Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Síða 68

Fréttatíminn - 07.09.2012, Síða 68
52 vín Helgin 7.-9. september 2012  Vínhéruð Á Ítalíu er nánast endalaust úrval vína. Allt frá fáguðum vín- um Piemonte- héraðs yfir í ávaxtakennd vín Toskanahérðaðs enda eru á Ítalíu framleidd vín á um fjögur hundruð svæðum úr meira en hundrað þrúgum. Vín hefur verið búið til í Toskana í yfir þrjú þúsund ár en nú til dags er héraðið þekkt fyrir létt og ávaxtarík gæðavín sem henta vel með hversdagsmatnum. Toskana- vín eru yfirleitt framleidd úr Sangiovese þrúgunni en á síðustu árum hefur færst í aukana að blanda Merlot og Cabernet Sauvignon þrúg- unum með sem hefur tekist einkar vel í svokölluðum ofur-Toskana vínum (e. Super Tuscans) sem slegið hafa í gegn. Þekktustu vín- svæði Toskana eru Brunello Di Montalcino, Vino Nobile de Montepulciano og Chi- anti Classico en frá þessum svæðum koma mörg af bestu vínum Ítalíu. Létt og ávaxtaríkt frá Toskana Fleiri góð Frá Toskana Donna Di Valiano Toscana Chardonnay 2.599 kr. í Fríhöfninni Frábært hvítvín. Góð fylling, örlítið eikað með vanillu og eplakeim. Synd að þetta vín fáist aðeins í Frí- höfninni en gott að muna eftir því næst þegar farið er þar í gegn. Piccini rosso Toscana stráflaska 1.999 kr. í Vínbúð Þetta vín fæst í mismunandi umbúðum. Það er samt eitt- hvað skemmtilega toskanskt við að hafa það í stráflösku. Vínið er týpískt fyrir létt og ávaxtarík Toskana- vín. Það er ferskt og líflegt með smá kirsuberjum og skógarbotni. Frábært með tómatpastanu. sasso al Poggio Toscana 3.599 kr. í Vínbúð Kröftugur og líflegur Toskani úr blöndu af Sangiovese, Merlot og Cabernet Sauvig- non. Frábært dæmi um nýjan stíl vína frá Toskana. Kryddað og með keim af plómum og mjúk tannín sem lyfta þessu víni og gera það virkilega gott. Ruffino Riserva Ducale Chianti Classico 2007 3.099 kr. í Vínbúð Fágað Chianti með nettu leðri í lykt og kirsuberjum og lakkrís í bragði. Meðalfylling og gott jafnvægi. Þetta er ekta Ítali sem passar vel með klassískum ítölskum mat, rísottói, spagettíi með kjötsósu og ljósu kjöti. Brunello di Montalcino Vín frá svæðinu í kringum bæinn Montalc- ino í suðurhluta Toskana njóta eflaust mestrar virðingar allra Toskana vína. Þau eru fram- leidd úr þrúgunni Brunello sem er náskyld Sangioveseþrúg- unni. Gæðin eru þó misjöfn eftir framleiðendum en yfirleitt þarf að borga meira fyrir þau góðu en það er um að gera að prófa sig áfram. Fréttatíminn mælir með: Banfi Brunello di Montalcino Vino Nobile di Montepulciano Oft er hægt að gera góð kaup í Vino Nobile vínum. Þetta eru vín úr Sangioveseþrúgunni og koma frá svæði í kringum smábæinn Montepulciano eins og nafnið gefur til kynna. Eins og með Brunello vínin geta gæðin verið misjöfn en hins vegar eru góð Nobile vín yfir- leitt á betra verði en betri Brunello vínin. Fréttatíminn mælir með: Piccini Vino Nobile di Montepulciano Chianti Þetta er eflaust þekktasta vínsvæði Toskana og gríðarlegt úrval vína þaðan. Þau bestu koma þó án efa frá miðju Chianti svæðinu og kallast Chianti Classico. Á því svæði hafa gæðin aukist jafnt og þétt undanfarin ár og vín frá þessu svæði eru oft flóknari og hafa meiri fágun en önnur Chianti vín án þess þó að missa létt- leikann. Fréttatíminn mælir með: Valiano Chianti Classico Fróðleiksmolar  Vín er framleitt á 67.298 hekturum í Toskana  Alls eru framleiddir 2.2 milljón hektólítrar  Þar ríkir miðjarðarhafsloftslag með mildum vetrum og þurrum sumrum sem gerir það að verkum að ekki er mikill munur á milli árganga eins og norðar í álfunni.  72% af framleiðslunni eru rauðvín og restin hvít- vín  Helsta þrúga svæðisins er Sangiovese.  Kirsuber, plómur, leður og tóbak eru einkennandi fyrir Sangioveseþrúguna. Passaðu vel uppá rafgeyminn í vetur.Passaðu vel uppá rafgeyminn í vetur. Pantanir í email: kbdesign@outlook.com s: 6909474 erum á Facebook - KB Design Þú getur nálgast Fréttatímann frítt á þjónustustöðvum N1 um land allt HELGARBLAÐ 67% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent okt.-des. 2011
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.