Læknablaðið - 15.01.1996, Qupperneq 27
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
15
Hvers vegna hröð útbreiðsla á
íslandi?
Penicillín ónæmir pneumókokkar voru
óþekktir á íslandi þar til í desember 1988, en
árið 1993 var nýgengishlutfall þeirra komið í
um 20%. Að stærstum hluta var um að ræða
fjölónæma stofninn (hjúpgerð 6B). Afar þýð-
ingarmikið var að komast að því hvers vegna
útbreiðsla hans var svo hröð og hvers vegna
stofninn varð útbreiddur á íslandi en ekki hin-
um Norðurlöndunum. Sýklalyf voru líklega
stór þáttur, en sýklalyfjanotkun hafði verið
meiri en á hinum Norðurlöndunum í langan
tíma. Langstærsti hluti sýkinga af völdum þess-
ara baktería var í börnum og því líklegt að
dagvistun á leikskólum ætti einhvern hlut að
máli.
Sýklalyfjanotkun: Sýklalyf hafa verið ofnot-
uð í velferðarþjóðfélögum og misnotuð í Aust-
ur-Evrópu og vanþróuðu löndunum (52). Það
er ljóst að mikil notkun sýklalyfja leiðir til auk-
ins sýklalyfjaónæmis (53), og að ein af mikil-
vægustu aðgerðunum til að minnka útbreiðslu
ónæmis væri að minnka notkunina (54). Á
mynd 8 má sjá samanburð á sýklalyfjanotkun á
Norðurlöndunum fyrir árin 1990-1993 (55,56).
Notkunin hefur verið mest á íslandi mörg und-
anfarin ár, að undanskildu árinu 1993.
Leikskólar: Til að kanna útbreiðslu penicillín
ónæmra pneumókokka í ósýktum einstakling-
um voru tekin nefkoksstrok frá 100 börnum á
Barnaspítala Hringsins á árinu 1991, og 219
börnum á fimm leikskólum í mismunandi borg-
arhverfum Reykjavíkur árið 1992. Jafnframt
var spurt um sýklalyfjanotkun barnanna (57).
Aðeins 2% barnanna á barnaspítalanum báru
penicillín ónæma pneumókokka en hins vegar
10% barnanna í leikskólunum. Penicillín
ónæmir pneumókokkar fundust á öllum leik-
skólunum, en algengið var mjög breytilegt.
Sýklalyfjanotkunin virtist mikil, en 9% barn-
anna voru á sýklalyfjum þegar sýnatakan fór
fram, 19% höfðu fengið sýklalyf mánuðinn
fyrir sýnatöku, og 16% höfðu fengið sýklalyfja-
kúra oftar en þrisvar hálfa árið fyrir sýnatök-
una.
Sambærileg könnun var endurtekin í mars
1995. Þá voru tekin sýni úr 240 börnum á sömu
leikskólum (50). Beratíðni penicillín ónæmra
pneumókokka hafði þá lækkað niður í 8%, og
5% barnanna voru á sýklalyfjum, 14% höfðu
verið á sýklalyfjum sðastliðinn mánuð og
marktækt færri (9%) höfðu fengið sýklalyfja-
DDD/1000 inhab./day
Fig. 8. Antimicrobial use (in Defined Daily Doses per 1000
inhabitants per day) in Iceland, Denmark, Finland, Norway
and Sweden, for the years 1990-1993.
kúra oftar en þrisvar hálfa árið fyrir sýnatök-
una (p<0,05).
Teugsl sýklalyfjanotkunar og ónæmis: I könn-
un á 919 börnum frá fimm landsvæðum á ís-
landi (Hafnarfjörður/Garðabær, Hella/Hvols-
völlur, Vestmannaeyjar, Egilsstaðir og Bol-
ungarvík), kom í ljós mikill munur á beratíðni
penicillín ónæmra pneumókokka svo og á
sýklalyfjanotkun eftir svæðum (58). Penicillín
ónæmir pneumókokkar voru algengastir þar
sem sýklalyf voru mest notuð og af þeim sem
höfðu fengið sýklalyf á síðasta ári báru 15%
ónæma stofna, en aðeins 2% þeirra sem ekki
höfðu fengið sýklalyf (p<0,001). Þessi munur
var enn meira áberandi ef litið var á nýlega
sýklalyfjameðferð. Sýklalyfjanotkunin var
mest í yngstu aldurshópunum og þar var bera-
tíðni penicillín ónæmra pneumókokka einnig
hæst. Helstu áhættuþættir fyrir því að bera
penicillín ónæma pneumókokka voru (sam-
kvæmt lógístískri aðhvarfsgreiningu); ungur
aldur, búseta á svæði með mikla sýklalyfja-
notkun, notkun sýklalyfja og notkun á trímet-
óprím-súlfa blöndunni.
Niðurstaða: Fjölónæmir og penicillín ónæmir
stofnar hafa borist til landsins erlendis frá, lík-
lega frá Spáni (51). Með börnunum komust
þeir í ákjósanlegt umhverfi á leikskólunum. Á
leikskólunum komast mörg börn í nána snert-
ingu hvort við annað. Öndunarfærasýkingar
með hósta og hnerra eru þar tíðar, svo að
möguleikar til dreifingar voru margir. Þar að