Heimilisritið - 01.07.1954, Side 35

Heimilisritið - 01.07.1954, Side 35
Móðir talar við dóttur sína um líjið og ástina Mikilsverðar staðreyndir sem allar stúlkur þurfa að þekkja Ef dóttir þín leitar fræðslu hjá þér, vísarðu henni þá frá þér og lætur hana sjálfa um að afla sér upplýsinga um þessi mikilsverðu lífssannindi? — Eða veiztu þá, hvemig þú átt að svara spurningum, sem allar ungar stúlkur langar til að fá svör við? ÞAÐ VAR unaðslegur vor- dagur, og það var mikið um að vera á heimilinu. Maðurinn minn vai’ fjarverandi í verzlun- arerindum, og Dídí dóttir okkar var að búa sig á fyrsta dansleik sinn. Hver, sem á fjórtán ára gamla dóttur, veit hvað það þýðir. Ahyggjur af því, að fyrsti síðkjóllinn sé of síður, eða ekki nógu síður, of þröngur til að dansa í, eða svo rúmur, að hann detti niður af öxlunum. Og svo rennur upp hin stóra stund! Hann kemur að sækja hana. Hann er í menntaskóla, nokkru eldri en Dídí, og allar bekkjarsystur hennar eru græn- ar af öfund. En Dídí hefur þekkt hann alla ævi, svo mér finnst ekki nema eð'lilegt, að Jim bjóði henni. Jim var sonur nágranna okk- ar, sextán ára, og ég þóttist þekkja hann til hlítar, en þeg- ar ég lauk upp fyrir honum, brá mér í brún. Þetta var ungur og fríður maður og bar sig eins og heimsmaður. Eg sá Dídí koma niður stigann. Hún var falleg. Ég leit á þau bæði og mér varð ljóst, að þetta var einstætt augnablik í lífi þeirra. Svona nokkuð myndum við Steve aldrei framar upplifa, þrátt fyrir einlæga ást okkar. Þau voru æsk- an. Þau voru ungi maðurinn og unga stúlkan, lifandi og titrandi — og á milli þeirra fór heitur straumur, jafngamall lífinu. Eg gægð'ist út með glugga- tjaldinu og sá þau ganga niður stíginn, en svo dró ég mig blygð- unarfull til baka. Eg mundi allt í JÚLÍ, 1954 33

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.