Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1995, Qupperneq 65

Læknablaðið - 15.02.1995, Qupperneq 65
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 177 í héraði. í fyrsta lagi er nauðsynleg sérfræðivitneskja sameinuð í einni nefnd og þeir sem í henni sitja geta bætt þekkingu sína og þannig aukið gæði og notagildi matsins. í öðru lagi fær landsnefndin vitneskju um allar áætlanir um rannsóknir í landinu og það auðveldar henni að rækja annað mikilvægt hlutverk en það er að velja þær vísindaáætlanir sem líklegastar eru til þess að ná þeim markmiðum sem heilbrigðis- rannsóknum þjóðarinnar eru sett. Komist matsnefnd að því að rannsóknartillaga sé vísindalega rétt eða sannreynir að hæfur hópur sérfræðinga hafi komist að raun um að svo sé, fjallar hún næst um það hvort nokkur þekkt eða hugsanleg hætta fyrir þátttakendur verði réttlætt af væntanlegum hagsbótum (og hvort aðferðirnar sem nota á í rannsókninni muni draga úr skaða og auka hagsbót). Sé svo kannar nefndin hvort fullnægjandi séu þær aðferðir sem lagt er til að beitt verði við að afla formlegs samþykkis byggðu á vitneskju og til þess að velja þátttakendur í rannsóknina. Áhætta og hagsbætur. í Helsinkiyfirlýsing- unni er bann við því að láta þátttakendur í læknisfræðilegri vísindarannsókn taka óréttmæta áhættu. I grein 1.4 er þess krafist, að „mögulegur ávinningur vegi þyngra á metunum en sú hætta, sem þátttakendunum er búin“. Til dæmis er nauðsynin á því að koma í veg fyrir eða með- höndla eyðnismit eða alnæmi augljós réttlæting á rannsóknum sem ætlað er að þróa slíka meðferð eða forvörn. Hins vegar getur verið að ekki sé hægt að réttlæta klíníska prófun allra efna sem boðin eru fram. Á undan klínískri prófun verða að fara nægjan- legar tilraunir á rannsóknarstofum, þar á meðal (þegar viðeigandi eru) prófanir á dýrum í því skyni að sýna fram á réttmætar líkur á góðum árangri án óeðlilegrar áhættu. Slík forprófun er gefin til kynna í grein 1.7 í Helsinkiyfirlýsingunni en þar er mælt svo fyrir að læknar skuli forðast að eiga aðild að vísindarannsóknum á mönnum nema álitið sé að hægt sé að segja fyrir um þá hættu sem felst í rannsókninni og í grein 1.5, þar sem þess er krafist að „ Undanfari allra lœknisfrœði- legra vísindarannsókna sem fela ísér rannsóknir á mönnum, ætti að vera ýtarlegur samanburður á mati á þeirri fyrirsjáanlegu áhœttu sem þátt- takanda er búin og þeim hagsbótum sem œtla má að séð verði fyrir, að falli viðkomandi manni eða öðrum í skaut. “ Þegar hagsbótin á að falla samfélaginu í skaut en ekki þátttakandanum, ættu þátttakendurnir (þegar allt er eins og best verður á kosið) að vera fullfærir um að gefa samþykki sitt byggt á vitneskju og að skilja hver áhættan er áður en þeir gangast undir hana. Þannig ætti ekki að láta þá sem hafa takmarkaða getu til að veita samþykki eða standa á annan hátt höllum fæti, taka þátt í fyrsta og annars stigs bóluefnisprófunum og í fyrsta stigs lyfjaprófunum nema fyrir því sé sérlega sterk réttlæting. Ekki verður auðveldlega vísað á bug kröfunni í grein III.2 í Helsinki- yfirlýsingunni um það að „Þátttakendur ættu að vera sjálfboðaliðar annað hvort heilbrigtfólk eða sjúklingar með sjúkdóm sem ekki tengist rannsóknaráætluninni. “ I annars og þriðja stigs lyfjaprófunum og þriðja stigs bóluefnisprófunum er leyfilegt að taka með einstaklinga úr hópum, sem standa höllum fæti og einstaklinga sem hafa takmarkaða getu til þess að veita samþykki, þegar hagsbótin á að falla þátttakendum í skaut og sæmilegar líkur eru á því að það gerist. Hins vegar, eins og krafist er grein II.3 í Helsinkiyfirlýsingunni „œtti að tryggja sjúklingunum og samanburðarhópnum, þegar um hann er að rœða, þœr rannsóknar og lœkninga- aðferðir sem reynst hafa bestar. “ Þess vegna er venjulega ekki hægt að réttlæta það að gefa samanburðarhópi lyfleysu ef þegar er fyrir hendi lyf sem samþykkt hefir verið og leyft, er verkar á þann kvilla sem ætlunin er að beita nýja lyfinu á. Siðfræðileg réttlæting á klínískum slembi- prófunum fullnægir einnig kröfunum í grein II.3. Ætla verður að meðferðin sem á að bera saman við aðra, sé jafn hagfelld fyrir væntanlega þátt- takendur enda liggi ekki fyrir nein vísindaleg vitneskja um það að önnur meðferðin sé annarri fremri. Þar að auki sé ekki vitað um neitt inngrip sem talist geti betra en þau sem bera skal saman í klínískri prófun, nema að þátttaka sé takmörkuð við þá sem þegar hafa fengið fyrrnefnda meðferð og hún hefir ekki borið árangur eða að þeir þekkja til þeirrar meðferðar og yfirburða hennar en hafa samt ekki viljað gangast undir hana. Fyrir hverja klíníska slembiprófun ætti að vera gagna- og eftirlitsnefnd og beri hún ábyrgð á eftirliti með þeim gögnum sem aflað er meðan á könnuninni stendur og á því, að gera tillögur til frumkvöðuls og könnuðar um breytingar eða lok könnunarinnar eða að leiðrétta ferli eða form samþykkisins um að taka þátt í könnuninni. Slíkar ábendingar eru svar við því að nefndin fær vitneskju um meinsvaranir er frumkvöðull og könnuður hafa ekki séð fyrir, hvað þá heldur tíðni þeirra og umfang þegar þeir lögðu á ráðin um könnunina eða að fram kemur vitneskja um það að meðferðin eða forvarnaraðferðirnar sem prófaðar eru séu hinum fremri. Þegar verið er að undirbúa prófun, skal setja reglur um lok prófunar til leiðbeiningar fyrir gagna- og eftirlitsnefndina um það hvenær hún á að stöðva prófunina. Umsögn í héraði eða á landsvísu. Mats- nefndir er hægt að setja upp undir vernd heil- brigðisstjórnarinnar, rannsóknaráðs fyrir lækna- vísindi eða annarra stofnana á vegum ríkisins. í mjög miðstýrðu kerfi er hægt að setja upp siðfræðilega matsnefnd á landsvísu, sem fjalli bæði um siðfræðilegar og vísindalegar hliðar rannsóknarreglna. I löndum þar sem læknis- fræðilegum vísindarannsóknum er ekki miðstýrt, getur siðfræðileg athugun á rannsóknarreglum verið virkari og hagkvæmari fari hún fram í héraði. Valdmörk geta þá náð til einnar stofnunar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.