Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Síða 43

Læknablaðið - 15.02.1995, Síða 43
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 155 hafa nú verið felldar í þennan viðbæti, verða leiðbeiningarnar endurskoðaðar í samræmi við það. 2. Almenn atriði Mikilvægt er fyrir hvern þann sem undirbýr prófun lyfs á mönnum, að sértæk vandamál til- tekinnar klínískrar prófunar séu skoðuð ýtarlega og að sú lausn sem valin er sé vísindalega traust og siðfræðilega réttlætt. Á það skal lögð áhersla að ábyrgðin á því liggur hjá frumkvöðli könnunar sem og hjá könnuðum sjálfum. Enn fremur er ráðlegt þegar áformað er klínískt mat á nýju virku efni, að skipuleggja og hanna einstakar prófanir sem hluta af röklega uppbyggðri röð kannana. 3. Skilgreining klínískra prófana í þessu sambandi merkir klínísk prófun lyfs/ lyfja sérhverja kerfisbundna athugun á því fólki sem þátt tekur hvort sem það eru sjúklingar eða sjálfboðaliðar, í því skyni að uppgötva eða stað- festa verkun lyfjanna sem eru til prófunar og/eða meinsvaranir við þeim og/eða athuga frásog þeirra, dreifingu, efnaskipti og veisingu, með það í huga að komast eftir virkni og öryggi lyfjanna. Klínískum prófununt er venjulega skipt í fjögur stig, frá I til IV. Ekki er gerlegt að draga skarpar markalínur ntilli þeirra og mismunandi skoðanir eru um einstök atriði og aðferðafræði. Stuttar skilgreiningar á einstökum stigum sem byggjast á tilgangi þeirra við þróun lyfja fylgja hér á eftir: I. Fyrsta stig: Fyrstu prófanir nýrra efna á mönnum, oft á sjálfboðaliðum. Tilgangurinn er að frumendurmeta hversu öruggt hið virka efni er og að fá fyrsta yfirlit yfir lyfhvörf og lyfhrif þess hjá mönnum. II. Annað stig: Forprófanir í meðferðarskyni. Tilgangurinn er að sýna fram á virkni og að meta skammtímaöryggi hins virka efnis hjá sjúkling- um með sjúkdóm eða annað sjúklegt ástand sem efninu er ætlað að hafa áhrif á. Prófunin fer fram á takmörkuðum fjölda þátttakenda og á síðari stigum er oft beitt samanburði til dæmis í stýrðum prófunum með lyfleysu. Á þessu stigi er stefnt að því að ákvarða viðeigandi mörk skammta og meðferðarforma og (ef mögulegt er) að bregða ljósi á samband skammta og svörunar í því skyni að fá sent hagstæðast yfirlit fyrir hönnun víðtækari meðferðarprófana. III. Þriðja stig: Prófanir í stærri (og hugsanlega sundurleitari) sjúklingahópum í því skyni að ákvarða stutt- og langtímaöryggi og virkni- jafnvægi lyfjaforma hins virka efnis. Kanna ber mynstur og snið algengari meinsvarana svo og sérstök svipkenni efnisins svo sem samverkun lyfja, þætti sem valda mismun svo sem aldur og svo framvegis. Æskilegast væri að hönnun meðferðarprófana fæli í sér tvíblinda slembipróf- un en önnur hönnun getur verið ásættanleg til dæntis fyrir athuganir á langtímaöryggi. Almennt skulu aðstæður prófana vera sem næst því sem er við eðlilega notkun. IV. Fjórða stig: Athuganir gerðar eftir að lyfið/ lyfin hafa verið sett á markað, en ekki er fullt samkomulag um skilgreiningu þessa stigs. Fjórða stigs prófanir eru gerðar á grunni upplýsinga um sérkenni lyfsins, sem er að finna í samantekt er fylgir leyfinu um að það megi setja á markað. í ákveðnum tilvikum krefjast fjórða stigs prófanir prófunarskilyrða (þar með talið að minnsta kosti að settar séu rannsóknarreglur) svo sem lýst er hér að ofan varðandi athuganir fyrir markaðssetn- ingu. Eftir að lyf hefir verið sett á rnarkað eru þær klínísku prófanir þar sem kannaðar eru nýjar ábendingar eða nýjar aðferðir við að gefa lyfið eða nýjar samsetningar, taldar vera prófanir á nýjum lyfjum. 4. Ráðstafanir til að tryggja hagkvæmustu skilyrði við prófanir Rannsóknarreglur (sjá lið 6 í viðauka þessum) skulu settar og eftir þeim farið og tilhlýðileg fyrirmæli skulu gefin öllum sem hlut eiga að máli. Skilyrði fyrir ytri skorðum sem prófuninni eru settar, skulu vandlega valin og skipað af kost- gæfni. Gæði skulu nægjanleg svo sem að því er varðar umsjón með sjúklingum og sjálfboða- liðum, ráðningu starfsfólks, rannsóknarstofum (þar sem við á) og fyrirmæli um viðbrögð í neyðartilvikum og svo framvegis. Endanlega skal dreifing ábyrgðar milli frumkvöðuls, eftir- litsmanns og könnuðar og allra samstarfsmanna vera greinilega skilgreint áður en meðferðar- prófun hefst. 5. Gögn sem skulu liggja fyrir áður en prófun hefst Efnafræðileg, lyfefnafræðileg, lyfjafræðileg og eiturefnafræðileg gögn um efnið og/eða lyfjaform þess, verða að vera tiltæk og metin af fagmönnum áður en nýja efnið er sett í með- ferðarprófanir. Lögð er áhersla á ábyrgð frum- kvöðuls á því að sjá um að leggja fram tæmandi, alhliða og viðeigandi efnivið, til dæmis í upp- flettisafni könnuðar. Ef ætlunin er að athuga virka efnið í annars, þriðja og fjórða stigs prófunum, skal taka tillit til allra fyrri rannsóknargagna sem til eru. Áður en annars stigs prófanir eru hafnar, er skylt að fá niðurstöður úr fyrri lyfjakönnunum hjá fólki. Auk verkunar á þá líkamsstarfsemi sem kanna skal, hefði átt að kanna önnur hugsanleg áhrif af viðeigandi skömmtum á mikilvæg líffærakerfí þó ekki sé ávallt mögulegt að gera það í öllum könnunum. Taka verður mið af niður- stöðum hreyfiathugana á virka efninu, dreifingu þess eða útskilnaði, ef til vill þegar það er gefið á mismunandi vegu og niðurstöðum annarra kann- ana sem skammtastærð er byggð á, til dæmis athugunum á tengslum skammta og verkunar og/ eða tengslum styrktar og verkunar. Áður en byrjað er á þriðja stigs prófunum verður að athuga niðurstöður úr fyrri klínískum prófunum. Taka verður tillit til hugsanlegrar milliverkunar við lyf sem innihalda önnur virk efni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.