Fréttatíminn - 19.11.2010, Page 84

Fréttatíminn - 19.11.2010, Page 84
84 dægurmál Helgin 19.-21. nóvember 2010  loðmar Fer í ævintýraFerð um eigin bók Skólaverkefni varð að barnabók Þegar Auður Ösp og Embla létu persónurnar hittast tóku þær völdin og bókin skrifaði sig mikið til sjálf. „Við réðum eiginlega ekki neitt við neitt.“ l oðmar kemur úr Listaháskólanum,“ segja stallsysturnar Auður Ösp Guðmundsdóttir og Embla Vigfúsdóttir um aðalpersónuna í nýrri barnabók sem þær hafa sent frá sér. Loð- mar býr á fyrstu opnu bókarinnar sem ber nafn hans. Það er lítið um að vera á opnunni og hann tekur sig því taki og leggur í ferðalag um bókina og hittir fyrir alls konar furðufugla sem halda til hver á sinni eigin opnu í bókinni. „Þetta byrjaði allt með verkefni sem við gerðum á öðru ári í skólanum. Þar áttum við að taka eitthvað í þjóðfélaginu sem við vildum vekja athygli á og við ákváðum að vinna út frá tungumálinu. Við bjuggum til alls konar skrýtin bullnöfn eins og Flindill, Lúpa og Loðmar. Síðan teiknuðum við skissur af þeim og fundum persónueinkenni á þau. Við vorum með bunka af persónum og völdum úr þær sem við héldum mest upp á og létum þær hittast til þess að sjá hvað myndi gerast þá,” segir Auður Ösp. Eftir tveggja daga vinnu með persónurnar sáu vinkonurnar að þær voru með svo mikinn efnivið að þær ákváðu að gera úr honum bók. „Við ákváðum síðan að gefa hverri persónu sína eigin opnu og láta Loðmar hitta þær á sínum heimavelli.“ Embla og Auður Ösp eru báðar útskrifaðar í vöruhönnun frá LHÍ og nálguðust viðfangs- efnið í samræmi við það. „Við höfum ekki neinn bókmenntabakgrunn og komum fram við bókina eins og hlut, eða vöru, þannig að allur efniviður, blek, pappír og blaðsíðurnar, eru hluti af sög- unni.” Stelpurnar segja bókina vera hugsaða sem tæki til að kenna ungum börnum á tungumálið án þess að vera með einhvern predikunartón. Þrátt fyrir nafnið er Loðmar ekki loðinn. „Hann er viðloðandi en hefur samt ekki verið viðloðandi nokkurn skapaðan hlut í byrjun bókar. Eftir því sem hann kemst lengra inn í bókina fara stöðugt fleiri hlutir að loða við hann. Svona eins og þetta gerist bara hjá fólki í lífinu. Við erum alltaf að bæta við okkur reynslu og þegar upp er staðið verður það sem loðir við Loðmar honum til bjargar.“ Nærfatabombur áttu sviðið í New York Árleg tískusýning undirfatarisans Victoria Secret fór fram í New York í síðustu viku. Sýningin vekur alltaf mikla athygli og er sýnd á besta tíma á sjónvarpsstöðinni CBS með milljóna áhorf. o furfyrirsætan Adriana Lima stal senunni á Victoria Secret tískusýningunni í New York í síðustu viku þegar hún kom fram á tveggja milljón dollara brjóstarahald- ara sem hannaður var af Damiani. Hvert glæsikvendið á fætur öðru gengu fram á sviðið í kynþokkafull- um undirfötum við mikla hrifningu áhorfenda. Akon og Kate Perry sáu um tónlistaratriðin en sýning Victoria Secret þykir vera með þeim flottari sem haldnar eru á hverju ári. Gífurlegur áhugi er fyrir undirfata- sýningunni meðal Bandaríkjamanna en bandaríska sjón- varpsstöðin CBS sýnir þátt um hana 30. nóvember næst- komandi á besta tíma. Rétt tæpar níu milljónir horfðu á þáttinn um sýn- inguna í fyrra. Ný bók með speki Dalai Lama, leiðarvísir sem veitir styrk, huggun og innblástur. Leitar þú að innri friði?

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.