“ var greifans. Og allir spurðu, hvort hún væri nýja þernan. Þeir tóku allir eftir því, að hún svaraði mjög blátt áfram — hún hafði farið að ráð- um Johns Blaithe. Eftir hverja hringúngu skrifaði hún niður tímann, nafn og heimilisfang og skilaboð og lagði það á málaðan glerdisk á stofuborðið. Hún hafði fundið lítið risshefti fyrir skilaboð hjá diskinum. Um klukkan ellefu kom geysi- stór karfa af rauðum rósum og hvítum liljum, og hún svipaðist um eftir stað' fyrir hana. Að lok- um ákvað hún að láta hana í svefnherbergið. .. . Hún gæti farið með þær seinna — því að hún vildi að ungfrú Blaithe sæi fyrst af öllu hve skilmerkilega hún hefði skrifað niður símboð- in. Þegar þessu var lokið, settist hún niður og beið. Framh. í næsta hefti. HEIMILISRITIÐ 41

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.