Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1995, Qupperneq 62

Læknablaðið - 15.02.1995, Qupperneq 62
174 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 unni á félagslegri mismunun gegn þeim sem álitnir eru eyðnismitaðir eða séu í hættu að smitast og rannsóknarteyminu ber að veita þeim nægilega þjónustu eða að vísa þeim áfram í eftirmeðferð. Þátttaka í lyfjaprófunum og bóluefnis- prófunum á sviði eyðnismitunar og alnæmis getur valdið þátttakendum verulegri hættu á félagslegri mismunun og tjóni. Slík áhætta á skilið sömu hugulsemi og sýnd er þegar fram kemur mein- svörun við lyfjum og bóluefnum. Leitast skal við að draga úr þeim miska og lrkum á að slfkt komi upp. Til dæmis verður að gera þátttakendum kleift að sýna fram á það að sermijákvæði þeirra fyrir eyðni sé af völdum bólusetningarinnar og ekki af völdum eðlilegrar smitunar. Þessu má ná með því að láta þátttakendum í té skjöl sem staðfesta þátttöku í bólusetningarprófun eða með því að halda trúnaðarskrá um þátttakendur og veita úr henni upplýsingar til annarra aðila að ósk þátttak- endanna. 11. Barnshafandi konur og konur nieð börn á brjósti sem þátttakendur í rannsókn: Vanfærar konur og konur sem hafa börn á brjósti, ættu undir engum kringumstæðum að vera þátttakendur í óklínískum rannsóknum nema rannsóknin feli aðeins í sér lágmarksáhættu fyrir fóstrið eða bamið sem er á brjósti og ætlunin sé að afla nýrrar þekkingar um meðgöngu og brjóstagjöf. Það er almenn regla að vanfærar konur og konur sem hafa börn á brjósti, skulu ekki taka þátt í klínískum rannsóknum nema a) þeim rannsóknum sé ætlað að vemda eða bæta heilbrigði vanfærra kvenna eða kvenna sem hafa böm á brjósti, eða fóstra eða barna sem em á brjósti og b) konur sem ekki eru vanfærar eða hafa börn á brjósti, séu ekki heppilegir þátttakendur. Skýringar á elleftu leiðbeiningunni. Almenn atriði. Almennt séð eru vanfærar konur og konur með börn á brjósti ekki heppilegir þátttakendur í formlegum klínískum prófunum, öðmm en þeim sem ætlað er að svara heilbrigðis- þörfum þessara kvenna eða fóstranna eða brjóst- mylkinganna. Dæmi um slíka könnun væri prófun á öryggi og virkni lyfs til þess að draga úr yfir- færslu eyðnismits frá móður til bams á burðar- málsskeiði, prófun tækis til þess að greina frá- brigði hjá fóstrum, prófanir á meðferð við kvillum sem fylgja meðgöngu eða versna meðan á henni stendur svo sem ógleði og uppköst, háþrýstingur og sykursýki. Réttlæting á þátttöku þeirra í slíkum klínísk- um prófunum væri sú að ekki beri að svifta þau gerræðislega tækifærinu til þess að njóta hags- bóta af lyfjum, bóluefnum og öðrum afurðum sem eru til prófunar og lofa góðu um hagsbót af meðferð og forvörn. I öllum tilvikum ætti að sjá um að áhætta fyrir konurnar, fóstrin og unga- börnin sé í lágmarki eins og gallalausar rann- sóknarreglur leyfa. Verið getur að kona ákveði að hætta að gefa barni brjóst til þess að verða gjaldgeng í rann- sókn. Ekki skal hvetja til þessa, einkanlega í þróunarlöndum þar sem lok brjóstagjafar geta verið skaðleg brjóstmylkingnum og einnig aukið hættuna á annarri þungun. Að velja konur til þátttöku í rannsókn. í flestum þjófélögum hefir konum verið mismunað að því er varðar þátttöku í rannsóknum. Konur sem líffræðilega eru færar um að verða þungaðar, hafa venjulega verið útilokaðar frá formlegum prófunum á lyfjum, bóluefnum og tækjum, vegna þess að menn hafa borið kvíðboga fyrir óvissri áhættu fyrir fóstrið. Afleiðingin af þessu er sú að mjög lítið er vitað um öryggi og virkni flestra lyfja, bóluefna og tækja fyrir þessar konur og sá þeíckingarskortur getur verið hættulegur. Til dæmis olli þalídómíð miklu víðtækari skaða en orðið hefði, ef fyrsta notkun lyfsins hjá konum hefði verið innan ramma formlegrar klínískrar prófunar sem vandlegt eftirlit hefði verið haft með. Almenn stefna um að útiloka konur sem líf- fræðilega eru færar um að verða þungaðar, frá slíkum prófunum, er óréttlátt að því leyti að það sviptir konur í þessum flokki hagsbótunum af nýrri þekkingu sem fæst í slíkum rannsóknum. Auk þess er hún lítilsvirðing á réttinum til sjálfs- ákvörðunar. Utilokun kvennanna er aðeins hægt að réttlæta ef staðfest er eða grunur er um að tiltekið lyf eða bóluefni valdi stökkbreytingu eða vansköpun. Þó svo að gefa eigi konum á frjósemisaldri kost á að taka þátt í rannsóknum, ætti samt sem áður að hjálpa þeim að gera sér grein fyrir því að rannsóknin geti falið í sér áhættu fyrir fóstrið. Konur sem hafa tíðablæðingar, hafa oft verið útilokaðar frá rannsóknum svo sem óklínískum könnunum sem fela ekki í sér gjöf lyfja eða bóluefna, ef vera kynni að lífeðlisfræðilegar breyt- ingar sem tengjast mismunandi stigum tíða- hringsins gerðu túlkun niðurstaðna erfiðari viðfangs. Af þessu leiðir að mun minna er vitað um eðlileg lífeðlisfræðileg ferli hjá konum én körlum. Þetta er einnig óréttlátt að því leyti að það sviptir konur sem hóp, hagsbótum af slíkri þekkingu. Samþykki byggt á vitneskju. Venjulega veldur það ekki neinum vandræðum að afla sam- þykkis frá konum, þar með töldum þeim sem eru barnshafandi eða með böm á brjósti. Innan vissra menningarhátta er ekki viðurkenndur réttur kvenna til að gera upp hug sinn og gefa þannig samþykki byggt á vitneskju. Eigi að síður ætti ekki að svipta konur sem eru með alvarlega kvilla eða eru í hættu að fá þá kvilla, færinu á að njóta meðferðar sem er til prófunar þegar ekki eru fyrir hendi neinir betri valkostir, jafnvel þó þær fái ekki sjálfar að veita samþykkið. Leitast skal við að láta konurnar vita af þessum tækifærum og að bjóða þeim að ákvarða hvort þær vilji taka við með-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.