Heimilisritið - 01.07.1955, Qupperneq 14

Heimilisritið - 01.07.1955, Qupperneq 14
Annar þeirra gaf kaupmann- inum bendingu um að afgreiða hana, og hann færði sig nær henni og spurði hvað hún vildi. Hún talaði hærri röddu en hún átti vanda til, og orð hennar heyrðust um alla verzlunina. „— og súpukraft. Og ■— ó, já — einn pakka af sígarettupappír.“ Kaupmaðurinn hló. Hann greip tækifærið til að gera að gamni sínu. „Þér eruð þó ekki farnar að vefja yður sígarettur, frú Collins?“ „Nei, auðvitað ekki,“ svaraði hún þóttalega. Brosið hvarf af vörum hans og yfir andlit hans færðist undrun- arsvipur. „Það var skrýtið, ég man ekki til að herra Davis reykti heldur. Ég hef aldrei heyrt því fleygt. Ég hef alltaf haldið að hann væri fullkominn bindindismaður —“ „Hann er það,“ sagði hún hárri og skærri röddu. „Hann reykir aldrei.“ Kaupmaðurinn klóraði sér í hnakkanum. „En úr því að þið reykið / nú hvorugt — hver er það þá, sem reykir hjá yður? Hafið þér gest?“ Hún svaraði því engu. Það var ekki nauðsynlegt. Hún sneri sér við og horfði festulega á menn- ina tvo, sem stóðu utar við búð- arborðið. Þeir höfðu hlerað eftir hverju orði og nú mættu þeir talandi augnaráði hennar. Allt í einu tóku þeir viðbragð og snöruðust fram hjá henni út á götuna. Hún heyrði 1 lögreglu- flautu í fjarska meðan hún beið eftir að kaupmaðurinn pakkaði inn vörunum. Hún heyrði þungt fótatak hlaupandi manna fyrir utan, en hún sneri sér ekki við til að aðgæta hvað um væri að vera. Þegar hún fór út úr verzlun- inni tveim mínútum síðar var lögð þung hönd á öxl hennar. Annar mannanna, sem verið höfðu inni í verzluninni, stóð þar og beið hennar. „Þér ættuð að bíða hér þangað til því er lokið,“ sagði hann. „Þér ættuð ekki að fara þangað strax. Þér gætuð orðið fyrir skoti, frú Collins.“ Hann virtist vita hver hún var og hvar hún átti heima. Hún svaraði engu. Hann hlaut að vera lögreglumaður, og hún hafði svarið þess dýran eið að ávarpa engan á leiðinni til húss- ins. Loforð var loforð. Mismun- urinn á glæpamanni og heiðar- legum manni var sá, að hinn síðar nefndi hélt loforð sitt, jafn- vel þótt það væri gefið glæpa- manni. Lögreglumaðurinn kallaði á kaupmanninn og bað hann fyrir hana. „Hafðu hana hjá þér 12 HEIMILISRITIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.