Fréttatíminn - 19.11.2010, Page 8

Fréttatíminn - 19.11.2010, Page 8
BRUNCH HLAÐBORÐ Á SUNNUDÖGUM FRÁ KL. 11.00–15.00 UPPLIFÐU NAUTHÓLSVÍKINA HJÁ OKKUR Í EINSTÖKU UMHVERFI www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is sími 599 6660 A N T O N & B E R G U R Verð aðeins 17.950 krónur Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is • Shiatsu nudd • Infrarauður hiti • Titringur • Fjarstýring Fjölnota nuddpúði Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum. Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is VERÐ FRÁ 6.990 kR. EINTAkIÐ Milda Culinesse inniheldur Omega 3 og Omega 6 og er sneisafullt af vítamínum. Milda Culinesse er tilvalið í alla matargerð fyrir jólin og frábært í gömlu góðu smákökuuppskriftirnar! Þ orvarður Davíð Ólafsson situr nú í tveggja vikna gæsluvarðhaldi og hefur verið gert að sæta geð- rannsókn eftir að hann réðst með óvenju hrottafengnum hætti á föður sinn, tón- listarmanninn Ólaf Þórðarson, á heimili þess síðarnefnda á sunnudag. Ólafur, sem ættleiddi Þorvarð Davíð og tvíburabróður hans þegar þeir voru fjögurra ára, liggur nú milli heims og helju á gjörgæsludeild þar sem honum hefur verið haldið sofandi í öndunarvél frá því á sunnudaginn. Líðan hans var óbreytt þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Árás Þorvaldar var, eins og áður sagði, óvenju hrottafengin. Að því er heimildir Frétta- tímans herma barði Þorvarður Davíð föður sinn ítrekað með hnúajárni í höfuðið og reyndi að klippa af honum fingur. Þorvarður Davíð var handtekinn á sunnudagskvöld- ið og virðist hafa verið út úr heiminum af margra vikna kókaínneyslu. Hann játaði verknaðinn við yfirheyrslur. DV greindi frá því á miðvikudaginn að ástæða heimsóknar Þorvarðar Davíðs til föður síns hefði verið að fá greiddan móð- urarf sinn en móðir hans lést fyrir sextán árum eftir baráttu við krabbamein. Þorvarður Davíð, sem er 31 árs, á að baki nokkurn glæpaferil sem nær allt aftur til ársins 1998. Snemma á síðasta ári var hann dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir lík- amsárásir og dópsölu og lauk stúdents- prófi í fangelsinu. Hann hafði skráð sig í Háskólann en einhver bið verður á því að hann setjist á skólabekk. Með árásinni rauf hann skilorð. Auk Þorvarðar Davíðs var Anna Nicole Grayson handtekin í tengslum við árásina. Anna Nicole, sem er þekktust fyrir þátttöku sína í Hawaian Tropic-keppni fyrir mörgum árum þar sem hún kom fram á bikiníi í íslensku fánalitunum, var sleppt strax á mánudag. Hún hefur einnig komið við sögu lögreglunnar.  lögreglumál lífshættuleg líkamsárás í Þing- Reyndi að klippa af fingur í margra vikna kókaínæði Tónlistarmaðurinn ástsæli, Ólafur Þórðarson, varð fyrir hrottafenginni árás af hendi sonar síns, Þor- varðar Davíðs, á sunnudaginn var. Ólafur liggur á milli heims og helju á gjörgæsludeild og er honum haldið sofandi í öndunarvél. Ástsæll tónlistarmaður Ólafur Þórðarson er sennilega þekktastur sem einn af með- limum Ríó Tríós. Hann hefur, ásamt þeim Helga Péturssyni og Ágústi Atlasyni, skemmt landsmönnum í áratugi með gítarleik og söng. Auk þess er hann ein af driffjöðr- unum í hljómsveitinni South River Band sem var stofnuð fyrir átta árum. Ólafur hefur rekið umboðs- skrifstofuna Þúsund þjalir og haft á sínum snærum marga af þekktustu listamönnum þjóðarinnar. Árásin átti sér stað á heimili Ólafs í Þingholtunum. Ljósmynd/Hari Íbúðaverð þokast upp á við Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í októbermánuði um 0,9% samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands. Íbúðir í sérbýli hækkuðu um 2,2% í verði í október frá fyrri mánuði. Íbúðir í fjölbýli hækkuðu heldur minna eða um 0,5%. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem íbúðaverð á höfuð- borgarsvæðinu hefur hækkað eða haldist óbreytt frá fyrri mánuði, en undanfarna þrjá mánuði hefur íbúðaverð á höfuðborgar- svæðinu hækkað um 1,2%. Greining Íslands- banka segir að af þessari þróun megi sjá að verulega sé farið að hægja á verðlækkunum á íbúðamarkaði en of snemmt sé að útiloka að til frekari lækkunar komi. -jh Birtingu talna um fjárhagsstöðu heimila flýtt Útgáfu Hagtíðinda, um fjárhags- stöðu heimilanna 2004-2010, hefur verið flýtt. Hagstofa Íslands birtir þessar tölur í dag, föstudag, sem er viku fyrr en áætlað var. Tölurnar eru mikilvægar enda breyttist fjárhagsstaða fjölda heimila í kjölfar hrunsins, vegna gengisfalls krónunnar, aukins atvinnuleysis og fleira. Stjórnvöld hafa boðað aðgerðir í þágu þeirra sem verst eru settir. -jh Músafaraldur Haustin eru tími músa, segir Guðmundur Björns- son, meindýraeyðir Reykjavíkurborgar. Töluvert hefur verið kvartað undan músagangi á höfuð- borgarsvæðinu en Guðmundur segir þó kvartanir í ár ekki fleiri en þau síðustu. Sumrin hafi verið góð og því sé stofninn stór um þessar mundir: „Búast má við töluverðum músagangi fram undir áramót, svo dettur það niður þegar þær hafa komið sér í skjól fyrir veturinn eða eitthvað fallið af stofninum.“ Hann segir engin vandræði stafa af músum fyrr en þær séu komnar í hús og bendir á að þær séu jú hluti af náttúrunni. „Algengast er að þær komist á milli veggja og klæðningar húsa. Þá geta þær birst á hæstu hæðum fjölbýlis- húsa ef þannig ber við.“ - gag 8 fréttir Helgin 19.-21. nóvember 2010

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.