Heimilisritið - 01.07.1954, Side 64

Heimilisritið - 01.07.1954, Side 64
Skyndilcga léc Jósefína kökukeflið dctta úr hendi sér, svo að það féll á gólfið með miklum hávaða; það valt eftir gólfinu í áttina til mín, og ég tók það upp. Ég heyrði hana kjökra átakan- lcga. Ég vissi ckki, hvað gera skyldi — stóð bara og svciflaði keflinu í hcndi mér. „Hann gerði það,“ stundi hún. ,,Af hverju væri hann annars að fela sig fyr- ir mér?“ ,,Mér þykir þetta ákaflcga iciðinlegt, Jósefína," sagði ég. „Ég skal áreiðanlcga láta Edda fá að kcnna á því.“ „Það gagnar ekkert;," snökti hún. „Ég fæ ekki Hcrtogafrúna aftur fyrir það.“ Hún hætti að gráta cins snögglcga og hún hafði byrjað. Hún snýtti sér með trompethljóði og gckk til dyranna; þar sncri hún sér aftur til okkar. „Ég skal seinna ná mér niðri á hon- um,“ sagði hún. ,Næst þegar ég næ í skottið á þessu strákóhræsi, skcr ég hann á háls.“ Hún gekk út og skellti hurðinni á cftir sér. „Komdu svo fram, Eddi,“ sagði ég birstur. Eddi hreyfði sig ekki. Ég sparkaði til hans og hann skreið þá óðara fram. „Hvers vegna varstu að drcpa þennan fjandans kött?“ spurði ég. „Heyrðu, bjáninn þinn,“ sagði Eddi og hörfaði nokkur skrcf frá mér. „Tókstu ekki cftir neinu grunsamlegu við þetta morð uppi?“ „Nei,“ sagði ég. „Og nú þarf ég í öðru að snúast.“ Ég tók saman fötin mín. „Æ, bíddu nú svolítið.“ Það var eitthvað í rödd hans, sem orkaði á mig, svo ég hinkraði við. Eddi virtist ekki ætla að flýta sér um 62 of. Hann horfði rannsakandi á mig, eins og hann væri að íliuga, hvort hann gæti treyst mér. Loks varð niðurstaðan mér í hag. „Heyrðu, kunningi, cf kvendið þarna uppi hefur dáið af því, að hún var skor- in á háls, þá hefði sko vcrið allt fljót- andi í blóði, það veiztu?" „Hvað áttu við?“ spurði ég. „Bara það, að þegar slagæðin í háls- inum er skorin í sundur, skilurðu, þá stendur blóðboginn út eins og heill gos- hver.“ Litlu augun í Edda skutu gneistum. Ég lcit í aðra átt. „Það er eitthvað bogið við það,“ hélc Eddi áfram. „Mín skoðun er sú, að stúlkutetrið hafi fyrst verið rotuð, og svo hafi hún verið skorin á háls seinna. Hver veit ncma þetta hafi talsverða þýðingu.“ „Hvernig stendur á því að þú veizt svona mikið um þecta mál?“ „Heyrðu, gamli, ég er sérfræðingur í morðmálarannsóknum. Það er ekki til sú tegund morðmála, sem ég er ekki heima í.“ „Var það þcss vegna, sem þú gerðir tilraun á kettinum?" spurði ég. „Var það af því, að þú hélzt að það væri eitt- hvað gruggugt við morðið á Daisy?“ „Skoðum til, pilturinn er ekki alveg skyni skroppinn," sagði hann hrifinn. „Það var að nokkru leyti þess vegna, að ég fór að ciga við þennan bannsetta kött. Og ég notaði rakhnífinn þinn við rilraunina.“ „Hvað segirðu?" „Já, reyndar. Og geturðu gizkað á hvar ég fann hann?“ „Hvar?“ „I kolakjallaranum.“ „Hvemig vjssirðu, að ég átti hann?“ „Það nota allir aðrir hér rakvél og þar að auki,“ Eddi steig fcti frá mér, „leyfði HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.