Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1995, Side 36

Læknablaðið - 15.02.1995, Side 36
148 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 áhættu eða að falskar niðurstöður verði dregnar af ótraustum gögnum. Gæðatrygging: Kerfi og ferli sem sett eru upp til þess að tryggja að prófunin sé gerð og að gögn séu fengin fram í santræmi við góða klíníska hætti, þar með taldar a) aðferðir til að tryggja siðræna breytni, b) staðalverklagsreglur, c) tilkynningar, d) persónuleg hæfni og svo framvegis. Þetta er staðfest með gæðastjórn sem innbyggð er í kerfið og með endurskoðun sem fram fer meðan á prófun stendur og eftir að henni lýkur. Hvorri tveggja var beitt bæði á meðferðarprófunarferlið og á gögnin. Starfsmenn sem eiga hlut að gæðatryggingu, verða að vera óháðir þeim sem annast stjórnun tiltekinnar prófunar. Heildarskjalasafn: Innbundið eintak allra skjala sem tengjast meðferðarprófun. Heimildaskráning: Allar skrár í hvaða formi sem er (þar með talin skjöl, segulskrár, ljósskrár), sem lýsa aðferðum og framkvæmd prófunarinnar og þáttum sem áhrif hafa á prófunina og það sem gert er. Þær ná til rannsóknarreglna, afrita af um- sóknum, samþykkis yfirvalda, gagna vísinda- siðfræðinefndarinnar, æviágrips /starfsferils könnuðar (könnuða), eyðublaða fyrir samþykki þátttakenda, skýrslu eftirlitsmanns, staðfestingar á endurskoðun, bréfa sem máli skipta, tilvitnana í vísindagreinar, hrárra gagna, frágenginnar tilfellisskrár og lokaskýrslu. Hrá gögn: Skrár um eða staðfest afrit af upp- runalegum klínískum niðurstöðum og niðurstöður frá rannsóknastofum. Könnuður: Einn eða fleiri nrenn sem ábyrgir eru fyrir hagnýtri framkvæmd prófunar og fyrir óskertu ástandi, heibrigði og velferð þeirra sem taka þátt í prófuninni. Könnuðurinn er a) tilhlýðilega hæfur aðili sem lögum samkvæmt hefir leyfi til þess að stunda lækningar/tannlækningar, b) þjálfaður og reyndur í vísindarannsóknum, sérstaldega á klínísku sviði þeirrar rannsóknar sem ætlunin er að gera, c) kunnugur því sem að baki býr og þeim kröfum sem gera þarf í könnuninni, d) þekktur að grand- varleika og að ráðvendni í starfi. í fjölsetra- prófunum skal skipa aðalkönnuð til þess að samræma störf könnuða í hinum ýmsu setrum. Lokaskýrsla: Endanleg heildarlýsing á prófuninni að henni lokinni. Hún felur í sér lýs- ingu á tilraunaaðferðum og efnivið (tölfræði- aðferðir meðtaldar), framsetningu á niðurstöðum og mati á þeim, tölfræðigreiningu, svo og gagn- rýna, klíníska úttekt. Lyf: Hvers konar efni (og efnasamsetningar) sem ætluð eru til lækninga eða fróunar eða varnar gegn sjúkdómum í mönnum (eða dýrum). Enn fremur teljast til lyfja hvers konar efni eða efna- samsetningar ef þau mega koma í eða á líkama manna (og dýra) og eru notuð til að greina sjúk- dóma, laga eða breyta líffærastarfsemi manna eða dýra eða færa hana í rétt horf. Lyfleysa: Óvirkt efni notað til að miða við í prófun á lyfi. Lyf til prófunar: Lyfform virks efnis eða lyfleysu, sem verið er að prófa eða notað er til viðmiðunar í meðferðarprófun. Meðferðarprófun: Sérhver kerfisbundin athugun á lyfi hvort sem er hjá sjúklingum eða frískum sjálfboðaliðum, í því skyni að komast að raun um eða sannreyna verkanir og/eða til þess að bera kennsl á hverja meinsvörun þess og/eða til þess að athuga frásog, dreifingu, efnaskipti og veisingu, í þeim tilgangi að ganga úr skugga um virkni og öryggi lyfsins. Meinsvörun við lyfi: Skaðvæn og ætluð svörun er kemur af skömmtum sem venjulega eru notaðir í forvörn, við greiningu og meðferð sjúkdóms hjá mönnum eða til þess að tempra lífeðlisfræðilega starfsemi. í meðferðarprófunum skal telja ofskömmtun, misnotkun/hæði og samverkun við önnur lyf með meinsvörunum við lyfi. Meintilvik: Hver sú óæskileg reynsla sem maður verður fyrir meðan hann tekur þátt í prófun, hvort sem álitið er að hún tengist afurðinni sem verið er að prófa eða ekki. Alvarlegt meintilvik telst það ef maður deyr, líf er í hættu, af hlýst örorka eða vistun á sjúkrahúsi eða að framlengja verður vistun. Auk þess telst það vera alvarlegt meintilvik, að meðfæddur afþrigðileiki og illkynja sjúkdómur kemur fram. Óvænt meintilvik er reynsla (hvort sem um er að ræða eðli, strangleika eða tíðni) sem hvorki hefír áður verið skýrt frá í uppflettiriti könnuðar sem fylgir könnuninni, í rannsóknarreglunum né annars staðar. Þegar meintilvik hefír verið metið og réttmætar ástæður eru fyrir grun um það, að orsakatengsl séu við það lyf sem verið er að prófa, ber að telja tilvikið meinsvörun við lyfinu. Óvænt meintilvik, sjá meintilvik. Rannsóknarreglur: Skjal þar sem greint er frá grunnforsendum, markmiðum, tölfræðihönnun, aðferðafræði, framkvæmd og aðstæðum við prófun. Listi yfir þau atriði sem eiga að vera í rannsóknarreglum, eru í Reglugerð nr. 284 29. maí 1986 um klínískar rannsóknir á lyfjum. Samhæfingaraðili: Aðili með viðeigandi reynslu, sem frumkvöðull tilnefnir til að að- stoða við stjórnun prófunarinnar þar sem hún fer fram. Samþykki byggt á vitneskju: Sjálfviljug staðfesting á því að viðkomandi vilji gerast þátttakandi í tiltekinni prófun og heimildir um það. Ekki skal leitað eftir þessu samþykki fyrri en upplýsingar hafa verið gefnar um prófunina þar með talin útskýring á tilgangi hennar, á hugsanlegum hættum og ávinningi, á óþægind- um, á réttindum þátttakanda og skyldum, allt í samræmi við^ildandi útgáfu Helsinkiyfirlýsingar Alþjóðafélags lækna (sjá blaðsíður 145 til 146). Sannprófun gagna: Aðferðirnar sem notaðar eru til þess að tryggja að gögnin sem koma fram í lokaskýrslunni svari til upphaflegu athugananna. Þessum aðferðum verður beitt á hrá gögn, á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.