Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1996, Síða 27

Læknablaðið - 15.01.1996, Síða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 15 Hvers vegna hröð útbreiðsla á íslandi? Penicillín ónæmir pneumókokkar voru óþekktir á íslandi þar til í desember 1988, en árið 1993 var nýgengishlutfall þeirra komið í um 20%. Að stærstum hluta var um að ræða fjölónæma stofninn (hjúpgerð 6B). Afar þýð- ingarmikið var að komast að því hvers vegna útbreiðsla hans var svo hröð og hvers vegna stofninn varð útbreiddur á íslandi en ekki hin- um Norðurlöndunum. Sýklalyf voru líklega stór þáttur, en sýklalyfjanotkun hafði verið meiri en á hinum Norðurlöndunum í langan tíma. Langstærsti hluti sýkinga af völdum þess- ara baktería var í börnum og því líklegt að dagvistun á leikskólum ætti einhvern hlut að máli. Sýklalyfjanotkun: Sýklalyf hafa verið ofnot- uð í velferðarþjóðfélögum og misnotuð í Aust- ur-Evrópu og vanþróuðu löndunum (52). Það er ljóst að mikil notkun sýklalyfja leiðir til auk- ins sýklalyfjaónæmis (53), og að ein af mikil- vægustu aðgerðunum til að minnka útbreiðslu ónæmis væri að minnka notkunina (54). Á mynd 8 má sjá samanburð á sýklalyfjanotkun á Norðurlöndunum fyrir árin 1990-1993 (55,56). Notkunin hefur verið mest á íslandi mörg und- anfarin ár, að undanskildu árinu 1993. Leikskólar: Til að kanna útbreiðslu penicillín ónæmra pneumókokka í ósýktum einstakling- um voru tekin nefkoksstrok frá 100 börnum á Barnaspítala Hringsins á árinu 1991, og 219 börnum á fimm leikskólum í mismunandi borg- arhverfum Reykjavíkur árið 1992. Jafnframt var spurt um sýklalyfjanotkun barnanna (57). Aðeins 2% barnanna á barnaspítalanum báru penicillín ónæma pneumókokka en hins vegar 10% barnanna í leikskólunum. Penicillín ónæmir pneumókokkar fundust á öllum leik- skólunum, en algengið var mjög breytilegt. Sýklalyfjanotkunin virtist mikil, en 9% barn- anna voru á sýklalyfjum þegar sýnatakan fór fram, 19% höfðu fengið sýklalyf mánuðinn fyrir sýnatöku, og 16% höfðu fengið sýklalyfja- kúra oftar en þrisvar hálfa árið fyrir sýnatök- una. Sambærileg könnun var endurtekin í mars 1995. Þá voru tekin sýni úr 240 börnum á sömu leikskólum (50). Beratíðni penicillín ónæmra pneumókokka hafði þá lækkað niður í 8%, og 5% barnanna voru á sýklalyfjum, 14% höfðu verið á sýklalyfjum sðastliðinn mánuð og marktækt færri (9%) höfðu fengið sýklalyfja- DDD/1000 inhab./day Fig. 8. Antimicrobial use (in Defined Daily Doses per 1000 inhabitants per day) in Iceland, Denmark, Finland, Norway and Sweden, for the years 1990-1993. kúra oftar en þrisvar hálfa árið fyrir sýnatök- una (p<0,05). Teugsl sýklalyfjanotkunar og ónæmis: I könn- un á 919 börnum frá fimm landsvæðum á ís- landi (Hafnarfjörður/Garðabær, Hella/Hvols- völlur, Vestmannaeyjar, Egilsstaðir og Bol- ungarvík), kom í ljós mikill munur á beratíðni penicillín ónæmra pneumókokka svo og á sýklalyfjanotkun eftir svæðum (58). Penicillín ónæmir pneumókokkar voru algengastir þar sem sýklalyf voru mest notuð og af þeim sem höfðu fengið sýklalyf á síðasta ári báru 15% ónæma stofna, en aðeins 2% þeirra sem ekki höfðu fengið sýklalyf (p<0,001). Þessi munur var enn meira áberandi ef litið var á nýlega sýklalyfjameðferð. Sýklalyfjanotkunin var mest í yngstu aldurshópunum og þar var bera- tíðni penicillín ónæmra pneumókokka einnig hæst. Helstu áhættuþættir fyrir því að bera penicillín ónæma pneumókokka voru (sam- kvæmt lógístískri aðhvarfsgreiningu); ungur aldur, búseta á svæði með mikla sýklalyfja- notkun, notkun sýklalyfja og notkun á trímet- óprím-súlfa blöndunni. Niðurstaða: Fjölónæmir og penicillín ónæmir stofnar hafa borist til landsins erlendis frá, lík- lega frá Spáni (51). Með börnunum komust þeir í ákjósanlegt umhverfi á leikskólunum. Á leikskólunum komast mörg börn í nána snert- ingu hvort við annað. Öndunarfærasýkingar með hósta og hnerra eru þar tíðar, svo að möguleikar til dreifingar voru margir. Þar að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.