Heimilisritið - 01.07.1955, Page 45

Heimilisritið - 01.07.1955, Page 45
Neanderthal-kona. Neanderthal-kona að hreinsa hreindýrs-húð. Mót sýnt á sýn- ingu í Field Museum of Natural History, Chicago. einnar, sem fannst nokkru seinna en aðrir hlutar hauskúp- unnar, og er greinilegs apa-eðlis. Fomleifafundur í Kent FREKARI tilraunir til þess að setja saman hauskúpu úr brot- unum, hafa leitt 1 ljós enn meira samræmi milli hennar og kjálk- ans, sem nú er almennt, og þó ekki óyggjandi, talinn vera úr hauskúpunni, og jafnframt tal- inn vera kjálki úr manni af mjög frumstæðri tegund. Það viðfangsefni er enn óleyst, að apa-laga kjálki er hér í sam- bandi við heila af þroskaðri teg- und, þar sem í Austurlöndum, í Peking-manninum, hefur fund- izt framúrskarandi frumstæður heili í sambandi við kjálka, sem kominn er talsvert áleiðis á þró- unarbrautinni. Hinn nýlegi forn- leifafundur í Swanscombe í Kent (Engl.), þar sem fannst hauskúpa, sem svipar til Pilt- down-hauskúpunnar, en er þó e. t. v. miklu yngri, hefur gert mál þetta mikið erfiðara úr- lausnar. Eins og nú standa sak- ir er þó óhætt og enda hag- kvæmt að slá því föstu, að Pilt- down-maðurinn hafi verið af mjög frumstæðri tegund. Neanderthal-maðurinn ÞEGAR Peking-maðurinn fannst fyrst, töldu sumir að hann væri tegund forfeðra Ne- anderthal- eða Moustier-manns- ins. — Neanderthal-maðurinn (Homo Neanderthalensis) er merkileg, en nú aldauða tegund frummannsins, og var hann um langt skeið eina tegundin, kunn vísindamönnum, sem var frum- stæðari en nútímamaðurinn. Nafnið stafar af því, að tegund þessi hlaut fyrst viðurkenningu þegar hauskúpa ein fannst í Neanderthal-hellinum í Dússel- dorf í Þýzkalandi; en nú er vit- að, að Gíbraltar-hauskúpan, sem JÚLÍ, 1955 43

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.