Heimilisritið - 01.07.1955, Blaðsíða 47

Heimilisritið - 01.07.1955, Blaðsíða 47
ulsins yfir Norður-Evrópu, á ís- öld, (Wiirm jökulruðningurinn), og jafnframt í hellum, sýna tals- verðan breytileika tegundanna, en megineinkennin eru stöðug. Megineinkenni þessi eru lág hauskúpa og lágt enni, sem hall- ar aftur, og kemur þar fram hið þunglamalega beinbarð yfir augnabrúnunum, en þess varð vart hjá frumstæðari og eldri tegundum mannsins; jafnframt má þar greina hina þungbúnu og dýrslegu drætti, þar sem nið- urhlutinn og neðri kjálkinn, þungur og þéttur, skaga fram eins og trýni. Um höku er ekki að ræða. Tennurnar eru stórar og sérkennilegs eðlis. Rúmmál hauskúpunnar, en það er að meðaltali eitt þúsund og fjögur hundruð teningssentimetrar og nálægt hauskúpustærð nútíma Evrópumanns, sýnir, að heilinn hefur verið stór, en frumstæður að lögun og eðli. Fyrir fimmtíu þúsund árum YFIRLEITT hefur hauskúpa og aðrir hlutar beinagrindar Ne- anderthal-mannsins, í vissu til- liti, haldið apa-einkennum þeim, sem fram komu í eldri og frum- stæðari tegundum frummanns- ins, sérstaklega Pilthecanthrop- us- og Peking-manninum. Apa- útlit Neanderthalmannsins kem- ur enn frekar í ljós við það, að höfðinu var þannig fyrirkomið ofan á hryggsúlunni, að það skagaði fram, og mjaðmalima- beinin sýna, að hann hefur ekki getað staðið alveg uppréttur. Göngulag hans var klunnalegt og minnti á limaburð og göngu- lag apans, þegar hann gekk upp- réttur. Útbreiðsla Neanderthal-manns- ins hefur verið víðfeðm jafnt í tíma sem rúmi. Heidelberg- maðurinn, kunnur af Mauer- kjálkanum, eins og leifar þess- ar eru stundum nefndar eftir söndunum í nágrenni Heidel- berg, þar sem þær fundust, er talinn vera forfaðir Neander- thal-mannsins. Sumir vísinda- menn telja hann lítið, ef nokk- uð, yngri en Piltdown-manninn. Neanderthal-tímabilið er venju- lega talið hafa staðið fyrir um fimmtíu þúsund árum. Landfræðileg útbreiðsla Ne- anderthal-mannsins er mjög mikilvæg. Flest þeirra sýnis- horna, sem þekkt eru, hafa fund- izt í Mið- og Vestur-Evrópu — Þýzkalandi, Belgíu og Frakk- landi; en leifar af þessari tegund hafa og fundizt á Ermarsunds- eyjum, á ítalíu, nálægt Róm, og á eynni Malta. Eftir því sem austar dregur, verða fundirnir sjaldgæfari, en þó hafa sýnis- JÚLÍ, 1955 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.