Heimilisritið - 01.11.1948, Page 31

Heimilisritið - 01.11.1948, Page 31
um yður, Hiekens prófessor, ákvað ég að fara liingað og segja yður allt af létta, og biðja yður ráða. Eg stóð' nefnilega og beið eftir Will kvöldið, sem það skeði, við vorum á gangi mest alla nóttina og vissum ekki okk- ar rjúkandi ráð. Því að við höfðum vonað, að hún myndi sýna ofurlítinn skilning. Ég á nefnilega — von á barni“, ját- aði hún og leit niður fyrir sig, „og við' höfðum ákveðið að gift- ast, ef við gætum aðeins fengið kvistherbergið við hliðina á her- bergi Wills. Heima hjá pabba getum við ekki verið, þar er ekkert luisrúm, og hann er líka dálítið — gamaldags í svona málum. „Eg á ofurlítið af peningum, svo ég hefð'i getað séð fyrir okk- ur þangað til úr rættist; ég ætl- aði að reyna að vinna mér eitt- hvað inn. En frænka Wills varð óð og uppvæg, þegar hún heyrði þetta. Og svo tók Will saman föggur sínar í tösku og hljóp heim til mín. Ég hafði varla beð- ið í kortér. En nú vill hann ekki blanda mér í málið, og úr því þetta er eina leiðin til að sanna, að liann hafi ekkert verið við morðið riðinn, hef ég ákveðið — hvað sem um mig verður sagt hér í bænum, þó ég verði talin gjörspillt og verra en það! — að fara til lögreglunnar og segja frá öllu saman. Eg vildi bara áður leita ráða yðar, Hickens pró- fessor“. „Og ég ræð yð'ur frá að gera þetta, ungfrú Hart; það myndi, eins og þér segið, alveg eyði- leggja mannorð yðar í þessu kjaftasögubæli, og, það sem verra er: Lögreglan myndi ekki telja þetta neina sönnun. Trúið mér, ég þekki það — en það er ef til vill önnur leið. Ég hef nefni- lega athugað þetta mál ofurlítið, og ég á einmitt von á einum leynilögreglumanninum hingað . . . Svona, nú er hringt! Skyldi það' vera hann?“ Gamli maðurinn fór og lauk upp. Andartaki síðar kynnti hann hina taugaóstyrku ungfrú Hart fyrir leynilögreglumanninum og vísaði honum til sætis. í Scotland Yard þóttust menn varla hafa fjallað um einfaldara mál en þetta, og lögreglumaður- inn fór með ólund til að hlusta á hvað gamli prófessorinn hefði að segja. „Ég skal vera stuttorður“, hóf prófessorinn máls. „Yið vit- um, að strax eftir rifrildið við' frænku sína, hljóp William Clarke upp í herbergi sitt og skellti á eftir sér, ekki satt? Sömuleiðis hefur lögreglan gengið' úr skugga um, að í fleiri vikur hefur verið sterkur slag- HEIMILISRITIÐ 29

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.