Heimilisritið - 01.07.1954, Qupperneq 40

Heimilisritið - 01.07.1954, Qupperneq 40
„ITvar hefurðu verið? Hvað gerðuð þið? Drekkur Jim bjór, eða hvað? Fóruð þið í bílferð út í sveit? Hvað skeði?“ Við þess- um spurningum langaði mig að fá svör. En ég bar þær ekki fram. af því þetta var of viðkvæmt augnablik okkar í milli. Ef mér yrðu nokkur mistök á, myndi þessi stund aldrei bjóðast fram- ar. Hún kom inn og settist í stól- inn andspænis mér. „O, mamma, það var dásam- legt.“ „Því get ég trúað, elskan,“ sagði ég. „Eg öfunda þig. Eg myndi gefa mikið til að geta lif- að upp aftur mitt fyrsta ball — og allt —“ Eg sagði ekki meira. Ilún var aðeins fjórtán ára, en hún átti rétt á sínum einkamál- um. ÉG STÓJJ UPP og sagði: „Komdu nú, vina, við skulum fara að hátta. A morgun geturðu sagt mér betur frá öllu.“ Ég kyssti hana á ennið. Hún hnykkti höfðinu aftur á bak og tók utan um mig. „Mamma, þú ert ágæt, ég var hrædd um, að þú myndir skamma mig. Við tókum ekki eftir því, hvað klukkan var orðin margt — við ókum út í garðinn um stund — og — við — vorum að rabba saman — þú veizt, hvernig það 66 er — „Já, ég skil það,“ sagði ég. „Farðu nú að hátta og láttu þig dreyma vel.“ Ilún hljóp upp stigann. Niður þennan stiga hafði hún komið fyrir fimm tím- um, eins og hvítur engill. Nú var hún komin upp aftur og var enn lík engli. Kjóllinn var dálítið krvpplaður að vísu, en allt var i bezta gengi. Einnig okkar í milli. Það var nógur tími seinna að vara við því að „fara of langt.“ Sumum finnst máske, að ég hefði átt að gera það' áður en hún fór á sinn fvrsta dansleik með eldri pilti. Ég held ekki. Þeir, sem gleggst skil kunnu á þessum málum, höfðu jafnan sagt: „Bíðið þar til barnið lætur sjálft í Ijós áhuga á kynferðis- málum, áður en þið farið að' út- skýra þau fyrir því. Bíðið þar til þau eru reiðubúin að hlusta.“ Ég hafði farið að þessu ráði, að því er Dídí snerti, frá því er hún spurði fyrst: „Hvaðan koma börnin?“ Nú var hún kona — ung að vísu, en þó nógu gömul til að verða þunguð, og nógu gömul til að þekkja þá hvöt líkarna síns, sem gerði getnað mögulegan. Nú myndi hún skilja um hvað ég væri að tala, þegar ég segði 38 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.