Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1995, Qupperneq 11

Læknablaðið - 15.02.1995, Qupperneq 11
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 127 mál í Reykjavík og nágrenni og alvarlegar af- leiðingar þeirra sem betur fer sjaldséðar. Inngangur Bit manna og dýra og áverkar af þeirra völd- um hafa vafalítið verið nátengd lífi mann- skepnunnar frá örófi vega. Ekki er þó langt síðan farið var að fjalla sérstaklega um bit í tímaritum um lækningar, enda hafa þau eflaust verið talin veigalítill hluti af náttúrulegu lífi manna í hörðum heimi. Bitsár eru enda oft álitin sakleysisleg, bæði af almenningi og lækn- um og flest þeirra (—80%) hafa einungis verið talin valda lítilsháttar áverkum. Þau geta þó oft valdið alvarlegum sýkingum, bæði í húð, liðum og beinum, og leitt til ýmissa alvarlegra fylgi- sjúkdóma, til dæmis fjarlægra ígerða og heila- himnubólgu (1). Averkar af þessu tagi eru víða óskráðir og áætlað er að innan við helmingur þeirra sem bitnir eru leiti læknisaðstoðar vegna áverkans (2). Höfundar hafa ekki fundið birtar upplýs- ingar um faraldsfræði og afleiðingar dýra- og mannsbita á Norðurlöndum. Hundahald var bannað í Reykjavík til skamms tíma, en er nú leyft að uppfylltum allströngum skilyrðum. Vinsældir hunda hafa þó farið vaxandi eins og við má búast og fjölgaði hundum í Reykjavík um nær 60% frá 1986 til 1993 (3). Nú munu skráðir rúmlega 2300 hundar í Reykjavík og nálægum byggðarlögum (3). Talið er að einn af hverjum 20 hundum bíti að minnsta kosti einu sinni á ævi sinni (4). Ennfremur ber sífellt meira á beitingu ofbeldis í Reykjavík og fer alvarlegum líkamsmeiðingum fjölgandi (5). Við gerðum því framsýna athugun á öllum þeim sem leituðu til slysadeildar Borgarspítal- ans vegna dýra- og mannsbita um 12 mánaða skeið frá ágúst 1991 til júlí 1992. Efniviður og aðferðir Allir þeir sem leituðu til slysadeildar Borgar- spítala vegna bitsára af völdum manna eða dýra á tímabilinu 1. ágúst 1991 til 31. júlí 1992 voru beðnir um að veita upplýsingar fyrir at- hugunina. Enginn neitaði þátttöku enda var ekki leitað eftir öðrum upplýsingum en þeim sem aflað er við venjubundna meðhöndlun þeirra sem bitnir hafa verið. Engin skilyrði voru sett til útilokunar frá þátttöku í rannsókn- inni. Rannsóknin var samþykkt af siða- og starfsnefnd Borgarspítalans. Skráð voru auðkenni sjúklings, eðli bitsins, bitvaldur (hundur, köttur, maður o.s.frv.), bitstaður (andlit, útlimir o.s.frv.), tími frá biti, kringumstæður (utanhúss, á skemmtistað, ölv- un o.s.frv.), tilefni (hundur áreittur eða bit án nokkurs tilefnis) og lýsing sárs (dýpt, klór, skráma, beinbrot o.s.frv.). Við komu voru sýni tekin til ræktunar úr sárum á rayon strokpinna (Culturette®, Becton Dickinson Microbiology Systems, Cockeysville, Maryland) og geymd í flutnings- æti sem með pinnanum fylgir (umbreytt æti Stuarts) uns þau voru tekin til úrvinnslu. í langflestum tilvikum (yfir 90%) liðu innan við fjórar klukkustundir þar til sýnin voru unnin, en í nokkrum tilvikum allt að 12 stundir, væri þeirra aflað síðla kvölds eða að næturlagi. Sýklar voru greindir með venjulegum stöðluð- um aðferðum á sýkladeild Borgarspítalans (6), einkum með kerfi API 20NE (BioMerieux, Marcy l’Etoile, Frakklandi). Við greiningu á sýkingum í bitsárum var leitast við að fylgja hefðbundnum skilgreiningum sársýkinga (7). Hinsvegar voru bitþolar eingöngu meðhöndl- aðir af læknum slysadeildar og tóku þeir ákvarðanir um greiningu og meðferð allra þeirra. Höfundar rannsóknar þessarar höfðu engin afskipti af meðferð nema til þeirra væri sérstaklega leitað sem ráðgefandi lækna við spítalann. Öllum þátttakendum í athuguninni var hins vegar fylgt eftir annnað hvort með venjulegu eftirliti á slysadeild eða endurkomu- deild Borgarspítalans eða með samtali í síma við einn höfunda (KO). Niðurstöður A þeim 12 mánuðum sem rannsóknin tók til leituðu 145 manns, 82 karlar og 63 konur til slysadeildar Borgarspítalans sökum bitsára. Á sama tíma leituðu alls 40.413 manns til deildar- innar, þannig að bit tóku einungis til 0,4% heildarfjölda heimsókna. Algengust voru hundsbit (46%), því næst mannsbit (23%) og síðan kattarbit (20%) Tafla I. Bit flokkuð eftir bitvöldum. Bitvaldar Fjöldi bitinna (%> Hundur 66 ( 46) Maöur 34 ( 23) Köttur 29 ( 20) Aðrir* 16 ( H) Alls 145 (100) * Hestur, kanína, hamstur, rotta, páfagaukur, piranha fiskur, naggrís, minkur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.