Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Síða 32

Læknablaðið - 15.02.1995, Síða 32
146 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 eru í samræmi við grunnatriði þessarar yfir- lýsingar, ætti ekki að samþykkja til birtingar. 9. Öllum þeim sem boðin er þátttaka í læknis- fræðilegum vísindarannsóknum, ber að greina á fullnægjandi hátt frá markmiði rannsóknar, aðferðum, væntanlegum hagsbótum, hugsanleg- um hættum og óþægindum sem kunna að vera rannsókninni samfara. Fólk skal frætt um það að það geti hætt þátttöku og að það geti hvenær sem er dregið til baka samþykki sitt um þátttöku. Læknirinn ætti síðan að afla formlegs samþykkis sem byggir á vitneskju. Viðkomandi gefi sam- þykki af frjálsum vilja og er æskilegast að það sé gert skriflega. 10. Þegar læknirinn aflar formlegs samþykkis ber honum að gæta sérstakrar varúðar ef við- komandi er háður honum eða kann að gefa sam- þykki sitt nauðug(ur). Þegar svo stendur á ætti annar læknir að leita samþykkis enda sé hann ekki aðili að rannsókninni né aðili að þessum formlegu tengslum. 11. Sé aðili ólögráða, ber að leita samþykkis forráðamanns í samræmi við landslög. Þegar líkamleg eða andleg vangeta hamla því að hægt sé að afla samþykkis eða að viðkomandi er undir lögaldri, kemur í þess stað leyfi ættingja sem fer með foreldravald í samræmi við landslög. Þegar barn undir lögaldri er í raun fært um að gefa samþykki sitt, verður að fá leyfi þess til viðbótar samþykki forráðamannsins. 12. í rannsóknarreglum ætti ávallt að vera yfirlýsing um þau siðfræðiatriði sem málinu tengjast og þar ætti að koma fram, að farið sé eftir þeim meginreglum sem fram eru settar í yfirlýs- ingu þessari. II. Læknisfræðilegar vísindarannsóknir á mönnum tengdar lækningastarfsemi (Klínískar rannsóknir) 1. Við meðferð sjúkra verður lækninum að vera frjálst að nota nýjar rannsóknar- og lækninga- aðferðir ef þær gefa að hans dómi von um að lífi verði bjargað, að manni verði komið til heilsu á ný eða að þjáning verði linuð. 2. Mögulegan ávinning, hættur og óþægindi tengd nýjum aðferðum ætti að meta með hliðsjón af bestu rannsóknar- og lækningaaðferðum sem beitt er á hverjum tíma. 3. I öllum læknisfræðikönnunum ætti að tryggja sjúklingunum og samanburðarhópnum, þegar um hann er að ræða, þær rannsóknar- og lækningaaðferðir sem reynst hafa bestar. 4. Neiti sjúklingur að taka þátt í könnun má það aldrei trufla samband læknis og sjúklings. 5. Telji læknirinn nauðsynlegt að ekki sé aflað samþykkis þátttakenda, ætti í greinargerð til umfjöllunamefndar, samanber 1.2, að fjalla ná- kvæmlega um ástæðurnar fyrir því. 6. Læknirinn getur aðeins tengt læknisfræði- rannsóknir og lækningastarfsemi í því skyni að afla nýrrar læknisfræðilegrar þekkingar, að því marki sem réttlætt verður af mögulegu gildi sem það hefur fyrir greiningu eða lækningu sjúklings. III. Læknisfræðilegar vísindarannsóknir á mönnum, sem ekki tengjast lækningastarfsemi (Læknisfræðirannsóknir, sem ekki eru af klínískum toga) 1. 1 hreinvísindalegum læknisfræðirann- sóknum á mönnum, er það skylda læknisins að vemda líf og heilbrigði þess sem gengst undir rannsóknina. 2. Þátttakendur ættu að vera sjálfboðaliðar annað hvort heilbrigt fólk eða sjúklingar með sjúkdóm sem ekki tengist rannsóknaráætluninni. 3. Rannsóknarmaður eða rannsóknarteymið ættu að stöðva rannsókn ef álitið er að viðkom- andi geti verið hætta búin, verði rannsókninni haldið áfram. 4. Aldrei ætti að setja þarfir vísinda og sam- félags ofar farsæld þess manns sem gerist tilrauna- viðfang. íslensk þýðing © Örn Bjarnason 1994 EFNISYFIRLIT
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.