Heimilisritið - 01.07.1954, Side 46

Heimilisritið - 01.07.1954, Side 46
PENINGAPYNGJURNAR TÍU Abdul Hamid hafði mikla ágirnd á efnilegum fola, sem Ali Jósep ættar- höfðingi átti, og fór því á fund hans til þess að fala hestefnið. Abdul hafði ákveðið að borga allt að iooo gullstykki fyrir folann, en hann ætlaði auðvitað að reyna að fá hann eins ódýrt og hægt væri. Þetta hafði nokkur vandkvæði í för með sér. Abdul vissi, að ef hann hefði alit gtillið í einum poka eða kassa og yrði að opna hann til að greiða um- samda fjárhæð, myndi ágirnd AIis vakna, og hann myndi óðara finna ein- hverja ástæðu til þess að hækka verðið. Þess vegna gerði Abdul nauðsynlegar varúðarráðstafanir. Hann deildi þessum iooo gullstykkjum í tíu pyngjur þann- ig, að hann gat borgað hvaða upphæð sem var milli i og iooo án þess að þurfa að opna allar pyngjurnar. Hvern- ig skipti hann gullstykkjunum í pyngj- umar? HVAÐ ERU ÞAU GÖMUL? í Eyberg-fjölskyldunni em afi og amma, faðir og móðir, börnin Jóna og Jóhann, Pétur frændi og Elín frænka. Samtals em þau öll 300 ára gömul. Þegar þeim er skipað niður í tvo flokka, mcð ömmu, föður, Jónu og Pétri frænda í öðrum, og afa, móður, Jóhanni og Elínu frænku í hinum, verður samanlagður aldur annars flokks- ins sá sami og í hinum. Ef raðað er í þessa tvo flokka þann- ig, að allt kvenfólkið er í öðmm og allir karlmennirnir eru í hinum, er aldur fyrri flokksins (kvennanna) 1/8 minni minni en hins. Samanlagður aldur karl- mannaflokksins er 1 /7 hærri en kvenna- flokksins. — Loks er hægt að deila í aldursárafjölda hvers einstaks með töl- unni 5. Hvað eru þau svo gömul, hvert og eitt? HVERNIG ER ÞAÐ STAFSETT? Hér fara á eftir tíu algeng orð, skrif- uð á tvo vegu. Tvert orð er skrifað bæði rétt og rangt. Nú er vandinn sá, aS segja til um, hver eru rétt stafsett. 1. a) táhreinn b) tárhreinn 1. a) tjásulegur b) tásulegur 3. a) tiginborin b) tíginborin 4. a) hvarvetna b) hvarvettna 5. a) mrtildúfa b) túrdildúfa 6. a) tönglast b) tönnlast 7. a) ufs b) ups 8. a) uggla b) ugla 9. a) uppsteytur 10. a) úlnliður b) uppsteitur b) úlfliður Svor á bls. 55. 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.