Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 07.09.2012, Qupperneq 10
Þórarinn Þórarinsson toti@ frettatiminn.is ÚRVAL ÚTSÝN | LÁGMÚLA 4 108 REYKJAVÍK | SÍMI 585 4000 | FAX 585 4065 | INFO@UU.IS | WWW.URVALUTSYN.IS * Innifalið: Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn.**Hálft fæði = Morgun- og kvöldmatur. Allt innifalið = Morgun-, hádegis- og kvöldmatur, snarl milli mála og drykkir. TENERIFE 27. OKT - 21 NÓTT Hálft fæði innifalið á mann miðað við 2 fullorðna í tvíbýli með hálfu fæði á Hesperia Troya í 21 nótt. 219.900 KR.-* Hesperia Troya Skemmtanastjóri: Kjartan Trausti 27. OKT - 19 NÆTUR Ifa Buenaventura Hálft fæði innifalið Skemmtanastjóri: Ásdís Árnadóttir á mann miðað við 2 fullorðna í tvíbýli með hálfu fæði á Ifa Buenaventura í 19 nætur. KANARÍ 189.900 KR.-* ÚRVALSFÓLK (60+) FERÐALÖG OG FRÁBÆR FÉLAGSSKAPUR EKKI MISSA AF ÚRVALSFERÐINNI ÞINNI! Í ferð með Úrvalsfólki er hópurinn samstæður og þú nýtur samvista við jafnaldra, vini og kunningja. Skemmtanastjóri er með í sólarlandaferðum og skipuleggur fjölbreytta dægradvöl. Skelltu þér með! N ær þrefalt fleiri nutu fjár-hagsaðstoðar hjá Kópa-vogsbæ í fyrra en árið fyrir hrun og er útlit fyrir að þeir verði enn fleiri í ár. Árið 2007 fengu 235 heimili aðstoð að upphæð 118 millj- ónir króna, á verðlagi síðasta árs, en í fyrra var fjöldinn kominn í 656 og upphæðin nálgaðist 250 milljón- ir. Full fjárhagsaðstoð nemur 142 þúsund krónum á mánuði hafi við- komandi engar tekjur en eftir því sem tekjur hækka minnkar fjár- hagsaðstoðin sem því nemur þannig að samanlagðar tekjur og fjárhags- aðstoð fari aldrei yfir 142 þúsund krónur. Hægt er að sækja um sér- staka aðstoð vegna kostnaðar vegna frístundastarfs barna og er hún þá umfram grunnaðstoð. Að sögn Aðalsteins Sigfússonar, félagsmálastjóra Kópavogsbæjar, eiga þeir sem eru með fjárhagsað- stoð, í miklum fjárhagserfiðleikum. „Þeir hafa ekki bótarétt hjá Vinnu- málastofnun og eru ef til vill með skertar bætur hjá Tryggingastofn- un. Við höfum sérstakar áhyggjur af þeim sem eru að detta út af atvinnu- leysisbótum því þeir hafa einungis rétt til atvinnuleysisbóta í þrjú ár. Við erum farin að sjá dæmi um það og gerum ráð fyrir að þeim fjölgi.“ Að sögn Aðalsteins endurspeglar þessi þróun í greiðslu fjárhagsað- stoðar ástandið í þjóðfélaginu. „Við tölum um ástand því þetta er orðið viðvarandi ástand, ekki krísa eins og við héldum í fyrstu,“ segir Aðal- steinn. „Við sjáum enga breytingu eiga sér stað, hvorki fjárhagslega, né hvað varðar viðhorf fólks. Engin bjartsýni er ríkjandi, það er ekkert jákvætt að gerast sem við verðum vör við.“ Hann segir að fjárhagsaðstoð eigi að vera skammtíma neyðarað- stoð og sveitarfélögum beri að veita hana. „Hins vegar er það alvörumál að ríkið komi ábyrgðinni frá ríki til sveitarfélaga og sé tilbúið til þess að taka fólk af atvinnuleysisskrá þannig að það þurfi að leita neyðar- aðstoðar frá sveitarfélaginu og lifa á enn lægri upphæð en sem nemur atvinnuleysisbótum. Það verður að tryggja að fólk hafi til hnífs og skeiðar sem það hefur sannarlega ekki á fjárhagsaðstoð,“ segir Aðal- steinn. Hann segist finna mun meiri örvæntingu hjá fólki nú en áður. „Fólki sem hingað kemur líður verr og þótt við kappkostum við að taka vel á móti fólki og greiða úr málum þess bregst fólk í sumum tilvikum harkalega við því það er hreinlega örvinglað. Það hefur engar bjargir.“ Lágmarkslaun fyrir fullt starf: 193.000 krónur. Grunnatvinnuleysisbætur: 167.126 krónur Fjárhagsaðstoð: 142.100 krónur. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna er skilgreind sem tímabundin neyð- araðstoð en er nú orðin varanlegt lifibrauð æ fleiri fjölskyldna. Þrefalt fleiri njóta fjár- hagsaðstoðar hjá Kópavogsbæ nú en fyrir hrun.  Guðbjartur HaNNessoN velferðarráðHerra Tilmæli um hækkun fjárhagsaðstoðar Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra segist hafna því alfarið að ríkið sé að setja eitthvað í hend- urnar á sveitarfélögum. „Fjár- hagsaðstoð er lögbundin þjónusta sveitarfélaganna. Auðvitað er það áhyggjuefni hvað bætur eru lágar í félagslega kerfinu en sveitar- félög hafa sjálfsforræði í því. Ríkið hefur ekki boðvald um það en við höfum gefið út tilmæli um að fjár- hagsaðstoð sveitarfélaganna sé ekki lægri en sem nemur atvinnu- leysisbótum,“ segir hann. „Við höfum verið að reyna að mæta þessum verst stadda hópi sérstaklega og gerum ráð fyrir því í fjárlagafrumvarpinu sem lagt verður fram innan skamms,“ segir Guðbjartur en vill ekki út- skýra nánar hvað felst í því. Að sögn Guðbjarts eru þeir sem eru í mestum vanda fólk sem býr eitt og fólk með börn og er það ekki síst vegna mikils húsnæðis- kostnaðar. „Við höfum brugðist við þess- ari þróun, meðal annars með því að lengja atvinnuleysisbótatíma- bilið í fjögur ár tímabundið. Það fellur niður um næstu áramót og munum við á næstunni taka um það ákvörðun í samvinnu við stéttarfélög og sveitarfélögin hvernig við munum bregðast við því. Það er ekki hugmyndin að fólk sé á atvinnuleysisbótum sem félagslegum bótum heldur séu þær bætur á meðan fólk er í atvinnuleit.“ -sda ÞrefAlt fleiri fá fjárhAgSAðStoð Aldrei hafa fleiri heimili óskað eftir fjárhags­ aðstoð í Kópavogi. 2007 2008 2009 2010 2011 11 8. 32 8. 62 3 kr ón u r 15 7. 86 0. 09 1 kr ón u r 18 6. 35 8. 88 2 kr ón u r 24 0. 01 9. 47 9 kr ón u r 24 7. 51 6. 22 7 kr ón u r 23 5 he im il i 39 6 he im il i 49 5 he im il i 55 5 he im il i 65 6 he im il i  fjárHaGsaðstoð Þrefalt fleiri fá aðstoð Tímabundin neyðaraðstoð orðin varanleg framfærsla Tæplega helmingur örorkulífeyrisþega fær einhverjar greiðslur úr lífeyrissjóði auk örorkulífeyris úr almannatrygg- ingakerfinu. Ríkissjóður nær þó drjúgum hluta greiðslnanna úr lífeyrissjóðum til baka með sköttum og tekjutengingum. Sigríður Hanna Ingólfsdóttir, félags- ráðgjafi hjá Öryrkjabandalagi Íslands, útskýrir með dæmi í vefriti ÖBÍ hvernig aðeins 1.273 krónur standi eftir af 40.000 króna greiðslu úr lífeyrissjóði standi eftir þegar ríkið hefur tekið sitt. „Örorkulífeyrisþeginn í dæminu fær útborgað á mánuði 25.064 kr. úr lífeyris- sjóði en sömu tekjur (40.000 kr. fyrir skatt) skerða örorkulífeyri hans (eftir skatt) frá TR um 23.791 kr. á mánuði. Samanlögð er þá skerðing vegna tekna úr lífeyrissjóði og tekjuskattur af sömu greiðslum 38.727 kr. á mánuði. Því gefa 40.000 kr. á mánuði (fyrir skatt) frá líf- eyrissjóði aðeins 1.273 kr. hærri ráð- stöfunartekjur. Meginhluti greiðslnanna tekur ríkið til sín í formi tekjuskatts og tekjutenginga,“ segir Sigríður Hanna. Sigríður Hanna áréttar að þegar útgjöld til almannatrygginga séu til umræðu sé mikilvægt að hafa í huga hversu stór hluti tekna lífeyrisþega renni aftur til ríkis- sjóðs í gegnum skerðingar, tekjutenging- ar og skatta. „Dæmið sýnir enn fremur hversu miklar tekjuskerðingar geta verið í almannatryggingakerfinu og á það sér- staklega við um sérstaka uppbót til fram- færslu, sem skerðist krónu á móti krónu. Svipuð útkoma yrði ef 40.000 [króna] lífeyrissjóðstekjum yrði skipt út fyrir 40.000 [króna] atvinnutekjur á mánuði.“  Örorka skattar oG tekjuteNGiNG éta upp lífeyri Rúmar 1.200 krónur standa eftir af 40.000 Sigríður Hanna Ingólfsdóttir segir mörgum örorkulífeyrisþegum sem leita til ÖBÍ misbjóða hversu lítinn hluta líf- eyrissjóðsgreiðslna þeir fái í vasann. 10 fréttir Helgin 7.-9. september 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.