Heimilisritið - 01.07.1955, Page 38
— Ég held nú síður, svaraði
ungi maðurinn og hneigði sig.
Það stóð ekkert í henni um
svona móttökunefnd. Ég heiti
Bob Fowler. Þetta er 'Mike
Evans og þetta Bill Henderson.
Þau tókust í hendur og heils-
uðust og sá, sem hét Mike, gekk
frá þeim og settist á handriðið.
— Jæja, piltar. Þetta er á-
gætt, en ég er dauðþreyttur. Við
skulum skrifa okkur í gestabók-
ina áður en við gerum nokkuð
annað.
Hann var hár, ungur maður,
með ljóst, hrokkið hár og hann
var grettinn á svip og virtist
hreint ekki upplagður til þess að
skemmta sér.
Bett setti á sig svip. — Kæru
vinir, við höfum alls ekki hugs-
að okkur að tefja ykkur.
Hinir tveir hlógu hátt, en
Mike var súr á svipinn. Þegar
þeir voru horfnir inn um dyrn-
ar brosti Bett hróðug til Susan.
En Susan stóð þama eins og
hún hefði fengið vitrun. Bett
starði á hana og beygði sig fram
til þess að sjá hana betur.
— Susan, vaknaðu. Hún ræskti
sig lágt. Hver þeirra var það,
vina.
— Mike, hvíslaði Susan.
Bett gretti sig og yppti öxlum.
— Já, hann var kannske mynd-
arlegur á sinn hátt. En ef þér
finnst hann vera aðlaðandi þá
áttirðu ekki að standa eins og
steingervingur og steinþegja.
Hvað á ég oft ...
En hún hætti við setninguna
og yppti aftur öxlum. Susan
heyrði ekki orð af því, sem hún
sagði. Susan varð ekki bjargað.
Það sem eftir var kvöldsins sat
hún og beið eftir því að sjá Mike
aftur, en hann kom ekki.
Næsta morgun var Bett önn-
um kafin við að stjórna Susan,
alveg eins og herforingi fyrir
orustu:
— Farðu í kjólinn með svörtu
og rauðu blómunum, sagði hún.
— Og í guðs bænum sittu ekki
með bók eða teikniblokk í dag
né farðu í gönguför. Haltu þér
hjá tennisvellinum eða á bað-
ströndinni. Láttu sjá þig. Vertu
á staðnum.
Þegar þær komu inn í matsal-
inn sátu ungu mennirnir þrír
þar og borðuðu morgunmatinn.
Hjarta Susan sló ótt og títt þeg-
ar hún sá Mike, sem beygði sig
yfir borðið og hámaði í sig hafra-
grautinn.
Bett kleip hana og hvíslaði:
— Þegar þeir líta upp verður
þú að brosa og segja eitthvað.
Fáðu hann til þess að taka eftir
þér.
Þegar félagarnir þrír komu
36
HEIMILISRITIÐ