Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Side 59

Fréttatíminn - 07.09.2012, Side 59
Gríptu með þér Floridana. Morgunsafi, Heilsusafi, Appelsínusafi, Vítamínsafi og Sumarsafi frá Floridana eru 100% hreinir ávaxtasafar framleiddir úr úrvals hráefnum og innihalda engan viðbættan sykur. Fáðu þér Floridana og lifðu vel. LIFÐU VEL! F ÍT O N / S ÍA Páll Óskar í Zumba-partíi „Við eigum von á fjölda gesta og skjótum á um 500 manns sem yrði einsdæmi í dans- og fitnesssögunni á Íslandi,“ segir Jóhann Örn Ólafsson danskennari. Hann stendur fyrir risa Zumba partíi í Vodafone höllinni að Hlíðarenda á laugardaginn á milli 13.30 til 15.10. Danskennararnir Jóhann Örn Theodóra og Hrafnhildur, trommuleikarar, breik- dansarar og Páll Óskar Hjálmtýsson stýra salnum í 100 mínútna keyrslu. Miðaverð er 2.500 krónur. Páll Óskar mun að sjálfsögðu syngja þekktustu danslög sín. Zumba hefur notið mikillar hylli hér á landi undanfarin ár. Zumba þykir vera skemmtileg blanda af dansi og líkams- rækt. „Gleðin sem fylgir tónlistinni og dansinum gerir það að verkum að þegar brennslunni og puðinu er lokið þá líður fólki ekki eins og það hafi farið í ræktina heldur eins og það hafi verið í salsa partíi,“ segir á heimasíðu Zumba fitness. Íslenskar nýuppteknar rófur eru grænmeti haustsins en þær er hægt að matreiða á mun fleiri og meira spennandi vegu en með því að búa til stöppu. Valentína Björnsdóttir er annálaður heilsumatgæð- ingur og rekur veitingastaðinn Krúsku á Suðurlandsbraut en þessi dýrindis rófusúpuuppskrift er einmitt frá henni. 5 stk meðalstórar rófur Smá ólífuolía 1 stk laukur 1 tsk broddkúmen ½ tsk turmerik 1 msk.sítrónusafi 1 dós kókosmjólk má algjörlega sleppa og bæta bara meira vatni saman við. 2 msk. gerlaus grænmetiskraftur ásamt 300 ml vatni Salt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk Góður biti af ferskum engifer, smátt saxaður og látið sjóða með rófunum Saxa fullt af steinselju og kóríander(má sleppa) og setja saman við rétt áður en súpan er borin fram. Aðferð Rófur og laukur er saxað smátt. Grænmetið er léttsteikt í olíu og kryddum þar til það er orðið meyrt. Þá er vatninu og grænmetiskraftinum (grænmetissoð) bætt útí og látið sjóða í 15 mínútur. Þá er komið að töfrasprotanum (matvinnsluvél) til að mauka súpuna. Bragðbæta með sítrónusafa og salti og pipar. Kókosmjólkinni er þá bætt saman við. Látið malla við vægan hita í 5 mínútur eftir að hafa verið bragðbætt. Ferskar smátt saxaðar jurtir eru settar yfir rétt áður en súpan er borin fram og varla þarf að nefna það að nýbakað heimalagað brauð er það eina sem þarf með réttinum. Facebook er í huga margra ekki staður sem hvetur til slökunar enda gífurlegt áreiti sem felst í þeim ótalmörgu stöðu- uppfærslum sem birtast þar á degi hverj- um. Forsvarsmenn jógamiðstöðvarinnar Græna lótusins virðast hins vegar á öðru máli því á mánudaginn byrjaði 40 daga hugleiðsla á Facebook. Daglega eru settir inn fróðleiksmolar um hugleiðslu og geta meðlimir í hug- leiðsluhópnum spurt leiðbeinandann út í iðkunina sem tekur 11 mínútur daglega. „Við hugleiðsluiðkun er gott að gera sömu hugleiðsluna 40 daga í röð,“ segir um viðburðinn. „Gott er að gera hana á sama tíma í jafnlangan tíma. Það tekur 40 daga að breyta mjög djúpum orkumynstr- um innra með þér. Því er mikilvægt að iðka í þennan tíma svo þú móttakir áhrif hugleiðslunnar. Á 40 dögum nærðu að breyta frumuuppbyggingu í líkama þín- um samkvæmt jógískum fræðum. Þannig að þú breytist líkamlega og orkulega.“ „Ef þú missir einn dag úr þarftu að byrja frá grunni. Það er gott að iðka á morgnana áður en dagurinn hefst, þá ertu að setja tóninn fyrir daginn. En ef þú ert kvöldmanneskja þá er líka gott að iðka þá. Það gerir gæfumuninn að iðka á sama tíma dags.“  Rófusúpa  Hugleiðsla facebook viRkjuð Þarf 40 dagar til að breyta vana Fróðleikur úr kundal- ini jóga eftir forskrift Yogi Bhajan varðandi tímalengd iðkunar.  Á 40 dögum breytirðu vana.  Á 90 dögum staðfestirðu vanann.  Á 120 dögum ertu vaninn.  Á 1000 dögum hefurðu náð fullkomnum tökum á vananum. Helgin 7.-9. september 2012 heilsa 43

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.