Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Page 42

Fréttatíminn - 07.09.2012, Page 42
ÚTGEFANDI: SÁÁ – Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann Efstaleiti 7, 103 Reykjavík Sími: 530 7600 ÁBYRGÐARMAÐUR: Gunnar Smári Egilsson RITSTJÓRI: Mikael Torfason BLAÐAMAÐUR: Ragnheiður Kristjónsdóttir LJÓSMYNDIR: Haraldur Jónasson UMBROT: Jón Óskar Hafsteinsson Sjálfsagt kannast margir áfengis- og vímuefnasjúklingar við að hafa selt sér þá hugmynd að það gagnist ekki að leita sér hjálpar því hjálpin hefði ekki dugað einhverjum öðrum. Þetta er náttúrlega bilað viðhorf; jafn bilað og ef krabbameinssjúklingur myndi ekki þiggja meðferð vegna þess að einhver sem hann þekkti hefði ekki fengið bata. Óbilað viðhorf er elta árangurinn og batann; sækjast eftir meðferð vegna þess að hún hefur gagnast og dugað öðrum; elta vonina til lífs en láta ekki von- leysið keyra sig niður. Eins og áfengis- og vímuefnasjúk- lingar vita breytist margt þegar þeir ákveða að elta vonina og lífið. Það heitir að vera edrú; þegar óttinn víkur og sektin mótar ekki lengur lífið heldur byggir fólk upp líf á árangri, gleði og sam- kennd. Þegar horft er til stefnu heilbrigðis- og vel- ferðaryfirvalda í málefnum áfengis- og vímuefna- sjúkra minnir hún því miður fremur á sjónarmið sjúklinga í neyslu en fólks í bata. Þrátt fyrir ótrúlegan árangur Íslendinga í meðferð við áfengis- og vímuefnasýki; þrátt fyrir að hér sé hlutfallslega stærsta samfélag áfengis- og vímu- efnasjúklinga í bata í heiminum og þrátt fyrir að varla sé til sá Íslendingur sem ekki þekkir dæmi þess úr eigin fjölskyldu eða vinahópi hvernig veikasta fólk hefur náð að öðlast heilsu og lífshamingju á ný fyrir tilverknað SÁÁ, 12 spora samtaka og annarra þátta sem mynda hina sterka umgjörð utan um þennan sérstaka árang- ur okkar Íslendinga; þá hefur heilbrigðis- og vel- ferðaryfirvöldum ekki auðnast að elta árangur- inn og batann og byggja stefnu sína á honum. Þess í stað þráast þau við að styðja hið öfluga samfélag áfengis- og vímuefnasjúklinga í bata til að sækja enn fram; færa bata og bætt lífsgæði til fleiri; styrkja þjónustu við þá sem þurfa á sér- stakri hjálp eða meðferð að halda og byggja upp forvarnir fyrir börnin sem eru í mestri hættu; börn alkóhólista. Í stað þess að elta árangurinn og batann kjósa yfirvöld að dvelja í efanum og úrræðaleysinu. Þegar þeim er boðið upp á lausnir byggðar á nýjustu þekkingu og bestu reynslu; kasta þau fram fullyrðingum um sjúklinga sem vilja ekki bata, efasemdum um að bati sé mögulegur eða fordómum um að sumum sé einfaldlega ekki viðbjargandi. Yfirvöldum fyrr á árum; áður en glæsilegur árangur undanfarinna áratuga kom fram; var ef til vill vorkunn að halda fram slíkum sjónarmiðum. Í dag; þegar öllum ætti að vera ljóst að við höfum öll þau tæki sem þarf; alla þá þekkingu sem þarf og alla hæfni sem þarf til að veita mun fleiri aðgang að bataleið frá áfengis- og vímuefnasýki; þá er það einfaldlega biluð stefna að elta ekki árangurinn. En, peningarnir; hvað með peningana? Kosturinn við mótun áfengis- og vímuefna- stefnu er að heilbrigðis- og velferðaryfirvöld þurfa ekki að hugsa um kostnað vegna með- ferðar og þjónustu við áfengis- og vímuefnasjúk- linga eða ofneyslufólk. Í fyrsta lagi vegna þess að í þessum málaflokki þarf samfélagið alltaf að borga á endanum; valið stendur um að borga lítið núna eða miklu meira seinna. Í öðru lagi hafa áfengis- og vímuefnasjúklingar þegar borgað fyrir alla þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Það er lagður sérstakur skattur á veikindi þeirra í formi áfengisgjalds; líklega borga alkóhólistar og það ofneyslufólk sem ástundar heilsuskaðlega drykkju; vel rúmlega 9000 milljónir króna árlega í áfengisgjald. Það er því bæði rangt og siðlaust af hinu opinbera að þykjast ekki hafa efni á að byggja á glæsilegum árangri undanfarinna ára og efla enn heilbrigðis- og félagsþjónustu við þá um 30 þús- und Íslendinga sem glíma við áfengis- og vímu- efnasýki. Við höfum þekkinguna, hæfnina og getuna til að reka hér heilbrigða og edrú stefnu í málefnum þessa fjölmenna hóps – og hópurinn sjálfur hefur þegar lagt til fjármagnið. Í stað þess að elta árangurinn og batann kjósa yfirvöld að dvelja í efanum og úrræðaleysinu leiðari Stefnan þarf að vera edrú Gunnar Smári egilsson skrifar Róna- gangan sló í gegn í fyrra Það vakti mikla lukku þegar sagn- fræðingurinn Guðjón Friðriksson bauð upp á svokallaða Rónagöngu í september í fyrra og á morgun klukkan 14 endurtekur hann leik- inn. Áhugasamir mæti á Ingólfstorg klukkan tvö og þaðan verður gengið beint að horni Aðalstrætis og Austur- strætis en þar var frægur staður sem kallaður var Svínastían: „Barinn var þrískiptur og stéttaskiptingin mikil en lægstir í virðingarstiganum voru dónarnir svokallaðir,” útskýrir Guð- jón Friðriksson en hann kann margar góðar sögur af Svínastíunni og fleiri krám í kring. „Þetta var afskaplega heppnuð ferð í fyrra og það voru fjölmargir sem mættu – ætli það hafi ekki verið um 80 manns. Gangan vakti heilmikla athygli og það var sagt víða frá henni í blöðum. Í kjölfarið komu beiðnir frá ýmsum aðilum um að ég myndi endurtaka gönguna,“ segir Guðjón sem reiknar með að gangan í ár verði í svipuðum dúr og í fyrra. „Þetta verður í stórum dráttum svipað þó svo að ég hafi bætt við mig þekkingu um efnið. Hafnar- strætið og Arnarhóllinn eru mið- punkturinn og yfirskriftin á göng- unni er Ofdrykkjumenn í Reykjavík fyrr og síðar og aðstæður þeirra. Ég fer yfir sögu þeirra frá því á nítjándu öld og fram á vora daga og þeirra hagi. Þeir áttu nú lengi vel hvergi athvarf, lágu undir bátum og holuðu sér á yfirgefnum stöðum – gjarnan óupphituðum skúrum,“ segir Guðjón sem ætlar að leiða okkur í allan sann- leika um sögu rónanna í Reykjavík á morgun. Guðjón FriðrikSSon endurvekur rónaGönGuna: Rónagangan hans Guðjóns vakti lukku í fyrra en þar fer Guðjón yfir sögu rónanna frá nítjándu öld og fram á vora daga. Viðtöl við ráðgjafa SÁÁ Vakthafandi ráðgjafi svarar í síma 530 7600 en það er númerið sem hringt er í viljir þú óska eftir viðtali við áfengis- og vímefnaráð- gjafa á göngudeild Áfengis- og fjölskyldudeildar SÁÁ. Símatími er alla virka daga frá klukkan níu til fimm. Ekki er nauðsynlegt að panta tíma hjá ráðgjafa fyrirfram heldur er nóg að mæta í Von, Efstaleiti 7, á opnunartíma og óska eftir viðtali. Auk viðtalsþjónustu heldur SÁÁ úti sérstökum síma fyrir unglinga og að- standendur þeirra. Síminn er ávallt opinn og er núm- erið 824-7666. Efni viðtala unglinga, fullorðinna og aðstandenda er mismunandi og getur verið allt frá því að einstaklingur kemur til að bera undir ráðgjafa eitt afmarkað atriði og til þess að einstaklingur kemur til að fá heildstæða ráðgjöf og aðstoð til að gera varanlegar breytingar á lífstíl sínum. Allir þeir sem telja sig eiga við vanda að stríða vegna notkunar vímuefna, eða eiga aðstandanda sem á við slíkan vanda, geta leitað til göngudeildar Áfengis- og Fjölskyldudeildar SÁÁ. s Hvað: Rónaganga P Hvar: Hittumst á Ingólfstorgi æ HvenÆr: Á morgun kl. 14 m FYrir Hvern: Allir velkomnir L nÁnar: www.saa.is LJ Ó SM YN D : G U N N AR G U N N AR SS O N 2 SEPTEMBER 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.