Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1995, Qupperneq 61

Læknablaðið - 15.02.1995, Qupperneq 61
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 173 meðferðar sjúkdóms eða annars heilbrigðisvanda sem einkennir eða er einstæður fyrir þennan vamarlausa hóp, annað hvort fyrir þá sem þátt taka eða aðra í hópnum sem svipað er ástatt fyrir, c) að þátttakendum í rannsókn og öðrum í þeim vamarlausa hópi sem þátttakendur em valdir úr, muni að jafnaði verða tryggður réttmætur aðgangur að þeim forvarnar-, greiningar- og meðferðarafurðum sem munu verða tiltækar í kjölfar rannsóknarinnar, d) að áhætta tengd rannsókn sem ekki er ætlað að koma einstökum þátttakendum til góða sé í lágmarki nema siðfræðileg matsnefnd leyfi óverulega aukningu umfram lágmarksáhættu (sjá fimmtu leiðbeiningu) og e) að séu væntanlegir þátttakendur annað hvort óhæfir eða á annan hátt verulega ófærir um að gefa samþykki byggt á vitneskju, muni samþykki þeirra vera stutt leyfi frá forráðamanni þeirra eða einhvers annars sem er löggildur málsvari þeirra. Aðrir varnarlausir samfélagshópar. Fjalla þarf vandlega um gæði samþykkis þeirra er hafa verið skamman tíma í starfi eða standa lágt í metorðastiga, þar sem væntingar þeirra um ívilnanir (hvort sem þær verða réttlættar eða ekki) eða ótti við vanþóknum eða refsiað- gerðir ef þeir neita, geta haft ótilhlýðileg áhrif á ákvörðun þeirra að gerast sjálfboðaliðar. Dæmi um slíka hópa eru lækna- og hjúkrunarfræði- nemar, lægra settir starfsmenn á sjúkrahúsum og á rannsóknarstofum, hermenn og lögregluþjónar. Þar sem þeir starfa mjög náið með könnuðum eða yfirmönnum sínum, hneigjast menn til að kveðja þá oftar til en aðra að gerast þátttakendur í rannsóknum og þetta gæti leitt til ójafnrar dreifingar byrða og hagsbóta. Aðrir hópar og flokkar geta einnig talist vamarlausir. Til þeirra teljast vistmenn í hjúkr- unarheimilum, fólk sem nýtur framfærslustyrkja og félagslegrar aðstoðar og annað fátækt fólk, sjúklingar á bráðamóttökum, sumir kynþáttahópar og þjóðernisminnihlutar, heimilislaust fólk, flökkufólk og fólk með ólæknandi sjúkdóma. Að svo miklu leyti sem þessir eða aðrir hópar hafa eigindi er líkjast því sem er í vamarlausum hópum, ber að hafa mið af sérstakri vemd réttinda þeirra og velferðar. Fólk með eyðnismitun eða í hættu af að verða fyrir eyðnismitun. Fólk í þessum hópi er ekki varnarlaust í þeirri veru að það hafi tak- markaða hæfni til að gefa samþykki sitt. Hins vegar hafa viss svipkenni eyðnismitunar og heimsfaraldurs alnæmis knúið menn til að endur- meta siðfræði vísindarannsókna á mönnum. Það hefir orðið til þess að mörg ríki hafa sett reglur og tekið upp verklag sem svarar þeim sérstöku vandamálum er eyðnismitun veldur. Um sum þessara vandamála er fjallað í málsgreinunum hér á eftir. Þó svo að þessi umsögn fjalli um vandamál tengd eyðnismitun, eiga grunnmeginreglurnar jafn vel við um önnur meira og minna skyld vandamál. Lyf og önnur úrræði eru stundum látin í té fólki með eyðnismitun þó ekki hafi verið veitt almenn heimild fyrir þeim, vegna þess að ekki er lokið könnunum sem ætlað er að staðfesta öryggi þeirra og virkni. Er þetta í samræmi við það sem segir í Helsinkiyfirlýsingunni (grein II. 1) að lækninum verður „að verafrjálst að nota nýjar rannsóknar- og lœkningaaðferðir, ef þœr gefa að hans dómi von um að lífi verði bjargað, að manni verði komið til heilsu á ný eða að þjáning verði linuð“. Lyf og önnur úrræði sem lofa góðu um hags- bætur af meðferð og látin eru í té þeim sem ekki teljast varnarlausir, ættu að vera jafn aðgengileg fyrir þá er teljast til vamarlausra hópa. Börn, van- færar konur og þær sem eru með börn á brjósti, fólk með geðröskun sem ófært er um að gefa samþykki byggt á vitneskju svo og fangar, eiga jafnan rétt á að njóta hagsbóta af slíkum úrræðum nema gildar ástæður séu fyrir hinu gagnstæða svo sem læknisfræðilegar frábendingar. Þegar konur taka lyf sem er í prófun gegn eyðnisýkingu, er oft þörf sérstakrar varkárni. Konur sem ekki eru barnshafandi þegar þær hefja töku lyfsins, ættu að fá ráðgjöf um örugga getnaðarvöm. í iðnrrkjum ber að ráðleggja konum með böm á brjósti, sem fara þess á leit að fá meðferð með prófunarlyfi við eyðnismitun, að hætta brjóstagjöf meðan þær taka lyfið nema ljóst sé að það komi ekki fram í mjólkinni. I hvert sinn sem lyf til prófunar er gefið vanfærri konu eða konu með barn á brjósti, skal haft nákvæmt eftirlit með og þess gætt að tilkynna um áhrif ef einhver eru, á fóstrið eða barnið. Þrátt fyrir það að þess sé venjulega krafist að vísindarannsóknir séu gerðar á hópum sem síður eru varnarlausir, eru nokkrar undantekningar réttlætanlegar. Almennt eru börn ekki heppilegir þátttakendur í fyrsta stigs lyfjaprófunum eða í fyrsta og annars stigs bóluefnisprófunum, en í sumum tilvikum geta slíkar prófanir verið leyfi- legar eftir að klínískar prófanir á fullorðnum hafa sýnt nokkra meðferðarverkun. Til dæmis má réttlæta annars stigs bóluefnisprófun sem gerð er í því skyni að kanna ónæmingargetu ungbarna, þegar bóluefni hefir sýnt merki um að það komi í veg fyrir eða hægi á framvindu frá einkennalausri eyðnisýkingu til alnæmis í fullorðnum. Önnur dæmi eru gefin í leiðbeiningum sex og átta. Lífsháski og smitnæmt eðli eyðnismitunar og alnæmis réttlætir ekki að skilyrða á neinn hátt rétt þátttakenda í vísindarannsókn til þess að gefa samþykki sitt byggðu á vitneskju, a) til þess að taka þátt í prófuninni, b) til þess að hætta þátttöku af frjálsum vilja eða c) til þess að trúnaður sé varinn. Þegar um er að ræða rannsóknarreglur sem fjalla um prófun fyrir eyðnismiti, skulu aðferðir við að afla samþykkis byggðu á vitneskju, bættar upp með ráðgjöf til hvers þátttakanda um sig um alnæmi og eyðnismitun. Þeim skal ráðlagt að forðast áhættusama hegðun, gerð grein fyrir hætt-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.