Heimilisritið - 01.07.1955, Side 46

Heimilisritið - 01.07.1955, Side 46
fannst í helli einum í Gíbraltar árið 1848, er af sama flokki. Þeg- ar þessi tegund mannsins finnst ásamt áhöldum úr steini, þá eru þau undantekningarlaust frá pa- læolithisku öldinni (úr grísku palai — í fyrndinni og lithos — steinn) eða eldri steinöld; eru áhöld þessi nefnd mousterisku áhöldin, vegna þess, að þau fundust fyrst í Le Moustier- hellinum í Suður-Frakklandi. Af sömu ástæðum er Neander- thal-maðurinn stundum nefndur Moustier-maður. Aðalástæðuna til þess, að Pek- ingmaðurinn hefur verið talinn líkjast Neanderthal-manninum, má rekja til megin-dráttanna í útliti hauskúpunnar, og þá sér- staklega eðliseinkenna kjálkans og tilvistar bein-brúnarinnar eða barðsins, en þegar við fyrstu sýn mátti sjá, að einkennum þessum svipaði mjög til hinna vel þekktu drátta Neanderthal- tegundarinnar. Það er nú al- mennt viðurkennt, að tilvist þessara sameiginlegu drátta 1 hinum tveimur tegundum, stafi af sameiginlegri arfleifð. Mannleg einkenni dregin í efa UM langt skeið eftir að fyrsta hauskúpa Neanderthal-manns- ins fannst, varð hinn dýrslegi apa-svipur til þess, að manneðli Ástralskur frumbyggá. Áströlsk frumbyggjakona. Áber- andi er hversu nef hennar líkist nefi Neanderthal-konunnar á myndinni næst á undan. hennar var dregið í efa. Úr- skurður um, að hún sé mann- legs eðlis, hefur stuðzt við mik- inn fjölda síðari funda, allt frá einstökum tönnum til heil- steyptra beinagrinda, sem hafa slegið því föstu, að þar sé um að ræða greinilega mynd frum- mannsins, skýrt aðgreinda frá „nútíma“-manninum, Homo sa- piens, sakir margháttaðs mis- munar á eðlisbyggingu. Hin mörgu sýnishorn, sem fundizt hafa í malarlögum frá pleistósen-öld og leirlögum frá tímabilinu næst á undan og með- an stóð á síðustu sókn skriðjök- 44 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.