Fréttatíminn - 07.09.2012, Side 30
É
g hef afskaplega gaman af mat. Mér
finnst gaman að borða hann, gaman
að elda hann, gaman að tala um mat,
lesa um mat og skrifa um mat,“ segir
Nanna Rögnvaldardóttir matargúrú.
Nanna hefur verið aufúsugestur á mörgum
heimilum landsins undanfarin ár með bækur
sínar um mat. Alls eru þær nú orðnar þrettán
talsins og hafa þær samtals selst í um sjötíu þús
und eintökum. En framan af var ekki útlit fyrir að
Nanna yrði frambærileg í eldhúsinu.
Varð góður kokkur eftir skilnaðinn
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á mat og hef
lesið um mat frá því ég var krakki. Það var að
vísu engin matreiðslubók til á heimilinu en
mamma átti fjölrituð blöð úr húsmæðraskólanum
sem voru músétin. Seinna eignaðist ég bók sem
var unnin upp úr þessum blöðum og þá þekkti
ég heilu og hálfu frásagnirnar. Ég hafði aftur á
Matur og kynlíf er ágæt blanda
Nanna Rögnvaldardóttir hefur frætt landsmenn um mat og matargerð um árabil. Alls hefur hún selt um sjötíu
þúsund bækur á ferlinum og von er á fleiri. Nanna varð ekki góður kokkur fyrr en hún skildi við manninn sinn
því þá þurfti hún ekki lengur að elda eins og tengdamamma hennar hafði gert og gat farið að gera eigin til-
raunir. Auk þess að skrifa bækur um mat vinnur Nanna sem ritstjóri hjá Forlaginu. Bækur um kynlíf lenda oftar
en ekki á hennar borði og segir Nanna að það séu meiri tengsl milli matar og kynlífs en margur kynni að halda.
móti ekkert voða gaman af því að elda framanaf og var
ferlega vondur kokkur. Spurðu bara börnin mín, þau
segja að þau hafi ekki fengið annað en pylsur á þess
um árum en það eru að vísu ýkjur,“ segir Nanna þar
sem við sitjum í borðstofunni hennar á Grettisgötu.
Miklar breytingar urðu á lífi Nönnu upp úr þrítugu.
„Ég skildi við manninn minn. Eftir það fór ég að vinna
mjög mikið og þurfti allt í einu ekki að elda þessa
gömlu rétti sem ég hafði alltaf gert – þessa venjulegu
íslensku hversdagsrétti. Ég gat bara farið eftir því
sem ég vildi og þurfti ekki að elda matinn eins og
tengdamamma hafði gert.“
Eftir skilnaðinn flutti Nanna í nýja íbúð og þar var
eldhús með mun betri vinnuaðstöðu en hún hafði
haft. „Svo hætti ég að reykja og bragðskynið gjör
breyttist í kjölfarið. Þarna fékk ég mikinn áhuga á
matargerð. Ég þurfti líka að leggja mig mikið fram út
af börnunum mínum sem höfðu mjög ólíkan matar
smekk. Á þessum árum var annað þeirra grænmet
isæta en hitt vildi ekki sjá grænmeti. Það var því
púsluspil að finna eitthvað sem var ekki of mikið
vesen að breyta þannig að það hentaði báðum.“
Fór leynt með áhugamálið
Nanna færði sig smám saman upp á skaftið í eldhús
inu en það háði henni hvað hún er utan við sig. „Ég
hef mjög götótt minni og var alltaf að ruglast. Mér
fannst ég alltaf vera að fletta upp sömu hlutunum.
Þegar ég var komin með tölvu fór ég að slá þar inn
minnisatriði fyrir sjálfa mig. Þetta jókst smám saman
og fólk sem vissi af þessu hafði áhuga á þessum
punktum þannig að ég fór að ljósrita þetta. Svo var
þetta orðið svo stórt að mér fannst ég ekki geta verið
að stelast til að ljósrita þetta í vinnunni í mörgum ein
tökum fyrir fólk úti í bæ. Yfirmaðurinn, Jón Karlsson
forstjóri Iðunnar, rakst á þetta hjá ljósritunarvélinni
og ég hélt að ég væri í vondum málum. Hann sagði
hins vegar að við ættum að gefa þetta út og ég fengi
þann tíma sem ég þyrfti til að gera þetta að almenni
legri bók.“
Úr minnisblöðum Nönnu varð bókin Matarást til;
mörg hundruð blaðsíðna alfræðirit um mat með upp
skriftum í kaupbæti. „Mér hafði aldrei dottið í hug
að skrifa matreiðslubók. Það sem ég var að skrifa var
bókin sem mig vantaði sjálfa, bók með upplýsingum
um hvernig ætti að gera hlutina, um söguna og bak
grunninn og allskonar erlenda rétti. Upphaflega áttu
ekki að vera uppskriftir í þessari bók en þeim var
bætt við á seinni stigum,“ segir Nanna. Matarást er
löngu uppseld en hún er aðgengileg á vefnum Snara.is
ásamt Matreiðslubók Nönnu.
Forlagið vill erótíska matreiðslubók
Alls hefur Nanna skrifað þrettán matreiðslubækur.
Sú nýjasta, Múffur í hvert mál, kom út á dögunum.
Auk þess skrifaði hún bókina Icelandic Food and
Cookery fyrir bandarískt forlag. Nanna starfaði um
nokkurra ára skeið hjá Gestgjafanum. „Fyrst um sinn
fannst mér voða gaman að vinna við áhugamálið en
svo komst ég að því að það ætti ekki við mig. Ég vildi
hafa þetta fyrst og fremst áhugamál. Þá fór ég bara að
vinna aftur í bókaútgáfu – þar er ég búin að vinna í 26
ár og þar á ég heima.“
Nú starfar Nanna sem ritstjóri hjá Forlaginu sem
gefur einmitt út bækur hennar. Hún ritstýrir alls kyns
bókum en sérsviðið eru matreiðslubækur og kynlífs
bækur, sem kann að koma einhverjum á óvart.
„Matreiðsla og kynlíf. Ég kann ekki skýringu á því.
Kannski af því að ég er svo gömul og fólk heldur að ég
sé reynslunni ríkari,“ segir Nanna og glottir. „Hitt er
svo annað mál að það eru ákveðin tengsl á milli matar
og kynlífs. Fólk flettir matreiðslubókum að einhverju
leyti eins og það væri með kynlífsbækur eða klámblöð
í höndunum. Það flettir bókunum og lætur sig dreyma
og hugsa um hvað þetta væri nú æðislegt og svo
kannski gerir það aldrei neitt. Þetta er svona ákveð
inn draumur. Hvort tveggja höfðar til nautna.
Ég las einhvern tímann grein eftir konu sem var
að bera saman hlutina nú og fyrir 4050 árum. Þá var
kynlífið tabú en húsmæðurnar stóðu heima og eld
uðu. Nú hefði þetta snúist við því það væru allir rosa
opnir með kynlífið en matur, nautnamatur; sætt og
fituríkt, þetta væri orðið algjört tabú. Mér fannst þetta
skemmtileg pæling.“
Er þetta ekkert skrýtin blanda, að vera eina stund
ina að ganga frá matreiðslubók en þá næstu að lesa
yfir 365 sexý stellingar?
„Ég sá einmitt um hana! Neinei, þetta er bara vinna.
Ég er með allskonar aðrar bækur líka. Það er auðveld
ara að útskýra fyrir barnabörnunum að maður sé að
vinna í matreiðslubók heldur en kynlífsbók ef ég er
með heimavinnu. En þau eru nú svosem öllu vön.“
Framkvæmdastjóri Forlagsins lét hafa eftir sér
á dögunum að erótískar bækur væru það sem allt
snerist um í bókabransanum í dag. Berð þú ábyrgð á
þessu?
„Ég veit satt best að segja ekki alveg hvað er að
gerast. Þetta eru bara skyndibitar. Það er nú búið að
stinga upp á því við mig að ég skrifi erótíska mat
reiðslubók. Ég er nú ekki alveg búin að samþykkja
það.“
Þú kvartar varla meðan það er nóg að gera í
vinnunni?
Framhald á næstu opnu
Nanna Rögn-
valdardóttir er
úr Skagafirði en
hefur búið í 101
Reykjavík síðan
hún fluttist á
mölina. Hér er
hún á heima-
velli sínum;
eldhúsinu
Ljósmynd/Hari
30 viðtal Helgin 7.-9. september 2012