Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Síða 55

Læknablaðið - 15.02.1995, Síða 55
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 167 að hafa verið blekktur, er venjulega gefinn kostur á að neita að leyfa að könnuður noti upplýsingarnar sem aflað er við athugun á þátttakandanum. Oeðlileg áhrif. Könnuðurinn skal leitast við að útiloka öll óeðlileg áhrif á þátttakandann. Hins vegar eru mörkin óljós milli þess sem teljast réttlætanlegar fortölur og þess sem talin eru óeðlileg áhrif. Könnuðurinn má ekki gefa væntan- legum þátttakanda neina óréttlætta fullvissu að því er varðar hagsbætur, áhættu eða óþægindi í rannsókninni. Dæmi um óeðlileg áhrif væri það að fá náinn vin eða forystumann í samfélaginu til að hafa áhrif á ákvörðun væntanlegs þátttakanda eða að hóta því að veita ekki heilbrigðisþjónustu. Þvingun. Þvingun í hverju formi sem er ógildir samþykki þó svo að það sé byggt á vitneskju.Væntanlegir þátttakendur sem jafnframt eru sjúklingar, eru oft háðir könnuði að því er varðar læknishjálp og könnuðurinn nýtur ákveðins trúverðugleika í þeirra augum. Ef í rannsóknarreglum er meðferðarþáttur, getur áhrifavald könnuðar yfir þeim verið verulegt. Þeir geta til dæmis talið að neitun þátttöku muni spilla sambandi þátttakenda við könnuðinn. Könn- uðurinn verður að tryggja væntanlegum þátttak- endum að ákvörðun þeirra um það hvort þeir taki þátt eða ekki muni ekki hafa nein áhrif á meðferðartengsl eða hverjar þær hagsbætur aðrar sem þeir eiga rétt á. Skjalfesting samþykkis. Hægt er að gefa samþykki til kynna á marga vegu. Þátttakandinn getur gefið það í skyn með sjálfviljugri hegðun sinni, tjáð sig samþykkan munnlega eða skrifað undir samþykki. Það er almenn regla að þátt- takandi skal undirrita samþykki eða ef um van- hæfi er að ræða skal forráðamaður eða annar mál- svari sem veitt er forræði á lögmætan hátt, undir- rita samþykkið. Siðfræðilega matsnefndin getur leyft að fallið sé frá kröfunni um skriflegt sam- þykki ef vísindarannsóknin felur aðeins í sér lágmarksáhættu og ef ekki er krafist skriflegs samþykkis vegna þeirra aðferða sem beita á í öðrum tilvikum en eru í rannsókninni. I sumum tilvikum er einnig hægt að samþykkja að kröfunni sé sleppt ef undirritað samþykki yrði óafsakanleg ógnun við trúnað þátttakandans. I sumum til- vikum, sérstaklega þegar upplýsingarnar eru flóknar, er ráðlegt að láta þátttakendurna hafa upplýsingablöð til varðveislu. Þau geta líkst eyðublaðinu fyrir samþykki í öllu tilliti nema að þátttakendur eru ekki krafðir um undirskrift. Aframhaldandi samþykki. Upphaflega samþykkið skal endurnýja þegar efnislegar breytingar verða á aðstæðum eða aðferðum við rannsókn. Til dæmis geta nýjar upplýsingar komið fram annað hvort í rannsókninni sjálfri eða utan frá, um áhættu eða hagsbót af þeirri meðferð sem verið er að prófa eða um aðra valkosti í meðferð. Þátttakendum skulu veittar þessar upplýsingar. I mörgum klínískum prófunum eru gögn ekki birt þátttakendum fyrri en rannsókn er lokið. Þetta er siðfræðilega viðeigandi, ef nefnd sem ábyrg er fyrir eftirliti með gögnum og öryggi (sjá fjórtándu leiðbeiningu) vakir yfir þeim og siðfræðileg matsnefnd (sjá fjórtándu leiðbeiningu) hefir samþykkt að gögnin séu ekki birt þátttakendum. 4. Hvatning til þátttöku: Greiða má þátttakendum í tengslum við rannsóknina fyrir óþægindi og tíma sem eytt er og þeim skal greiddur útlagður kostnaður. Þeir mega einnig fá ókeypis læknisþjónustu. Hins vegar skulu greiðslurnar ekki vera svo háar eða læknisþjónustan svo víðtæk að það hvetji væntanlega þátttakendur til þess að samþykkja að taka þátt gegn betri vitund („óeðlileg áhrif‘). Allar greiðslur, endurgreiðslur og læknisþjónusta skulu samþykkt af siðfræðilegri matsnefnd. Skýringar á fjórðu leiðbeiningunni. Viðeigandi umbun. Þátttakendur í rannsókn mega fá endurgreiddan ferðakostnað og annan kostnað sem af þátttöku hlýst og þeir mega fá hóflega greiðslu fyrir óþægindi sem hljótast af þátttöku þeirra í rannsókninni. Könnuðir geta einnig veitt þeim læknisþjónustu og veitt þeim aðgang að aðstöðu og gert á þeim ókeypis að- gerðir og próf að því tilskildu að það sé gert í tengslum við rannsóknina. Oviðeigandi umbun. Greiðsla til þátttakenda í rannsókn, í peningum eða í fríðu, skal ekki vera í þeim mæli að það telji þá á að taka óeðlilega áhættu eða að þeir gefi sig fram til þátttöku gegn betri vitund. Greiðsla eða þóknun sem grefur undan hæfni mannveru til þess að beita frjálsum vilja sínum ógildir samþykki hennar. Erfitt getur reynst að greina á milli eðlilegrar umbunar og óeðlilegrar hvatningar til að taka þátt í vísindarannsókn. Atvinnulaus maður eða stúdent geta litið þá umbun sem í boði er, öðrum augum en sá sem er í vinnu. Sá sem ekki á aðgang að læknisþjónustu, getur verið beittur óeðlilegum áhrifum til þátttöku einfaldlega til þess að fá þessa þjónustu. Þess vegna ber að skoða greiðslu í peningum eða í fríðu, í ljósi þeirra hefða sem ríkja í menningu og meðal þeirra þjóða þar sem vísindarannsóknin fer fram, til þess að komast að raun um hvort hún felur í sér óeðlileg áhrif. Siðfræðilega matsnefndin getur að jafnaði best dæmt um það hvað telst sanngjörn umbun við tilteknar aðstæður. Vanhæfir einstaklingar. Vanhæfir einstak- lingar geta verið varnarlausir fyrir misnotkun í gróðaskyni af hálfu forráðamanna sinna. For- ráðamanni sem beðinn er að gefa samþykki fyrir hönd vanhæfrar mennveru, skal ekki bjóða neina aðra umbun en endurgreiðslu á kostnaði. Þátttöku hætt. Þegar þátttakandi dregur sig í hlé af ástæðum sem tengjast vísindarannsókninni eða er látinn hætta af heilsufarsástæðum, skal könnuður greiða viðkomandi eins og um fulla
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.