Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.09.2012, Page 77

Fréttatíminn - 07.09.2012, Page 77
Helgin 7.-9. september 2012 5 Við breytum fundarsal Icelandair hótel í verslun í einn dag og komum með okkar allra bestu vörur. Við verðum með opið frá kl 12-20. Hlökkum til að sjá þig. S: 517 8500 www.tvolif.is Þú nnur okkur á Vertu vinur okkar á Facebook Full verslun aF nýjum buxum Háar í mittið! Þrjár síddir, stærðir 34-46. Aðstandendur Victoria’s Secret undirfatasýningarinnar, sem haldin er árlega með pompi og prakt, staðfestu í vikunni að sýningunni verður sjónvarpað þann 4. desember næstkomandi á sjónvarpsstöðinni CBS. Helstu fyrirsætur heims munu ganga niður tískupallinn eins og venjan er, á borð við Miröndu Kerr, Candice Swanepoel og nýbökuðu móðurina Alessöndru Ambrosio, sem allar hafa tekið þátt í sýningunni síðustu ár. Sýningin sjálf fer þó fram í byrjun nóvember, undir tónum vinsælla tónlistarmanna, sem ekki enn hafa verið tilkynntir, og mun sjónvarps- efnið sýna fyrirsæturnar á bak við tjöldin, viðtöl og viðburði á bleika dreglinum. Sýningin er eitt vinsælasta sjónvarpsefni ársins þar sem margar millj- ónir Bandaríkjamanna liggja límdar við skjáinn og ná auglýsingatekjur sjónvarpsstöðvarinnar hæstu hæðum. Undraverður árangur Rosie Hin nýja undirfatalína fyrrum Victoria's Secret fyrirsætunnar Roise Huntington-Whiteley kom í verslanir Marks & Spencer í Lundúnum í síðustu viku og hefur hún selst betur en nokkur undirfatalína hjá fyrirtækinu frá upphafi. Það tók Rosie tvö ár að vinna að þessari línu, sem heitir Rosie for Autograph. Innblástur hennar kemur helst frá tísku sjötta og sjöunda áratugarins. Fyrirsætan er aðeins 25 ára gömul og hefur afrekað margt annað en undirfata- hönnun á síðustu árum. Meðal annars hefur hún gengið niður tískupallinn fyrir Victoria's Secret undirfatasýninguna fimm sinnum, leikið aðalhlut- verk í kvikmyndum á borð við Transformers og setið fyrir í auglýsingaherferðum fyrir helstu hátískufyrirtæki heims. Vinsælasta undirfata- sýning veraldar nálgast

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.