Fréttatíminn - 19.11.2010, Qupperneq 8

Fréttatíminn - 19.11.2010, Qupperneq 8
BRUNCH HLAÐBORÐ Á SUNNUDÖGUM FRÁ KL. 11.00–15.00 UPPLIFÐU NAUTHÓLSVÍKINA HJÁ OKKUR Í EINSTÖKU UMHVERFI www.nautholl.is www.facebook.com/nautholl nautholl@nautholl.is sími 599 6660 A N T O N & B E R G U R Verð aðeins 17.950 krónur Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • www.eirberg.is • Shiatsu nudd • Infrarauður hiti • Titringur • Fjarstýring Fjölnota nuddpúði Opið virka daga kl. 9 -18 og á laugardögum kl. 11 - 16 Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega gjöf. Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum. Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is VERÐ FRÁ 6.990 kR. EINTAkIÐ Milda Culinesse inniheldur Omega 3 og Omega 6 og er sneisafullt af vítamínum. Milda Culinesse er tilvalið í alla matargerð fyrir jólin og frábært í gömlu góðu smákökuuppskriftirnar! Þ orvarður Davíð Ólafsson situr nú í tveggja vikna gæsluvarðhaldi og hefur verið gert að sæta geð- rannsókn eftir að hann réðst með óvenju hrottafengnum hætti á föður sinn, tón- listarmanninn Ólaf Þórðarson, á heimili þess síðarnefnda á sunnudag. Ólafur, sem ættleiddi Þorvarð Davíð og tvíburabróður hans þegar þeir voru fjögurra ára, liggur nú milli heims og helju á gjörgæsludeild þar sem honum hefur verið haldið sofandi í öndunarvél frá því á sunnudaginn. Líðan hans var óbreytt þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld. Árás Þorvaldar var, eins og áður sagði, óvenju hrottafengin. Að því er heimildir Frétta- tímans herma barði Þorvarður Davíð föður sinn ítrekað með hnúajárni í höfuðið og reyndi að klippa af honum fingur. Þorvarður Davíð var handtekinn á sunnudagskvöld- ið og virðist hafa verið út úr heiminum af margra vikna kókaínneyslu. Hann játaði verknaðinn við yfirheyrslur. DV greindi frá því á miðvikudaginn að ástæða heimsóknar Þorvarðar Davíðs til föður síns hefði verið að fá greiddan móð- urarf sinn en móðir hans lést fyrir sextán árum eftir baráttu við krabbamein. Þorvarður Davíð, sem er 31 árs, á að baki nokkurn glæpaferil sem nær allt aftur til ársins 1998. Snemma á síðasta ári var hann dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir lík- amsárásir og dópsölu og lauk stúdents- prófi í fangelsinu. Hann hafði skráð sig í Háskólann en einhver bið verður á því að hann setjist á skólabekk. Með árásinni rauf hann skilorð. Auk Þorvarðar Davíðs var Anna Nicole Grayson handtekin í tengslum við árásina. Anna Nicole, sem er þekktust fyrir þátttöku sína í Hawaian Tropic-keppni fyrir mörgum árum þar sem hún kom fram á bikiníi í íslensku fánalitunum, var sleppt strax á mánudag. Hún hefur einnig komið við sögu lögreglunnar.  lögreglumál lífshættuleg líkamsárás í Þing- Reyndi að klippa af fingur í margra vikna kókaínæði Tónlistarmaðurinn ástsæli, Ólafur Þórðarson, varð fyrir hrottafenginni árás af hendi sonar síns, Þor- varðar Davíðs, á sunnudaginn var. Ólafur liggur á milli heims og helju á gjörgæsludeild og er honum haldið sofandi í öndunarvél. Ástsæll tónlistarmaður Ólafur Þórðarson er sennilega þekktastur sem einn af með- limum Ríó Tríós. Hann hefur, ásamt þeim Helga Péturssyni og Ágústi Atlasyni, skemmt landsmönnum í áratugi með gítarleik og söng. Auk þess er hann ein af driffjöðr- unum í hljómsveitinni South River Band sem var stofnuð fyrir átta árum. Ólafur hefur rekið umboðs- skrifstofuna Þúsund þjalir og haft á sínum snærum marga af þekktustu listamönnum þjóðarinnar. Árásin átti sér stað á heimili Ólafs í Þingholtunum. Ljósmynd/Hari Íbúðaverð þokast upp á við Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði í októbermánuði um 0,9% samkvæmt mælingum Þjóðskrár Íslands. Íbúðir í sérbýli hækkuðu um 2,2% í verði í október frá fyrri mánuði. Íbúðir í fjölbýli hækkuðu heldur minna eða um 0,5%. Þetta er þriðji mánuðurinn í röð sem íbúðaverð á höfuð- borgarsvæðinu hefur hækkað eða haldist óbreytt frá fyrri mánuði, en undanfarna þrjá mánuði hefur íbúðaverð á höfuðborgar- svæðinu hækkað um 1,2%. Greining Íslands- banka segir að af þessari þróun megi sjá að verulega sé farið að hægja á verðlækkunum á íbúðamarkaði en of snemmt sé að útiloka að til frekari lækkunar komi. -jh Birtingu talna um fjárhagsstöðu heimila flýtt Útgáfu Hagtíðinda, um fjárhags- stöðu heimilanna 2004-2010, hefur verið flýtt. Hagstofa Íslands birtir þessar tölur í dag, föstudag, sem er viku fyrr en áætlað var. Tölurnar eru mikilvægar enda breyttist fjárhagsstaða fjölda heimila í kjölfar hrunsins, vegna gengisfalls krónunnar, aukins atvinnuleysis og fleira. Stjórnvöld hafa boðað aðgerðir í þágu þeirra sem verst eru settir. -jh Músafaraldur Haustin eru tími músa, segir Guðmundur Björns- son, meindýraeyðir Reykjavíkurborgar. Töluvert hefur verið kvartað undan músagangi á höfuð- borgarsvæðinu en Guðmundur segir þó kvartanir í ár ekki fleiri en þau síðustu. Sumrin hafi verið góð og því sé stofninn stór um þessar mundir: „Búast má við töluverðum músagangi fram undir áramót, svo dettur það niður þegar þær hafa komið sér í skjól fyrir veturinn eða eitthvað fallið af stofninum.“ Hann segir engin vandræði stafa af músum fyrr en þær séu komnar í hús og bendir á að þær séu jú hluti af náttúrunni. „Algengast er að þær komist á milli veggja og klæðningar húsa. Þá geta þær birst á hæstu hæðum fjölbýlis- húsa ef þannig ber við.“ - gag 8 fréttir Helgin 19.-21. nóvember 2010
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.