Heimilisritið - 01.07.1955, Side 60

Heimilisritið - 01.07.1955, Side 60
„Það var alkunnugt, að hann var mjög ástfaginn af Lindu, en ég veit ekki, hvemig tilfinning- ar hennar voru. Samt álít ég, að hann hefði ekki verið 'svona áfjáður í henni, ef hún hefði ekki gefið honum eitthvert til- efni.“ „Undarlegt að Linda skuli ekki hafa minnzt neitt á þetta við mig,“ sagði frú Kinlock hugs- andi í bragði. 14. kapítuli Frú Kinlock eyddi ekki tím- anum til einskis, og strax sama kvöldið, þegar hún og Bruce sátu ein saman í bókastofunni, tók hún að ympra á þessu. „Það var leitt að þú skyldir ekki vera heima í dag. Það komu gestir í te.“ „Jæja?“ svaraði hann áhuga- laus, því hann hafð verið niður- sokkinn í hugsanir sínar um feg- urð og yndisþokka Lindu og hversu hrifinn hann var orðinn af henni. „Það voru frú Taggart, frú Carnforth og sonur hennar.“ „Hvað vildi pörupilturinn sá hingað?“ „Ef það er Maurice Carnforth, sem þú átt við, þá kom hann til að heilsa upp á mig — og Lindu. Geðjast þér ekki að honum?“ „Nei, það er óþokki, og hann misþyrmir skepnunum sínum.“ „Hann er að minnsta kosti vin- sæll héma — ekki sízt meðal stúlknanna í sveitinni. Vissirðu að hann hefur verið trúlofaður Lindu?“ „Hvað ertu eiginlega að segja?“ hrópaði Bruce og rétti úr sér í stólnum. „Það getur ekki verið satt.“ „Það vill svo vel til að ég veit að það er satt, drengur minn. Þau hafa verið leynilega trúlof- uð í mörg ár, og hann ætlaði al- veg að sleppa sér, þegar hún riftaði trúlofuninni.“ „Hver fer með svona fleipur?“ „Þetta er ekkert fleipur. Frú Taggart fer ekki með neinar gróusögur, og það var vanda- laust að sjá á Lindu og Maurice, að það hefur eitthvað verið á milli þeirra og að þau eru enn- þá í nánum tengslum við hvort annað. Ég veit vel, að þú trúir þessu varla, því að ég hef tekið eftir því, að hún hefur náð svo miklum tökum á þér, að hún getur vafið þér um fingur sér, ef hún vill. Sem betur fer er ég ekki svo blind að ég hafi ekki séð að hún leikur tveim sjöld- um. Ég . . . “ „Ég vil ekki hlusta lengur á þetta þvaður,“ sagði Bruce hast- ur. í máli. „Ef þú heldur því fram, að hún hafi verið í tæri 58 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.