Fréttatíminn - 19.11.2010, Page 64

Fréttatíminn - 19.11.2010, Page 64
64 matur Helgin 19.-21. nóvember 2010 Ef þú kemur að borða á Saffran á sunnudögum með mömmu eða pabba þá máttu velja þér rétt af matseðli litla fólksins og færð hann frítt! Gildir fyrir börn 10 ára og yngri, til 15. des. og eingöngu ef borðað er á staðnum með fullorðnum. Og munið: Skrímsli borða ekki krakka sem borða hollan mat! Ristað normalbrauð skorið í ferninga með íslenskum Stóra Dí- moni frá MS, valhnetu og toppað með mildu fljótandi hunangi. Að tapa sér yfir tapas Spænskir smáréttir gerðir á einfaldan íslenskan hátt S pánverjar eru meistarar smáréttanna eins og hin ævaforna spænska hefð tapas ber glöggt vitni um. Uppruna hefðarinnar má hugsanlega rekja til anda- lúsískra sérríknæpa þar sem einhverjum datt það snjallræði í hug að nota flatt brauð með kjöti til þess að hylja og verja sætan sérrídrykkinn milli sopa gegn ágangi ávaxtaflugna. Þaðan er líklega komið orðið tapas sem dregið er af spænsku sögninni tapar eða að hylja. Spánverjar hafa svo verið ötulir að þróa þessa smárétti í gegnum ald- irnar með áhrifum frá Rómverjum, Márum og ekki síst eftir að þeir uppgötvuðu nýjan heim í vestri og fluttu með sér þaðan ýmis- legt góðgæti. í tapasi ægir því saman alls kyns góðgæti víðs vegar að úr heiminum og nú má finna sælkera tapasbari víða um heim og er einn frábæran slíkan að finna í Reykjavík. Tapasréttir eða smáréttir eru upplagðir forréttir eða snakk í matarboðum í heimahúsi enda hannaðir til þess að fá fólk til að standa og spjalla og smakka á góðgæt- inu. Það má gera svona smárétti úr hverju sem er og við Íslendingar eigum frábært hráefni til að gera okkar eigin alíslensku út- gáfur. Þetta þarf heldur ekki að vera flókið og oft er betra að hafa þetta einfalt og þægi- legt með hráefni sem bragðast vel saman. Hér eru fjórar tillögur að slíkum einföldum ”tapas”-smáréttum en það er um að gera að prófa sig áfram. Ristuð gamaldags flat- kaka frá Sveitabakaríinu á Blönduósi með reyktri bleikju úr Búrinu topp- aðri með sýrðum rjóma hrærðum með ristuðum kúminfræjum og smá lime- safa. Íslenska flatbrauðið er algjör snilld, í raun okkar Nan-brauð, bara betra. Flat- brauðið er frábært ristað með alls kyns áleggi, s.s. smjöri, hummus og flestum ostum. Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson matur@frettatiminn.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.