Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1995, Page 37

Læknablaðið - 15.02.1995, Page 37
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 149 heildarskjalasafn eða tölvuunnar tilfellisskrár, tölvuútskriftir, tölfræðigreiningu og töflur (sjá endurskoðun, sjá eftirlit, sjá gæðastjórn). Sjúkraskrá: Skrá sem geymir lýðfræðilegar og læknisfræðilegar upplýsingar um sjúkling eða annan þátttakanda (svo sem á legudeild, á göngudeild, á heilsugælustöð, á læknasetri) og nauðsynleg er til þess að hægt sé að sannprófa trúverðugleika þeirra upplýsinga sem koma fram í tilfellisskrá og býður upp á möguleikann á því að fyllt sé í þá skráningu eða að hún sé leiðrétt þar sem þörf er á, að því tilskildu að virtar séu þær reglur sem gilda um notkun og hagnýtingu slíkra skjala (sjá trúnaður). Staðalverklagsreglur: Stöðluð, sundurliðuð, skrifleg fyrirmæli frumkvöðuls um stjórnun meðferðarprófana. Þau leggja til almenna innviði, sem gera kleifa skilvirka framkvæmd og efndir allra þeirra starfa og verka, sem felast í tiltekinni prófun og lýst er í leiðbeiningum þessum. Tilfellisskrá: Skráning gagna og annarra upplýsinga um hvern þátttakanda í prófun eins og skilgreint er í rannsóknarreglunum. Gögnin má skrá í hvaða miðil sem er þar með talin segul- og ljósskráning, að því tilskildu að tryggð sé skekkju- laus skráning og framsetning sem leyfa sann- prófun gagnanna. Trúnaður við þátttakendur í prófun: Varðveisla einkalífs þess er tekur þátt í prófun nær til þess að leyna því hver hann er svo og að leyna öllum persónulegum læknisfræðilegum upplýsingum. Ef sannprófun gagna krefst eftirlits með slíkum atriðum skal það aðeins gert af einstaklingi sem fengið hefír viðhlítandi löggild- ingu. Persónuleg atriði sem heimfærð verða á einstaklinga skal ávallt varðveita sem trúnaðar- mál. Samþykki þess sem gerist þátttakandi í prófun, fyrir því að skrár verði notaðar við sann- prófun gagna, skal aflað áður en prófun hefst og trygging skal gefin fyrir því að trúnaður verði haldinn. Þegar fruinkvöðli eða viðkomandi yfirvaldi er skýrt frá meinsvörun eða öðrum upplýsingum, skal könnuður tryggja að einkalífi þátttakandans sé ekki raskað. Trúnaður um efnivið frá þeim sem á frumkvæði að rannsókninni: Varðveisla leyndar um trúnaðarupplýsingar frá frumkvöðli í tengslum við skipulagningu, framkvæmd, mat, endur- skoðun eða endurmat meðferðarprófunar (sjá frumkvöðull). Uppflettisafn könnuðar: Safn gagna þar sem er að finna allar upplýsingar sem máli skipta og sem þekktar eru áður en byrjað er á prófun, þar með talin efnafræði- og lyfjagögn, gögn um eitur- verkun, lyfhrif og lyfhvörf í dýrum og um niður- stöður fyrri meðferðarprófana. Nægileg gögn skulu vera fyrir hendi til þess að réttlæta eðli, umfang og tímalengd prófunarinnar. Upplýsing- amar verður að endurnýja meðan á prófun stendur, ef ný gögn koma til. Upprunaleg gögn: Sjúkraskrár og upphafleg skráning úr sjálfvirkum tækjum, strimlar úr hjarta- og heilaritum, röntgenfilmur, vinnunótur frá rannsóknarstofum og svo framvegis. Verktakarannsóknarstofnun: Vísinda- stofnun (fyrirtæki, háskóli eða önnur) sem frumkvöðull getur framselt sum verkefna sinna og ábyrgð. Sérhvert framsal skal skilgreint skriflega. Vísindasiðfræðinefnd: Óháð nefnd sem í eru starfandi læknar og fólk utan stéttarinnar, sem ábyrg er fyrir því að sannreyna að vernduð séu öryggi, óskert ástand og mannréttindi þeírra sem þátt taka í tiltekinni prófun og skapar þannig opinbert trúnaðartraust. Vísindasiðfræðinefndin skal óháð könnuði, frumkvöðli og viðkomandi yfirvöldum meta hlutlægt og óvilhallt rannsóknar- reglur, makleika könnuða og aðstöðu þeirra og hversu nægjanlegar varúðarráðstafanir eru vegna trúnaðarskyldu. Listi yfir þá sem í vísindasíð- fræðinefndinni sitja, hvaða stöðum þeir gegna, svo og lýsing á verklagi þar með um það hver afgreiðslutími er, skal vera tiltækur almenningi. Þátttakandi: Mannvera (annað hvort sjúk- lingur eða frískur sjálfboðaliði) sem tekur þátt í meðferðarprófun. I. kafli Verndun þátttakenda og samráð við siðfræðinefndina Verndun þátttakenda 1.1 Gildandi útgáfa Helsinkiyfirlýsingar Alþjóðafélags lækna er viðurkenndur grunnur siðfræði meðferðarprófana. Allir þeir sem taka þátt í vísindarannsóknum á mönnum, verða að kunna skil á yfirlýsingunni og fara eftir henni. Leiðbeiningar þessar ætti einnig að lesa og túlka í ljósi Tilskipana Efnahagsbandalagsins 65/65/ EEC og 75/318/EEC, með síðari breytingum. (Samningur um Evrópska efnahagssvæðið EES. Gerðir sem vísað er til í viðaukanum. II. viðauki. Tæknilegar reglugerðir staðlar, prófanir og vottun. Undirflokkar 1-XIII og XIII-XIV. Prentað sem handrit. Reykjavík: Utanríkisráðuneytið Viðskiptaskrifstofa, júní 1992). Tekið skal mið af norrænum reglum um lyfjaprófanir (Good clinical trial practice. Nor- dic guidelines. NLN Publication no 28. Uppsala: Nordiska lakemedelsnámnden Nordic Council on Medicines, 1989). 1.2 Verndun persónulegs heilleika og velferðar þátttakenda er frumskylda könnuðar að því er varðar prófunina en vísindasiðfræðinefndin veitir óháð því tryggingu fyrir vernd þátttakenda og að aflað sé á frjálsan hátt samþykkis þeirra, sem byggt sé á vitneskju. Vísindasiðfræðinefndin 1.3 Frumkvöðull og könnuður skulu óska eftir áliti á makleika rannsóknaráætlana (viðauki með- talinn) og þeirra aðferða og efniviðar sem á að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.