Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Síða 66

Fréttatíminn - 07.09.2012, Síða 66
50 matur Helgin 7.-9. september 2012  Haustmatur matarmiklar súpur ... og rjómi H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 8 -1 6 7 4 NÝslátra ð NÝslátra ð LambaLæri Kr./KG 1498 LambahryGGur Kr./KG 1998 H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t ÍSLENSKT KJÖT BbESTir Í KJÖTi ÚR KJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI BbESTir Í KJÖTi ÚR KJÖTBOR ÐI ÚR KJÖTBORÐI ÍSLENSKT KJÖT s oð er bragðmikill vökvi unninn úr beinum. Kjúk- lingasoð og nautasoð eru þeirra vinsælust. Til þess að búa til alvöru soð eða það sem á ensku er kallað stock þarf að soga efnið collagen úr dýrabeinum og samhangandi vefjum með því að sjóða það lengi í vatni. Við það breytist það í gelatín. Grænmeti býr ekki yfir þessum eiginleikum og því verður ekki til soð úr því heldur seyði. Grænmeti og kryddjurtum er hins vegar bætt við til þess að bragðbæta soðið og styrkja það. Soðgerðin Aðferðin er einföld en tímafrek og það er það sem fælir flesta frá. Í stærsta pott stórfjölskyldunnar er komið fyrir eins miklu af beinum og hægt er að nálgast. Slatta af grænmeti bætt við. Franska bland- an, gulrætur, laukur og sellerí er klassísk. Hvítlaukur, púrrulaukur og jafnvel paprika eru líka góð út í. Grófskera grænmetið og merja hvítlaukinn. Kryddjurtir eru líka nauðsynlegar. Steinselja og timjan, svo eitthvað sé nefnt. Ekki þó rós- marín. Það er allt of yfirgnæfandi. Bæta svo við nokkrum heilum piparkornum og lárviðarlaufsblaði eða tveimur. Þegar verið er að gera nautasoð er líka hægt að bæta við dós af tómötum og smá púrru. Margir baka nautabeinin líka að- eins fyrst til að fá meira bragð. Fylla beinapottinn svo með köldu vatni svo vel fljóti yfir og hita að suðu. Halda vökvanum svo við suðumark í eins marga klukkutíma og fólk nennir, þrjá hið minnsta en allt yfir átta er þó óþarfi. Fylla þarf á með heitu vatni af og til eftir því sem soðið gufar upp. Fyrsta klukkutímann er gott að hafa augun á pottinum og veiða mestu skánina burtu. Gott að veiða svo af og til eftir það. Þegar ekki er þolinmæði fyrir að hanga lengur yfir pottinum er vökvinn sigtaður yfir í annan pott eða ílát sem þolir hita. Kreista allan vökva úr öllu sem vökvi kemur úr. Fyrir þá sem vilja alveg tært soð er um að gera að setja grisju í pastasigti og svo netasigti yfir það þannig að ekkert sleppi í gegn. Geymsla Ef ekki á að nota soðið strax þarf að kæla það niður eins fljótt og hægt er. Ekki setja það beint inn í kæliskáp því hitinn frá pottinum hitar allt þar inni löngu áður en soðið kólnar. Ef kalt er í veðri er hægt að troða pottinum inn í grillið úti á svölum en sé hlýtt er pottinum komið fyrir í ísbaði. Hræra af og til í vökvanum til þess að allt kólni jafnt. Setja svo inn í ísskáp yfir nótt. Þar þykknar það, breytist jafnvel í gelklump. Ef það gerist ekki þarf ekki að örvænta heldur sjóða soðið aðeins niður og kæla aftur. Skipta herlegheitunum svo niður í hæfi- legar einingar sem henta hverjum og einum. Ísmolabox, muffuform og stórar dósir eru allt sniðugar leiðir til þess að frysta soðið í ein- Súputeningunum kastað Það haustaði ansi fljótt þetta árið. En það þýðir náttúrlega bara eitt. Að það verða matarmiklar súpur og kjöt í sósu í matinn á komandi vikum. Nú er líka tíminn til að skipta súputeningunum út fyrir kraftmikið og gott heima- lagað kjötsoð. ingum. Koma molunum svo fyrir í loftþéttum umbúðum og frysta. Þar geymist þetta svo vel sé í um þrjá mánuði. Ófrosið í kæliskáp geymist það í þrjá til fimm daga. Þegar elda á svo úr soðinu er gott að sjóða það í mínútu eða tvær áður en það er notað. Fiskisoð lýtur aðeins öðrum lög- málum og á ekki að malla í lengur en klukkutíma og það á líka við skeldýrasoð eins og humar og rækju. Þessi soð er betra að gera samdægurs og eldað er og henta ekki eins vel til geymslu. Beinafundur Það virðist kannski í fyrstu vera flókið að nálg- ast bein til að nota í soð en svo þarf þó ekki að vera. Allir ættu að hafa sinn eig- in kjöt-og fisksala. Þeir geta yfirleitt reddað beinum af flestu nema kannski kjúklingi. En þar sem kjúklingur er vinsælasti matur- inn á Íslandi er ekki flókið að safna í beinapoka í frystinn. Úrbeina sjálf þann kjúkling sem við notum og geyma hræið. Það er meira að segja hægt að nota bein úr elduðum kjúklingi. Þannig að kjúklingur úr Nóatúni getur breyst í soð eftir matinn. Geyma bara beinin. Jukkið sem oft er í botninum á boxinu er svo hið dýrmæta gelatín þannig að ekki henda því heldur. Vængir eru svo ódýr en mjög góð leið til að gera soð. Jafn vel hægt að kaupa þá frosna í kílóavís. Haraldur Jónasson hari@frettatiminn.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.