Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Side 45

Fréttatíminn - 07.09.2012, Side 45
 s HVAÐ: Tónleikar P HVAR: Von Efstaleiti 7 æ HVENÆR: Öll þriðjudagskvöld (Nema annan þriðjudag hvers mánaðar) m FYRIR HVERN: Allir velkomnir L NÁNAR: www.saa.is Veturinn leggst virkilega vel í mig,“ segir Ágúst Garðarsson sem tekið hefur við keflinu af Arnari Eggerti Thoroddsen sem umboðsmaður tónleikaraðarinnar Kaffi, kökur og rokk & ról. Ágúst, eða Gústi eins og hann er kallaður, tók generalprufu á tónleikahaldið á Edrúhátíðinni í Laugalandi í sumar og bauð upp á þvílíkt magnaða dagskrá sem heldur betur sló öll aðsóknarmet. „Ég er auðvitað með fiðrildi í maganum,“ heldur Gústi áfram, „því það er meira en að segja það að feta í fótspor Arnars Eggerts sem stóð sig með mikilli prýði í fyrra.“ Yngri böndum boðið að hita upp Gústi vill nota tækifærið og bjóða yngri böndum að senda sér línu hafi þau áhuga á að hita upp fyrir stærri númer í vetur. Netfangið hans er gustichef@ hotmail.com, en að atvinnu er Gústi listakokkur. Hann var samt viðloðandi Kaffi, kökur og rokk & ról í sumar og mikill sælkeri þegar kemur að góðri tónlist og kökum. „Ég mun alveg pottþétt toppa Arnar í kökunum. Í fyrra vorum við mikið með kaffi og hjónabandssælu en ég mun víkka það svo um munar,“ segir Gústi sem vílar ekki fyrir sér að taka kokkahúfuna með á tónleika. Tilbury og Ghostigital Fyrstu tónleikarnir verða haldnir á þriðjudaginn í næstu viku, 11.september, í Edrúhöllinni í Von, Efstaleiti 7 og Gústi er þessa dagana að leggja lokahönd á dagskrá haustsins. „Við erum búin að bóka Ghostigital, Tilbury og Þórunni Antoníu,“ útskýrir hann og biður fólk að fylgjast með í vinahópi SÁÁ á Facebook og á vef samtakanna, www. saa.is. Meira kaffi, kökur og rokk & ról Það er kominn nýr kokkur í eldhúsið hjá Kaffi, kökum og rokki &róli og hann heitir Ágúst Garðarsson. Hann er kokkur og lofar þéttri dagskrá, betri kökum og miklu stuði í allan vetur á þriðjudögum. M yn d L iL ja B ir G is d ó tt ir Einar Örn og Curver í Ghostigital Sveitina Tilbury skipa þeir Þormóður Dagsson, Kristinn Evertsson, Örn Eldjárn, Magnús Tryggvason og Guð- mundur óskar Guðmundsson. Gústi kokkur Garðarsson ætlar að leggja sig allan fram við að hafa gómsætar kökur með tónlistinni. Þórunn Antonía. Þessi vinsæla söngkona mun troða upp í Von [ Félag bókagerðarmanna ] PANTONE PANTONE Red 032 Æskilegt er að merkið sé notað í lit þar sem mögulegt er. Pantone Black C CMYK - órlitur CYAN 0% / MAGENTA 0% / YELLOW 0% / BLACK 100% CYAN 0% / MAGENTA 100% / YELLOW 100% / BLACK 0% Svarthvítt BLACK 100% Negatíft Eftirtaldin fyrirtæki styðja SÁÁ 5 2012 sEPtEMBEr

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.