Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Síða 51

Læknablaðið - 15.02.1995, Síða 51
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 163 beita lœknisfrœðilegum eða vísindalegwn tilraun- um, án þess að til komi frjálst samþykki hans “. Helsinkiyfirlýsingin sem Alþjóðafélag lækna birti árið 1964, er undirstöðuskjal á sviði siðfræði í læknisfræðilegum vísindarannsóknum. Hún hefir haft veruleg áhrif á alþjóðlegar og svæðis- bundnar siðareglur svo og á landslög. Yfirlýsingin sem endurskoðuð var í Tokyo 1975, Feneyjum 1983 og aftur í Hong Kong 1989, er alhliða, alþjóðleg yfirlýsing um siðfræði læknisfræðilegra vísindarannsókna á mönnum. Hún gefur sið- fræðilegar leiðbeiningar þeim læknum sem stunda klínískar og óklínískar vísindarannsóknir á mönnum og þar á meðal eru reglur um samþykki þátttakenda byggt á vitneskju og um siðfræðilegt mat á rannsóknarreglum. Útgáfan á Drögum að alþjóðlegum siðfræði- legunt ráðleggingum um læknisfræðilegar vísindarannsóknir á mönnum árið 1982 var rökrétt þróun Helsinkiyfirlýsingarinnar. Eins og tekið er fram í inngangi þeirrar útgáfu var leiðbeining- unum ætlað að gefa til kynna hvernig siðfræðilegu meginreglunum í yfirlýsingunni mætti beita á virkan hátt í þróunarríkjum. Textinn skýrði hvernig beita mætti viðteknum siðfræðilegum meginreglum í læknisfræðilegum vísindarann- sóknum á mönnum og vakin var athygli á nýjum siðfræðilegum vandamálum sem skotið höfðu upp kollinum þá næst á undan. Þessi útgáfa, Alþjóðlegar siðfræðilegar ráð- leggingar um læknisfræðilegar vísindarannsóknir á ntönnum, kemur í stað draganna frá 1982. CIOMS og WHO hafa haldið áfram starfi sínu í því skyni að veita siðfræðilegar leiðbeiningar um læknisfræðilegar vísindarannsóknir á mönnum. Mikilvægur árangur af því samstarfi eru Alþjóð- legar leiðbeiningar um faraldsfræðilegar kannanir sem CIOMS gaf út árið 1991. Þeim leiðbeiningum er ætlað að verða að liði könnuðum og stofnunum svo og yfirvöldum á landsvísu og í héraði við að koma á og halda við stöðlum fyrir siðfræðilegt mat á faraldsfræðilegum könnunum. Almennar siðfræðilegar meginreglur Allar vísindarannsóknir á mönnum skal gera samkvæmt þremur siðfræðilegum grunnmegin- reglum en þær eru virðing fyrir fólki (mann- verunum, persónunum), velgjörð og réttlæti. Um það er almennt samkomulag að óhlutstætt hafi þessar meginreglur sama siðferðilega styrk og vísi til vegar við undirbúning á tillögum um vísinda- legar athuganir. Við mismunandi aðstæður verða þær tjáðar á mismunandi vegu og þeim verður gefið mismun- andi siðrænt vægi og beiting þeirra getur leitt til mismunandi ákvarðana eða gerða. Núverandi leiðbeiningar vita að beitingu þessara meginreglna í vísindarannsóknum á mönnum. Virðing fyrir mannverum felur í sér að minnsta kosti tvö siðfræðileg grunnatriði: a) Virðing fyrir sjálfsforræði krefst þess að sé mannveran fær um að íhuga vandlega eigið val skal hafa í heiðri getu hennar til sjálfsákvörðunar og b) vernd mannvera sem hafa skert eða minnk- að sjálfsforræði, krefst þess að þeim sem eru öðrum háðir eða varnarlausir sé tryggt öryggi gegn skaða eða misnotkun. Velgjörð vísar til siðfræðilegu skyldunnar um að gera hag þátttakenda sem bestan og að draga sem mest úr skaða og misgjörð. Þessi meginregla er grunnur þess staðals að áhætta í rannsókn sé réttmæt í ljósi væntanlegra hagsbóta fyrir þátt- takendur, að hönnun rannsóknar sé traust og að könnuðir séu bæði færir um að annast rannsóknina og að tryggja velferð þátttakenda. Að auki felst í velgjörðinni fordæming á því að mannverur séu skaðaðar af ásettu ráði. Þetta horf velgjörðarinnar er stundum sett fram sem aðskilin meginregla, óskaðvæni (þú skalt ekki valda skaða). Réttlæti vísar til siðfræðilegu skyldunnar um það að meðhöndla hverja mannveru í samræmi við það sem er siðferðilega rétt og tilhlýðilegt og að veita hverri mannveru það sem henni ber. I siðfræði vísindarannsókna á mönnum vísar þessi meginregla fyrst og fremst til réttlætis útdeilingar sem krefst jafnrar dreifingar byrða og hagsbóta til þátttakenda í rannsókn. Mismunun af því tagi er aðeins leyfileg ef hún er byggð á siðferðilega viðeigandi aðgreiningu mannvera. Ein slfk aðgreining er vamarleysi. „Varnar- leysi“ vísar til verulegrar vangetu til að verja eigin hagsmuni af völdum tálma eins og þess að viðkomandi skortirhæfi til þess að gefa samþykki byggt á vitneskju, viðkomandi á ekki kost á annari læknismeðferð eða stendur neðarlega í stigskiptu kerfi. I samræmi við það verður að gera sérstakar ráðstafanir til þess að verja réttindi og velferð þeirra mannvera sem varnarlausar eru. Formálsorð Heitið „vísindarannsókn“ vísar til athafna sem ætlað er að þróa eða auka við alhæfða þekkingu. I alhæfðri þekkingu felast kenningar, meginreglur eða tengsl, eða söfnun upplýsinga sem þau eru byggð á og frekari stoðum verður rennt undir með viðteknum vísindaaferðum svo sem athugun og ályktun. Venjulega fylgja þessu heiti lýsingarorðin „læknisfræðilegur“ eða „líflæknisfræðilegur“ og gefa þau til kynna að um heilbrigðisrannsóknir sé að ræða. Framfarir í læknismeðferð og forvörn gegn sjúkdómum byggja á skilningi á lífeðlisfræði- legum og meinafræðilegum ferlum eða faralds- fræðilegum uppgötvunum og þær krefjast þess að gerðar séu vísindarannsóknir á mönnum. Söfnun, greining og túlkun upplýsinga sem fást í slíkum rannsóknum leggja fram verulegan skerf til þess að auka heilbrigði manna. I vísindarannsóknum á mönnum er þátttak- anda annars vegar veitt meðferð (klínískar rannsóknir) og hins vegar eru rannsóknir gerðar í þeim tilgangi einvörðungu að auka við alhæfða þekkingu (óklínískar rannsóknir). Rannsókn er
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.