Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.02.1995, Side 52

Læknablaðið - 15.02.1995, Side 52
164 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 skilgreind „klínísk" ef einn eða fleiri þættir hennar vita að greiningu hjá, forvöm fyrir eða meðferð þeirra mannveru sem þátt tekur í könnuninni. Dæmi um það er notkun lyfleysu og beiting rann- sóknarprófa umfram það sem þarf vegna læknis- meðferðar. (Þannig er nú í enska textanum notað heitið „clinical research“ fremur en „therapeutic research“ eins og var í fyrri útgáfum Helsinki- yfirlýsingarinnar). Vísindarannsóknir á mönnum fela í sér: a) Athuganir á lífeðlisfræðilegu, lífefnafræði- legu eða meinafræðilegu ferli eða viðbragði við sértækri íhlutun hvort sem hún er eðlisræn, efna- fræðileg eða sálfræðileg hjá heilbrigðum þátttak- endum eða sjúklingum, b) stýrðar prófanir á greiningar-, forvamar- eða meðferðarúrræðum í hópum manna, sem hannaðar eru til þess að sýna sértæka, alhæfða svörun við þessum úrræðum, borið saman við einstaklingsbundnar líffræðilegar svaranir, c) athuganir sem hannaðar eru til þess að ákvarða afleiðingarnar af sértækum forvamar- eða meðferðarúrræðum fyrir einstaklinga og sam- félög og d) athuganir er varða hegðun manna tengda heilbrigði við mismunandi aðstæður og í mis- munandi umhverfi. Vísindarannsóknir á mönnum felast ýmist í athugun eða eðlisrænni, efnafræðilegri eða sál- fræðilegri íhlutun. Þær geta þannig falist í skrán- ingu eða að notaðar eru skrár sem þegar em fyrir hendi og geyma læknisfræðilegar eða aðrar upp- lýsingar um einstaklinga, hvort sem hægt er að bera kennsl á þá eða ekki af skránum eða upp- lýsingunum. Hvernig nota má slíkar skrár og hvernig varin skuli leynd þeirra gagna sem fengin eru úr þeim, er rætt í Alþjóðlegum leiðbeiningum um faraldsl'ræðilegar kannanir (Geneva: CIOMS 1991). Vísindarannsóknir á mönnum ná einnig til rannsókna þar sem umhverfisþáttum er breytt þannig að það gæti af hendingu haft áhrif á aðra einstaklinga en þá sem þátt taka. Rannsókn er skilgreind vítt til þess að ná til vettvangsathugana á sjúkdómsvaldandi lífverum og eitraðra efna- sambanda sem rannsökuð em með hliðsjón af heilbrigði manna. Vísindarannsóknir á mönnum skal greina frá lækningastarfsemi, opinberum heilbrigðisráð- stöfunum og annarri heilbrigðisþjónustu sem ætlað er að hafa bein áhrif á heilbrigði einstak- linga eða samfélaga. Væntanlegir þátttakendur geta ruglast í ríminu þegar samtímis er haldið uppi lækningastarfsemi og vísindarannsókn svo sem þegar rannsókn er hönnuð til þess að afla nýrra upplýsinga um virkni lyfs eða annars, sem notað er í meðferðar-, greiningar- eða forvarnarskyni. Vísindarannsóknir á mönnum skulu fram- kvæmdar og strangt eftirlit haft með þeim af hæfum og reyndum könnuðum og sé það gert í samræmi við rannsóknarreglur þar sem greinilega komi fram: a) Tilgangur rannsóknarinnar, b) eðli allrar áhættu sem vitað er um og hversu mikil hún er fyrir þátttakendur, c) hvaðan ætlunin er að afla þátttakenda og d) hvaða ráðum menn hyggjast beita til þess að tryggja að þátttakendum sé veitt nægjanleg vitneskja og að samþykkið sé þannig gefið af frjálsum vilja. Rannsóknarreglurnar skulu vísindalega og siðfræðilega matshæfar hjá einni eða fleiri matsnefndum sem stofnaðar eru á tilhlýðilegan hátt og eru óháðar könnuðum. Ný bóluefni og lyf skal reyna í klínískum prófunum. Slíkum prófunum sem eru verulegur hluti allra rannsókna á mönnum, er lýst í viðbæti við leiðbeiningar þessar. Leiðbeiningarnar Vitneskjusamþykki 1. Samþykki einstakra þátttakenda byggt á vitneskju: Fyrir sérhverja læknisfræðilega vísindarann- sókn sem gerð er á mönnum, verður könnuðurinn að afla samþykkis væntanlegs þátttakanda og sé það byggt á vitneskju. Ef einstaklingurinn er ekki fær um að gefa slíkt samþykki þá skal könnuður afla heimildar forráðamanns sem til þess hefir umboð að lögum. Skýringar á fyrstu leiðbeiningunni. Almenn atriði. Samþykki byggt á vitneskju er samþykki gefið af hæfum einstaklingi sem hefir: a) Fengið nauðsynlegar upplýsingar, b) skilið upplýsingamar nægilega vel og c) velt upplýsingunum fyrir sér og hefir komist að niðurstöðu án þess að hafa verið beittur þvingunum, ótilhlýðilegum áhrifum, óeðlilegri hvatningu eða kúgun. Samþykki byggt á vitneskju á stoð í þeirri meginreglu að hæfir einstaklingar eigi frjálsan rétt á því að velja um það hvort þeir vilji taka þátt í vísindarannsókn. Samþykki byggt á vitneskju verndar valfrelsi einstaklingsins og virðir sjálfsforræði hans. í sjálfu sér er samþykki byggt á vitneskju ófullkomin trygging fyrir einstaklinginn og hana verður að efla með óháðu siðfræðimati á rann- sóknaráætlunum. Auk þess hafa margir ein- staklingar takmarkaða hæfni til þess að gefa samþykki byggt á vitneskju og eru þar á meðal ung börn, margir fullorðnir með alvarlega geð- eða hegðunarröskun og margir einstaklingar sem eru algerlega ókunnugir nútímahugtökum í læknisfræði. Vegna þess að samþykki þeirra gæti falið í sér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.