Heimilisritið - 01.07.1955, Page 13
sígarettupappír, annars verð ég
vitlaus. Farðu út í verzlunina
og gerðu innkaup eins og þú ert
vön. Segðu að leigjandann vanti
sígarettupappír, svo að þá gruni
ekki neitt.“
Hún hafði beðið eftir þessu
lengi. Hún gekk hægt í átt til
dyranna, og hún reyndi að leyna
ákefð sinni.
Allt í einu féll þung hönd
hans á öxl hennar. „Bíddu við.“
Hann kipraði saman hvarmana.
„Hvemig get ég vitað að þú
svíkir mig ekki? Þú varaðir mig
við að koma aftur —“
Hún leyndi geðshræringu
sinni.
Allt í einu virtist honum detta
ráð í hug. „Nú veit ég hvað ég
geri. Sæktu bænabókina, sem
þú geymir í herberginu þínu.“
Hún sótti bókina.
Hann hrifsaði hana til sín.
„Leggðu nú höndina á bókina og
sverðu við guðs nafn að þú skul-
ir ekki koma upp um mig þótt
ég sleppi þér út. Þú ferð beina
leið í verzlunina og gerir inn-
kaupin og kemur svo beina leið
hingað aftur án þess að ávarpa
neinn!“
Hún fann hverig ískaldur ótt-
inn greip hjarta hennar.
Hann kreppti hnefann og
reiddi hann framan í hana.
„Sverðu nú!“ skipaði hann.
Hún lagði höndina á bókina
og horfði beint í augu hans. „Ég
sver, að ég skal ekki minnast á
það við nokkum mann að þú
sért hér. Ég geri bara innkaupin
og kem beint hingað aftur.“
„Þetta er nóg.“ Hann ýtti bók-
inni til hliðar. „Ég þekki þig. Þú
þorir ekki að sverja rangan
eið.“
Hún fikraði sig nær dyrunum,
og beið. Hann kom á eftir henni
og ýtti lokunni frá, með skamm-
byssuna á lofti. Hún fór út á
tröppumar og hann lokaði dyr-
unum að baki hennar.
Hú gekk hægt um götuna með
rápskjóðuna dinglandi í hend-
inni, alveg eins og hún var vön.
Hún sveigði fyrir hornið og var
um leið í hvarfi frá húsinu, en
þó greikkaði hún ekki sporið.
Hún gekk rólega inn í verzlun-
ina.
Tveir menn stóðu við búðar-
borðið á tali við kaupmanninn.
Þeir voru ekki að verzla neitt,
þeir stóðu þarna og töluðu í lág-
um hljóðum við kaupmanninn
eins og þeir væru að spyrja
hann einhvers. Hún hafði aldrei
séð þá áður. Þeir voru ekki í
einkennisbúningum, en það var
eitthvað rannsakandi og kalt
við augnaráð þeirra, og þeir
minntu hana ósjálfrátt á lög-
regluþjóna.
JÚLÍ, 1955
11