Heimilisritið - 01.07.1954, Side 29

Heimilisritið - 01.07.1954, Side 29
með mér niður í verzlunina hans og iíta á hannP Hún var iiköf í fylgd hans, og við sáum liana taka úndir hand- legg hans, þegar hún hélt að þau væru komin úr augsýn. Sama kvöld gerði Stewart mig að trúnaðarmanni sínum þar sem við gengum eftir veginum meðfram Níl og Luhsarmuster- inu. Eg sagðist helzt vilja fara að' taka á mig náðir og spurði Stewart, hvort liann yrði ekki samferða heim á hótelið. — Hvaða ánægju hef ég af því að fara að’ hátta! hrópaði hann. Eg ]igg andvaka alla nótt- ina. Finucane, sagði hann, við höfum nú ekki þekkzt ýkja lengi, en mér geðjast að yður, og ég verð að ha.fa einhvern, sem ég get treyst. Segið mér, hvað á sá maður að gera, sem hefur orð- ið ástfanginn af giftri konu? — Það fer mikið eftir því, hvernig konan er, anzaði ég. — Hún er hamingjusöm í hjónabandi sínu, sagði hann, hún er sífellt að segja mér af manninum sínum og börnunum. Hún segist hafa mætur á mér sem vini, en drottinn minn, hvaða ánægja er að því fyrir mig! Nótt og nýtan dag heldur mynd hennar áfram að standa mér fyrir hugskotssjónum, hélt hann áfram, og ég fæ engan frið. Og ég stenzt ekki að' hugsa til þess, að hver mínúta færir okk- ur nær þeim degi, er við verðum að skilja — þeim degi, er hún verður að fara til eiginmanns síns aftur. Stewart þagnaði og leit út yfir ána og klettahæðimar, sem lágu náttdimmar undir stjörnubjört- um himni. — Hafið þér sagt henni þetta? spurði ég. — Nei. Hann liristi höfuðið. — Ágætt, slítið þá samband- inu og farið burtu, mælti ég. — Ég get athugað þá hlið, svaraði hann, og eftir það geng- um við aftur í átt til hótelsins. — En þú veizt hvernig fer, þegar maður leggur heilræði! Það olli mér því engri furð'u, er ég tveim kvöldum síðar sá Ste- wart og frú Barton aka í vagni út að Karnah-hofinu. Sögumaður þagði andartak. Frá uppgraftarstaðnum hljóm- aði að nýju söngur arabisku verkamannanna. Hjarta mitt cr hryggt og þreytt, er herfinu ég stýri. Minn hugljúfi yfirgaf mig. Vinur minn hélt frásögn sinni áfram: Ætlun Stewarts var að fara að mínum ráðúm, að minnsta kosti sagði hann mér JÚLÍ, 1954 27

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.