Heimilisritið - 01.07.1954, Síða 4

Heimilisritið - 01.07.1954, Síða 4
við viljum gera allt sem við get- um fyrir gestina, að þurfa að baslast með hálfgerða gallagripi í þjónustustörfunum, svo að allt fer í handaskolum.“ „Ætli mikil hætta sé á því, þegar þér haldið' í taumana, fröken Gunnþóra.“ Mæðudrættirnir við munn- vikin á ráðskonunni grynnkuðu við þessa gullhamra. Eg held, að hún hafi farið heldur hressari af mínum fundi. Eg kveikti mér í sígarettu, opnað'i gluggann, hallaði mér út í gluggakistuna og horfði út. Greinilega var vor í lofti. Blái liturinn í Esjunni var orðinn djúpur og hlýr, sunnan frá Tjörninni barst kliður kríunnar yfir bæinn. Brumin á runnun- um handan við völlinn voru far- in að grænka og jafnvel hingað upp barst ilmur, sem hvergi er ferskari en af birkinu hér á Is- landi. Eg tók nauðsynlegasta far- angurinn upp úr töskunum og skipti um föt. Svo ætlaði ég út í bæinn til að heilsa gömlum kunningjum. Eg gekk niður stigana. A þeim var dregill með sama lit og uppi á ganginum. A handriðinu og í hornunum var komið fyrir ým- iss konar pottblómum, grænum og blaðmiklum. Og á efsta stiga- pallinum stóð stúlka og sneri baki að mér. Hún laut áfram og var eitthvað að dunda við stórt pottblóm, sem stóð í horninu. Það var eitthvað í fari þessarar stúlku, sem fékk mig til að staldra við' sem snöggvast, og nú sá ég, að hún var að strjúka ryk af blóminu og virtist gersamlega sokkin niður í þetta verk. Hvít- ir, grannir fingurnir fóru var- færnislega, nærri því kjassandi um blöðin hvert af öðru. Aldrei hafði ég séð hlynnt að blómi með meiri alúð. — Hún hafði víst lokið við að strjúka af efri hluta jurtarinnar, því að nú kraup hún á kné og fór að hlúa að' neðstu greinunum og sópa mold að stilk- unum. „Hvers vegna eruð þér að þessu?“ spurð'i ég dálítið undr- andi. Hún spratt á fætur í ofboði og leit á mig stórum. óttaslegn- um augum. Þetta var kornung stúlka, efalaust innan við tví- tugt, lítil og föl, dálítið freknótt, með korngult hár. „Eg — ég veit ekki . . .“ stam- aði hún vandræðalega. Eg brosti hlýlega til hennar til að draga úr skelfingu hennar. „Þykir yður gaman að hlúa að blómum?“ „Já,“ svaraði hún lágt, ,.og svo líð'ur blómunum svo illa 2 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.