Heimilisritið - 01.07.1954, Síða 21

Heimilisritið - 01.07.1954, Síða 21
eiu fimmtán eins og áð'ur. I>re- föld liækkun meðalaldurs gefur þannig nífalda lengingu á ævi- skeiði framleiðslu og afkasta. Þessi framlenging afkastaskeiðs- ins hefur gífurlega þýðingu í fjárhagslegum og félagslegum efnum og menningarlegum fram- förum yfirleitt. Konur 'hafa í enn ríkara mæli en karlmenn notið góðs af því að bugur hefur unnizt á drep- sóttunum. Meginþunginn af því að halda mannfólkinu við, þrátt fyrir mannfelli styrjalda, barna- dauð'a og drepsótta, hefur lagzt á herðar konunnar. Tala þeirra fæðinga, sem nauðsynlegar eru til að vega upp á móti dánartöl- unni, stendur í öfugu hlutfalli við meðalaldur manna. Fyrir þrem öldum þurftu konur að fæða þrisvar sinnum fleiri börn en þær þurfa nú, til þess að þetta jafnvægi gæti haldizt. Fyrrum voru stórar fjölskyldur nauðsynlegar til viðhalds þjóð- inni, og margar lagasetningar og trúarsetningar, sem ennþá eru í gildi, bera vott um þessa nauð- syn fortíðarinnar. A þetta sér- staklega við um frjálsar tak- markanir barneigna. Fækkun þeirra barna, sem hver kona eignast, leiðir af sér færri barnsfaradauðsföll. Þessi fækkun kemur þó ekki fram í f « Skrýtlur Læknirinn: „Verið þér bara ró- legur. Ég þjáðist einu sinni af sama sjúkdómi og þér, og mér batnaði alveg.“ Sjúklingurinn: „Jæja; mynduð þér vilja segja mér hvaða lækni þér höfðuð?“ s_______________________________J skýrslum um þá tölu sængur- kvenna, sem deyja við hverjar þúsund fæðingar, en sú er venju- legasta aðferðin til þess að’ á- ætla barnsfaradauðsföll. Slíkar skýrslur sýna ekki hinn raun- verulega mæðradauða. Hann fer eftir þeim fjölda kvenna, sem ala börnin, sem svo aftur gefur til kynna tölu þeirra barna, sem hver kona telur. Dejú 5 konur fyrir hvert 1000 barna sem fæð- ast, þá er mæðradauðinn 5,10 eða 15 dauðsföll af hverju þús- undi kvenna, allt eftir því hvort hver kona hefur alið 1, 2 eða 3 börn. Fyrir mæð'urnar er tala fæddra barna því alveg eins mikið atriði í hinni almennu á- hættu barnsfæðinga, eins og dauðsfallafjöldinn fjnir hver þúsund börn. Auk þeirra beinu áhrifa, sem drepsóttir hafa á styttingu mannsævinnar, hafa þær einnig óbein áhrif á þá á- hættu, sem barnsförum er sam- fara, með því að auka þann JÚLÍ, 1954 19

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.