Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1995, Síða 58

Læknablaðið - 15.02.1995, Síða 58
170 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 a) að fangar séu sérlega ákjósanlegir þar sem þeir lifi í stöðugu eðlisrænu og sálfræðilegu umhverfi, b) að frábrugðið því sem er um þá sem eru í fullri vinnu og á ferðinni, hafi þeir tíma til þess að taka þátt í langtímatilraunum og c) að þeir líti á slíka þátttöku sem tilbreytingu frá leiðindum lífsins í fangelsinu, vott um félagslega verðleika þeirra og tækifæri til þess að afla sér dálítilla tekna. Andstæðingarnir halda því hins vegar fram að samþykki fanganna geti ekki verið gilt, því á það hafi áhrif vonin um umbun og aðrar væntingar svo sem að þeir verði fyrr látnir lausir til reynslu. Engin alþjóðleg samþykkt útilokar fanga frá frá því að taka þátt í læknisfræðilegum vísinda- rannsóknum og andstæð rök jafn sannfærandi á báða vegu, koma í veg fyrir það að komist verði að samkomulagi um alþjóðlegar leiðbeiningar í þessum efnum. Hins vegar þar sem leyfð er þátttaka fanga í læknisfræðilegum vísindarannsóknum, skulu gerðar ráðstafanir til að haldið sé uppi óháðu eftirliti með rannsóknunum. Fangar og alvarlegir kvillar. Fangar sem eru með eða eru í hættu á að fá alvarlega kvilla eins og eyðnismit, krabba eða lifrarbólgu, ætti ekki að svifta hugsanlegri hagsbót af lyfjum, bólu- efnum eða tækjum sem verið er að prófa og gefa vonir um hagsbót af meðferð eða forvörn þegar engin betri eða jafngild meðferð eða forvörn er til. Réttur þeirra til aðgangs að slíkri meðferð eða forvörn er réttlætt siðfræðilega á sama hátt og réttur annarra varnarlausra hópa (sjá tíundu leið- beiningu). Hins vegar þar eð ekki eru neinir þeir sjúk- dómar sem fangar verða einir fyrir, verður ekki haldið uppi hliðstæðri röksemdafærslu við þá sem studdi það að böm og fólk með geð- eða hegðunar- röskun væru hentug sem þátttakendur í form- legum meðferðarprófunum. 8. Rannsóknir á fólki í þróunarsamfélög- um: Aður en hafnar eru rannsóknir á fólki í vanþróuðum samfélögum hvort sem er í þróuð- um eða vanþróuðum ríkjum, skal könnuðurinn tryg&ja, * að mannverur í vanþróuðuin samfélögum séu að jafnaði ekki látnar taka þátt í rannsóknum sem hægt væri að gera jafn vel í þróuðum samfélögum, * að rannsóknin svari heilbrigðisþörfum og forgangsröðun þess samfélags sem ætlunin er að gera hana í, * að sérhverra leiða sé leitað til þess að tryggja það siðfræðilega skylduboð að samþykki einstaklingsins sé byggt á vitneskju og * að áætlanir um rannsóknina hafi verið metnar og samþykktar af siðfræðilegri matsnefnd og í henni sitji eða hún hafi sem ráðgjafa einstaklinga sem eru nákunnugir siðum og venjum í samfélaginu. Skýringar á áttundu leiðbeiningunni. Almenn atriði. I sumum samfélögum sem eiga á hættu að vera hagnýtt félagslega og efna- hagslega í rannsóknaskyni, valda sjúkdómar er sjaldan eða aldrei koma upp í efnahagslega þróuð- um ríkjum eða samfélögum, miklum sjúkleika, fötlun eða dauða. Þörf er rannsókna á forvörn gegn og meðferð á slíkum sjúkdómum og almennt séð ber að gera þær að miklu leyti í þeim ríkjum og samfélögum sem í hættu eru. Siðfræðilegar vísbendingar vísindarannsókna á mönnum eru þær sömu í grunnatriðum, hvar sem þær eru gerðar. Þær vita að virðingunni fyrir reisn hvers einstaks þátttakanda, að virðingu fyrir samfélögum, svo og vernd réttinda og velferð þess fólks er þátt tekur. Þá er mat á innbyggðri áhættu áhyggjuefni umfram önnur. Hins vegar eiga nokkur atriði sérstaklega við um rannsóknir sem gerðar eru í vanþróuðum ríkjum, annað hvort af þróunarríkjum eða iðnríkjum, af könnuðum eða frumkvöðlum frá iðnríkjum eða frá þróuðum stofnunum í þróunarríkjum. Af ýmsum ástæðum eiga einstaklingar og fjölskyldur í vanþróuðum samfélögum á hættu að verða hagnýtt. Sumir geta átt tiltölulega erfitt með að gefa samþykki byggt á vitneskju vegna þess að þeir eru ólæsir, ókunnugir hugtökum í læknis- fræði er könnuðirnir nota eða búa í samfélögum þar sem þær aðferðir sem einkenna umræðu um samþykki byggt á vitneskju, eru framandi eða andstæðar því siðferði sem ríkir í samfélaginu. Vissir könnuðir gætu kosið að notfæra sér það að í flestum þróunarríkjum vantar vel þróaðar reglur eða siðfræðilegar matsnefndir sem gætu verkað þannig að töf yrði á aðgangi að þátttakendum í rannsókn. Aðrir gætu talið það ódýrara að gera í þróunarríkjum rannsóknir sem miða að því að leiða fram lyf og aðrar afurðir fyrir markað í þessum ríkjum. Áttunda leiðbeiningin er saman sett af þeirri hyggju að venjulega eru það könnuðir frá þróaðri þjóðum sem standa fyrir rannsóknunt í þeiin vanþróaðri. Slíkir könnuðir (og frumkvöðlar) gætu hitt fyrir starfshætti sem væru taldir siðlausir í þeirra eigin löndum. Þetta ætti að sjá fyrir og í rannsóknarreglum sem lagðar eru til mats í sið- fræðinefndinni, skal geta um það svið er könnuðir og frumkvöðlar telja eðlilegt að hóflegt sé fyrir boðlega svörun. Könnuðir skulu virða siðfræðilega staðla í eigin löndum svo og menningarlegar væntingar samfélaganna þar sem rannsóknin fer fram, nema að í því felist vanhelgun á siðferðilegri reglu sem þeim er fremri. Á svipaðan hátt gætu þeir brotið gegn siðgæðisvitund þess lands sem tekur við rannsókninni, með því að halda sig gagnrýnilaust
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.