Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Side 70

Fréttatíminn - 07.09.2012, Side 70
54 bílar Helgin 7.-9. september 2012  ReynsluakstuR toyota PRius+ fRábæR fyRiR baRnmaRgaR fjölskylduR ÖLL ÖKURÉTTINDI ÖLL VINNUVÉLARÉTTINDI Hafðu samband í síma: 822 45 02 eða www.meiraprof.is Toyota Prius+ er draumabíll hagsýnu, með- vituðu og umhverfisvænu nútíma[hús]móður- innar. k aupir matvöruna í Iceland, bleiurnar í Bónus, spírúlínu og trefjar í Krónunni. Borðar í hádeginu hjá Lifandi markaði og ekur á milli í Toyota Prius+. Þetta er lýsing á hinni fullkomnu, hagsýnu, meðvituðu og umhverfisvænu nútíma[hús]móður í Kópavogi. En ekki hvað? Hún fer ekki ómáluð upp í bílinn, því horft er á hana á Prius+. Glænýr, glansandi, hvítur bíllinn er eftirtektarverður. Þakið úr gleri, snertiskjár til að stilla útvarpið og bakkmyndavél svo ekki þarf hún að snúa sig úr hálsliðnum við það eitt að bakka. Flottast finnst henni hvernig hraðamælirinn kastar tölunni í framrúðuna svo hraðinn fer ekki framhjá henni. „Hvaða drossía er þetta?“ spyr vinkona hennar um leið og hún vippar sér inn í farþegasætið. Þær eru að fara í bíó. „Hybrid, hybrid. Þetta er fram- tíðin,“ svarar sú nútímalega brosandi og ýtir pinn- anum á sjálfskiptingunni fram. Hún ætlar að bakka! Það kviknar á myndavélinni og bílinn byrjar að pípa rétt eins og þær bakki sendibíl. „Já, já, ég er að fara að spenna beltið,“ æpir vinkonan upp. „Nei, það er verið að minna mig á að ég er að bakka,“ svarar nútímakonan kímin og hálf móðguð yfir hugulsemi framleiðandans. Hún hugsar: Væri ekki betra ef hann pípti þegar ég er við það að aka á? En móðirin er bara með bílinn til reynslu. Kvöld- inu áður kom hún óvænt á honum heim. Hún kall- aði: „Elskan, viltu koma á rúntinn?“ Ef hann hélt að hún væri að bjóða honum rómantískt út var það misskilningur, því tíu mínútum síðar stendur hann á planinu að reyra þrjá bílstóla í aftursætið. Börnin þrjú eru að fara í sinn fyrsta rúnt á ævinni enda öll fædd eftir kreppu og óráð að eyða bensíni í bíltúra. En 100 kílómetrar á 4,1 lítra í blönduðum akstri. Það ætti að vera öllum bifreiðaeigendum viðráðan- legt. Hún býður honum að taka í veglegt, leðurklætt stýrið með öllum helstu tökkum í fingurgómafjar- lægð. Hvað gerir hann? Keyrir bílinn beint úr borg- inni. Það þarf að prófa bílinn á möl. Týpískt! Bílinn stóðst væntingar. Ekki of framúrstefnulegur, þótt hann glefsi í framtíðina með batteríinu á milli framsætanna, sem hleðst við keyrslu og nýtist á ljósum. Líka þegar hún rennir sér morguninn eftir á rafhlöðunni niður Öskjuhlíðina með tvo ólátabelgi í aftursætinu á leið með þá í leikskólann og sjálfa sig í vinnuna. En þó ekki fari hún yfir fjörutíu. Þá tekur bensínið við. „Mamma, getum við ekki bara keypt þennan?“ spyr frumburðurinn úr aftursætinu. „6,1 milljón! Skoðum það þegar Ísland er komið inn í framtíðina, því þetta er eigulegur gripur,“ svarar hagsýna móð- irin sem hefur ekki efni á umhverfismeðvitundinni um þessar mundir. Hún hugsar: Í fullkomnum heimi ækjum við um á Prius+. „Hvaða drossía er þetta?“ spyr vin- kona og er svarað: „Hybrid, hybrid. Þetta er framtíðin.“ Getum við ekki keypt þennan? Plúsar Flottur Rúmgóður Umhverfisvænn Bakkmyndavél Eco stilling fyrir sparsama Power takkinn fyrir stressaða Glasahaldarar víða Tvö aukasæti í skottinu. Það skýrir plúsinn. Tekur þrjá barnastóla Regnskynjari á rúðuþurrkum Mínusar Pípið í bakkgírnum Handstillanleg framsæti Aftursætið mætti líta veglegar út Flottari hjómflutningsgræjur hefðu slegið í gegn Einkunn: Plús fyrir Príus+ + ÷ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.