Heimilisritið - 01.07.1955, Side 62

Heimilisritið - 01.07.1955, Side 62
ar Bruce sagði honum, að hann gæti sótt snemmbæru sem fyr- irframgreiðslu upp í launin. Þegar þessum málum var komið í kring, lofaði Bruce að senda mann til að gera við þak- ið á íbúðarhúsinu, og svo reið hann burt í fylgd með Lindu. 15. kapítuli Það var Bruce, sem rauf þögn- ina. „Mig hefur lengi langað til að spyrja þig um eitt, Linda.“ „Og það er —?“ „Hefurðu nokkurn tíma verið trúlofuð Maurice Camforth?“ Sterkur roði breiddi sig yfir vanga hennar við þessa óvæntu og nærgöngulu spurningu. „Ég hef aldrei verið trúlofuð honum — hvorki honum né neinum öðrum,“ svaraði hún þurrlega. „Ekki heldur leynilega?“ „Nei, ekki einu sinni það.“ „Ég trúði því heldur ekki, en ég vildi vita sannleikann, og þess vegna varð ég að spyrja þig. Ég vona þú fyrirgefir.“ Hún svaraði ekki, og þau riðu þögul um stund. „Hefurðu nokkurn tíma verið ástfangin af honum?“ spurði Bruce skyndilega. „Nei!“ „En hann hefur verið ástfang- inn af þér, er það ekki?“ „Segðu mér eitt — hvers; vegna ertu með svona nærgöng- ular spurningar við mig, Bruce?“ „Ég veit ekki hvort þér er það kunnugt, en það er til fólk, sem gengur um með þær kjaftasög- ur, að þú hafir verið trúlofuð Maurice.“ „Og trúir þú þeim?“ spurði hún og hleypti brúnum. „Nei, en ég vildi gjaman að þú bærir þær til baka sjálf svaraði hann. „En Maurice hef- ur verið ástfanginn af þér, er það ekki rétt?“ „Hann veit ekki neitt hvað ást er, en hann ímyndar sér sjálf- sagt að hann hafi verið það.“ „Og sé það kannske ennþá?“ „Ég hef enga hugmynd um það. Ég hef ekki talað við hann undir fjögur augu frá því snemma í haust, og þá hegðaði hann sér svo frámunalega bullu- lega við mig, að “ „Hvað áttu við?“ spurði Bruce. „Hvað var það, sem hann gerði?“ „Það er orðið svo langt síðan, að það tekur því ekki að vera að eyða orðum að því, og hvers vegna skyldi ég eiginlega fara að ergja mig á því að tala um þetta við þig?“ spurði hún af- undin. „Ég held það sé alveg óþarfi 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.