Fréttatíminn - 07.09.2012, Side 4
Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400
Kynningarverð í september
Hágæða útiljós frá Svíþjóð
25 ára
ábyrgð
gegn ryði og tæringu
Skoðið úrvalið á
www.grillbudin.is
25 ára
ábyrgð
gegn ryði og tæringu
KYNNINGAR
VERÐ
14.900
KYNNINGAR
VERÐ
8.500
Leit að ofurfyrirsætu í Smáralind
veður Föstudagur laugardagur sunnudagur
Áberandi kaLt, rigning norðan- og
norðauStanLandS, en LéttSkýjað
SunnantiL
HöfuðborgarSvæðið: Léttskýjað og
svöL norðangjóLa.
Hægur vindur og aðgerðarLítið veður.
Áfram fremur SvaLt með næturfroSti.
HöfuðborgarSvæðið: sóLríkt og svaLt
haustveður.
HvöSS n- og na-Átt. Snjór Á fjaLLveg-
um norðan- og norðauStanLandS.
HöfuðborgarSvæðið: Bjart, en
hvessir með skúrum síðdegis.
Haustar snemma í ár
í fyrra, hélst sumartíð langt fram í septem-
ber. nú skipti til kólnandi veðurs strax í lok
ágúst. veðrið verður með haustlægum blæ
um helgina. Á morgun laugardag, reyndar
hæglæti og víðast úrkomulaust ef austur-
land er undanskilið. hiti vart
nema 5 til 9 stig yfir daginn og
víða næturfrost þar sem nær
að létta til yfir nóttina. Á
sunnudag þurfa vegfarendur
að fylgjast vel með. hvessir
af norðri og líklega með
snjó á fjallvegum norðan- og
austantil.
7
4 5
6
10
8
5 7 7
9
7
5 4
4
8
einar Sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
OYSTER PERPETUAL MILGAUSS
Michelsen_255x50_G_0612.indd 1 01.06.12 07:22
elite model Look, leitin að næstu ofurfyrirsætunni, er nú
að hefjast á íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu
Elite hér á landi. Þar segir að keppnin gefi þúsundum
stúlkna á aldrinum 14 til 22 ára tækifæri til að láta draum
sinn rætast og feta í fótspor heimsþekktra elite fyrir-
sæta einsog Cindy Crawford, stephanie seymour, gisele
Bundchen, sigrid agren og Constance jablonski. elite á ís-
landi verður í smáralind laugardaginn 8. september frá 11
til 15 þar sem stúlkum gefst kostur á að taka þátt í prufum
fyrir keppnina. Magdalena Sara Leifsdóttir er vinningshafi
elite model Look iceland 2011en hún tók þátt í elite model
World í shanghai í desember á síðasta ári og kom heim
með samning við elite World en það er, að því er segir í tilkynningunni, einn stærsti
fyrirsætusamningur sem íslensk stúlka hefur fengið. - jh
gallery restaurant á holti dúxaði
gallery restaurant á hótel holti fékk á dög-
unum 100 stig af 100 mögulegum í óháðri
úttekt á vegum institute for hospitality
management, sem er óháður úttektaraðili,
sambærilegur við michelin. Þetta er í
fyrsta sinn sem íslenskur veitingastaður
fær slíka úttekt og óhætt að segja að gall-
ery restaurant hafi dúxað á prófinu, segir í
tilkynningu. - jh
K ona sem lét fjarlægja fals-aða PIP-sílikonbrjóstapúða úr bringu sinni á Landspítal-
anum í febrúar lýsir afar erfiðum
andlegum áhrifum. Hún segir að
sér hafi liðið hrikalega, eins og hún
væri afskræmd. Hún hafi gengið um
heimili sitt í náttslopp svo vikum
skipti. „Ég fékk áfall. Ég klæddi mig
ekki. Ég grét. Það mátti ekki horfa
á mig eða snerta,“ segir þessi kona
sem kýs nafnleynd.
„Maður fer í aðgerð, brjóstin tek-
in, maður vaknar afskræmdur og ég
horfði á líkamann. Ég var eins og lít-
ill strákur,“ segir hún. „Ég var alltaf
upp á Landspítala að dæla vökva úr
brjóstunum. Þetta var hræðileg lífs-
reynsla.“
Ríflega helmingur allra iðnaðar-
sílikonbrjóstapúðanna sem fjar-
lægðir hafa verið úr íslenskum
konum á Landspítalanum reynd-
ust sprungnir. Alls 95 af þeim 640
konum sem á tuttugu ára tímabili
fengu fölsuðu PIP-púðana hafa látið
fjarlægja þá á Landspítalanum. 45
bíða eftir aðgerð, samkvæmt upp-
lýsingum velferðarráðuneytisins.
Lilja Stefánsdóttir, framkvæmda-
stjóri skurðlækningasviðs, segir
aðgerðirnar hafa gengið vel eftir að
fjölmiðlaathyglin beindist frá mál-
inu.
Konan ákvað á endanum að fara
aftur í brjóstastækkun og stendur
nú í þeim sporum að líkaminn er að
hafna öðrum púðanum. Hún segist
kvalin og ekki vita hvert framhaldið
verður. Þrátt fyrir þessa stöðu seg-
ist hún ekki finna fyrir flensuein-
kennum, vanlíðan og hita frá þess-
um púðum eins og hún fann frá PIP.
Ráðuneytið bendir á að landlækn-
isembættið segi það læknisfræði-
legt mat að ekki þurfi sérstaka eft-
irfylgni með konunum. „Ef konur
hafa ekki látið taka púðana er þeim
ráðlagt að leita til læknis ef þær
finna fyrir einkennum.“
Fréttatíminn spurði velferðar-
áðuneytið hvort íslensk yfirvöld
hygðust sækja á frönsk yfirvöld
vegna bágs eftirlits með franska
sílikonframleiðandanum, sem í ára-
tugi notaði iðnaðarsílikon í púðana í
stað læknasílikons. Svarið er loðið;
íslensk stjórnvöld skoði með Evr-
ópuþjóðum hvort fært sé að sækja
bætur til framleiðandans.
Ráðuneytið telur ekki „slæmar
heimtur“ að 353 konur af þessum
640 hafi farið í ómskoðun til Leit-
arstöðvar Krabbameinsfélagsins:
„Rannsóknir sem gerðar hafa verið
benda ekki til þess að PIP brjós-
tapúðarnir innihaldi skaðleg efni
og víða erlendis var því einungis
beint til kvenna með rofna púða að
láta fjarlægja þá. Því er vart hægt
að líta svo á að fáar konur hafi nýtt
sér boð stjórnvalda, hvort sem átt er
við ómskoðun eða brottnámsaðgerð
á Landspítala.“
gunnhildur arna gunnarsdóttir
gag@frettatiminn.is
viðtal 95 Konur haFa látið Fjarlægja ígræðslur á landspítalanum
Leið eins og hún væri
afskræmdur lítill drengur
Fjarlægður púði úr íslenskri konu.
kona sem lét fjarlægja
iðnaðarsílikonpúða
úr brjóstum sínum í
febrúar ákvað fjórum
mánuðum síðar að
fá sér nýja. andlega
hliðin var í molum
og henni leið sem
afskræmdum litlum
dreng. nú er líkaminn
við að hafna öðrum
púðanum. af 640
konum sem fengið
hafa PiP fóru 353
í ómskoðun og allt
stefnir í að 140 láti
yfirvöld fjarlægja
púðana. „góðar
heimtur,“ segir vel-
ferðaráðuneytið.
PiP púði dreginn úr franskri konu. Mynd/gettyimages
4 fréttir helgin 7.-9. september 2012