Heimilisritið - 01.11.1948, Page 23

Heimilisritið - 01.11.1948, Page 23
beygingar. Hann virtist undr- andi af að hitta þar fyrir ókunna manneskju. Hann starði óvin- gjarnlega á mig. Svetlana varð taugaóstyrk og fór hjá sér. Hún flvtti sér að segja nokkur orð til skýringar. Stalín snerist á hæli og fór. „Honum er ekkert gefið um að sjá ókunnuga hér“, sagði stúlkan. Ég held, að Stalín forðist ó- kunnuga aðallega vegna þess, að hann óttast morðárásir. Svetlana sagði mér eitt sinn, að hann væri í stálbrynjum innanklæða, er hann kæmi opinberlega fram, til varnar skammbyssuskotum. „En þetta er leyndarmál“, flýtti hún sér að bæta við. „Þér megið ekki hafa orð á því“. Eg hitti marskálkinn nokkr- um sinnum, og að lokum virtist hann vera farinn að sætta sig við nærveru mína. En hann lét sem hann sæi mig ekki, fremur en þjónustufólkið og verðina. Stalín er miklu lægri og elli- legri en myndir af honum gefa til kynna. Hann var oft fölur, tekinn og þreytulegur. Orðróm- ur gekk um það í Moskvu, að hann þjáðist af hjartabilun. Hann var 65 ára, þegar ég sá liann fyrst. Erfiði stríðsáranna hafði auðsjáanlega revnt mjög á hann. Stjórnandi Rússlands st-jórn- HEIMILISRI-TIÐ aði fjölskyldu sinni með harðri hendi. Nánustu ættingjar hans þorðu ekki einu sinni að tala í návist hans, án þess að hann gæfi í skyn á sinn hranalega hátt, að hann æt.laðist til þess. Tíann var uppstökkur og ég hef heyrt hann ausa úr skálum reiði sinnar yfir georgiskan þjón. Hann hafði ekki háar hugmynd- ir um frönskunám Svetlana. „Þú ættir heldur að læra að búa til lobjo“, muldraði hann eitt sinn. Lobjo er georgiskur þjóðréttur. Eins smáatviks minnist ég sér- staklega. Andlit hans varð eitt sinn afmyndað af kvölum, og hann greip hendinni inn brjóst- ið. Hann tók í flýti glas upp úr vasa sínum og stakk nokkrum töflum upp í sig. Kona hans og dóttir skeyttu þessu engu, lík- lega vegna þess að hann hefur ætlast. til þess, en ég sá að þær vorn áhvggjufullar. Ég sneri mér frá meðan á þessu stóð, en ég sá í spegli hvað gerðist. Eins óvænt og hann hafði komið, fór hann út úr stofunni — þögull, kynlegur. Þrátt fyrir aldurinn bar hann það ætíð með sér að vera gæddur framúrskar- andi magni. Frá því fyrsta daginn er ég heimsótti Reria, vorum við hjón- in undir eftirliti leynilögreglunn- ar. Húss okkar var stöðugt gætt. 21

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.