Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.1995, Page 63

Læknablaðið - 15.02.1995, Page 63
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 175 ferðinni sem verið er að prófa, jafnvel þó svo að samþykkið komi frá öðrum venjulega frá karlmanni. Slíkt boð væri best að kæmi frá persónu sem skilur menningarhættina það vel að geta greint hvort væntanlegur meðferðarþegi vill raunverulega taka við eða hafna prófunar- meðferðinni. Rannsóknir sem tengjast því að binda endi á þungun. Engin leiðbeining er gefin um það hvort samþykkja eigi rannsóknir sem tengjast því að binda endi á þungun eða þær sem gerðar eru þegar í vændum er að binda endi á þungun. Sam- þykki á slíkum rannsóknum er komið undir trúarviðhorfum, hefðum í menningarháttum og landslögum. Trúnaður um gögn 12. Trygging trúnaðar: Könnuður skal setja öruggar tryggingar fyrir trúnaði um rannsóknargögn. Þátttakendum skal skýrt frá takmörkunum á getu könnuðar til þess að tryggja trúnað og um fyrirsjáanlegar afleið- ingar ef trúnaður væri rofinn. Skýringar á tólftu leiðbeiningunni. Almenn atriði. I grein 1.6 í Helsinkiyfir- lýsingunni segir: „Avallt ber að virða réttmann- veru sem gengst undir vísindarannsókn, til þess að vemda óskert ástand sitt. Allrar varúðar skal gœtt í því skyni að virða einkalíf og að draga úr áhrifum rannsóknar á andlega og líkamlega reisn og á skapgerð þátttakandans". Venjubundin aðferð við að virða einkalíf er sú að afla fyrirfram samþykkis byggðu á vitneskju, um að leysa kvaðir af rannsóknargögnum og að minnka eins og hægt er líkurnar á því að trúnaður verði rofinn. Ef siðfræðileg matsnefnd fellur frá kröfu um samþykki hvers og eins byggðu á vitneskju, skal öðrum ráðum beitt. Þau ráð eru rædd í Alþjóð- legum leiðbeiningum um faraldsfræðilegar kannanir (Geneva; CIOMS 1991). Trúnaður milli læknis og sjúklings. Sjúklingar sem eru í meðferð hjá lækni, eiga rétt á að vænta þess að um allar upplýsingar sé varðveittur strangur trúnaður og að þær séu aðeins veittar þeim er þurfa á þessum upplýsingum að halda vegna meðhöndlunar á sjúldingi eða mega fá þær lögum samkvæmt, svo sem hjúkrunar- og tæknifólk. Læknir sem hefir sjúkling í meðferð, skal ekki láta af hendi nein auðkennandi gögn um sjúklingana nema þeir hafi áður gefið samþykki sitt fyrir þeirri birtingu. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk skráir einstök atriði athugana og inngrips í sjúkraskrár og aðrar ferilskrár. Faraldsfræðingar og aðrir könnuðir notfæra sér oft slíkar skrár. Þegar verið er að kanna sjúkraskrár, er venjulega illviðráðan- legt að að fá samþykki hvers einstaklings fyrir sig. Þar af leiðandi getur siðfræðileg matsnefnd leyst af kvöðina um samþykki byggt á vitneskju. I stofnunum þar sem nota má skrár í rannsóknar- skyni án vitneskjusamþykkis og kennsl verða borin á sjúklinga, er ráðlegt að tilkynna sjúkling- um almennt um þessa hætti. Það er venjulega gert með yfirlýsingu í upplýsingabæklingi til sjúklinga. Þegar um rannsóknir er að ræða sem ein- vörðungu eru bundnar sjúkraskrá þátttakanda, verður siðfræðileg inatsnefnd að samþykkja aðgang að gögnunum og umsjón skal vera í höndum aðila sem fullkunnugt er um kröfumar um trúnað. Trúnaður milli könnuðar og þátttakanda. I rannsókn er veit að einstaklingum og hópum, getur falist söfnun og geymsla gagna sem gætu valdið skaða og böli ef þær væm látnar þriðja aðila í té. Könnuðir skulu gera ráðstafanir til að vemda trúnað um slík gögn svo sem með því að sleppa upplýsingum sem gætu leitt til þess að kennsl verði borin á þátttakandann, með því að takmarka aðgang að gögnunum eða með öðmm ráðum. Væntanlega þátttakendur skal upplýsa um takmarkanir á getu könnuðar til þess að tryggja strangan trúnað og um fyrirsjáanlegar neikvæðar félagslegar afleiðingar af takmörkun trúnaðar eða trúnaðarrofi. í sumum löndum er það áskilið í löggjöf að könnuðir láti lyfjaskráningarstofnun eða iðnfyrirtækjum sem em fmmkvöðlar rann- sóknar, í té gögn úr þessum skrám. Sums staðar er þess krafist að tilkynnt sé til heilbrigðisstjómar- innar um smitnæma sjúkdóma eða til viðkomandi yfírvalda um merki misnotkunar á bömum eða vanrækslu á þeim. Þessar eða svipaðar takmarkanir á getunni til þess að gæta trúnaðar skal sjá fyrir og væntanlegum þátttakendum sagt frá þeim. Bætur til þátttakenda vegna óhappaskaða 13. Réttur þátttakenda til bóta: Þátttakendur er verða fyrir líkamlegum skaða sem er afleiðing af þátttöku þeirra í rannsókn, eiga rétt á skaðabótum (fjárbótum og/eða annarri aðstoð) sem bæti þeim sanngjarnlega hverja tímabundna eða varanlega sköddum eða örorku. Beri dauða að höndum, eiga þeir sem eru á framfæri þátttakanda, rétt á efnislegum bótum. Ekki er hægt að afsala sér rétti til skaðabóta. Skýringar á þrettándu leiðbeiningunni Ohappaskaði. Ohappaskaði af völdum þeirra aðferða sem eingöngu er beitt til þess að ná þeim markmiðum sem rannsókninni em sett, leiða mjög sjaldan til dauða, tímabundinnar eða varanlegrar sköddunar eða örorku. Miklu líklegra er að dauði, sköddun eða örorka leiði af greiningar-, forvamar- eða meðferðarinngripi sem er til prófunar. Almennt séð er hins vegar ólíklegra að dauði eða alvarleg sköddun verði af völdum meðferðar- prófana sem em réttilega hannaðar, hafa fengið tilskilin leyfi og em framkvæmdar á réttan hátt,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.