Heimilisritið - 01.07.1955, Side 19

Heimilisritið - 01.07.1955, Side 19
bíður yðar Chevalier D*Amour er höfundur þessarar smellnu frönsku smásögu ÞETTA VAR milt vorkvöld í París. Ég labbaði yfir Point St. Michel, kveikti mér í sígarettu og komst loks inn í fínni hlut- ann af Boulevard St. Germain. Notre Dame tuminn bar við blá- an himin. Utan við kaffihúsin var krökkt af fólki og elskend- ur sátu á öllum bekkjum. Fyrir mér vakti ekkert sérstakt, ég reikaði bara um og ætlaði að láta tilviljunina ráða því, hvar ég lenti eins og undanfarin kvöld. Mér leið prýðilega, hafði borðað afbragðs kvöldmat í Lau- rue og drukkið hálfflösku af Beaujolais-víni frá 1896. Allt í einu mætti ég stúlku, sem sneri sér við og horfði á eft- ir mér, og það var eins og hún væri í vafa um hvort hún ætti að þora að ávarpa mig. Ég stanzaði. Ég sá strax, að þetta var engin lauslætisdrós. hún var vel og snyrtilega klædd, án þess þó að vera ýkja fín. Mér þótti líklegast, að þetta væri vinnukona, sem væri í fríi og væfi í leit að smáævintýrum, smákossum í bíl, vínglasi í kaffi- húsi og kveðjukossi í útidyrun- um heima, allt í mesta velsæmi, en til þess þó að komast nær hinu mikilsverða ævintýri. Hún leit á mig dökkum aug- um og brosti. Ég lyfti hattinum og brosti líka. Ég sá óðara, að hún var prýðilega vel vaxin. Hún var í mjög fallegum, há- hæluðum skóm. Hún var ekki förðuð, aðeins dálítið púðruð á nefbroddinum. En varimar voru blóðrauðar. „Monsieur,“ sagði hún og kom til mín. „Langar yður til að kom- ast í ævintýri í kvöld? Ef svo er, langar mig til að biðja yður að fylgja mér eftir.“ „Eruð það þér, sem eruð ævin- týrið, ungfrú,“ spurði ég hlæj- andi. „Nei, Monsieur. Ekki ég. Hins JÚLÍ, 1955 17

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.